Þórir missti móður sína daginn fyrir Evrópumótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 09:30 Þórir Hergeirsson Vísir/AFP Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. Norska liðið vann alla átta leiki sína á mótinu og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með sigri á Hollandi í gær. Þórir var að vinna sitt tíunda gull með norska kvennalandsliðinu þar af sitt sjötta sem aðalþjálfari.Verdens Gang sagði frá móðurmissirunum en Þórir ákvað að láta þetta trufla liðið sem minnst á meðan Evrópumótinu stóð. Hann einbeitti sér að því að ná sem lengst með norska liðið og tókst að gera norsku stelpurnar að Evrópumeisturum í þriðja sinn frá því að hann tók við liðinu 2009. Þórir ákvað að það væri best í stöðunni að segja ekki opinberlega frá því að hann hefði misst móður sína. „Móðir mín hefði ekki viljað það. Ég sagði ekki frá því af virðingu við hana. Núna er ég bara að fara heim í jarðaförina. það er næst á dagskrá,“ sagði Þórir við VG. Þórir flýgur heim til Íslands á morgun. Hvernig var það fyrir Þórir að vinna undir þessum erfiðu aðstæðum? „Það gekk vel. Ég hef gott fólk í kringum mig og móðir mín hafði líka verið veik í langan tíma. Það var gott að hún fékk sína hvíld,“ sagði Þórir. Það kom aldrei til greina hjá honum að fara í leyfi og sleppa Evrópumótinu. „Það kom ekki til greina. Ég hafði undirbúið mig svo lengi fyrir þetta mót. Ég fékk fullan stuðning frá öllum á Íslandi sem og öllum hér úti“ sagði Þórir. Handbolti Tengdar fréttir Þórir lætur EHF heyra það Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, nýtti blaðamannafund sinn á EM í gær til þess að gagnrýna Handknattleikssamband Evrópu, EHF. 15. desember 2016 23:00 Þórir kominn með norska liðið í úrslit Kvennalandslið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM í handbolta. Liðið lagði þá Frakkland, 20-16, í undanúrslitum. 16. desember 2016 21:15 Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26 Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Þórir Hergeirsson mætir í kvöld með norska kvennalandsliðið í níunda undanúrslitaleikinn á síðustu tíu stórmótum. Sex sinnum hafa stelpurnar hans komist í úrslitaleikinn og fimm sinnum hefur liðið orðið meistari. 16. desember 2016 06:30 Þórir er í guðatölu í Noregi Norska kvennalandsliðið tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta voru sjöttu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris. 19. desember 2016 08:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. Norska liðið vann alla átta leiki sína á mótinu og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með sigri á Hollandi í gær. Þórir var að vinna sitt tíunda gull með norska kvennalandsliðinu þar af sitt sjötta sem aðalþjálfari.Verdens Gang sagði frá móðurmissirunum en Þórir ákvað að láta þetta trufla liðið sem minnst á meðan Evrópumótinu stóð. Hann einbeitti sér að því að ná sem lengst með norska liðið og tókst að gera norsku stelpurnar að Evrópumeisturum í þriðja sinn frá því að hann tók við liðinu 2009. Þórir ákvað að það væri best í stöðunni að segja ekki opinberlega frá því að hann hefði misst móður sína. „Móðir mín hefði ekki viljað það. Ég sagði ekki frá því af virðingu við hana. Núna er ég bara að fara heim í jarðaförina. það er næst á dagskrá,“ sagði Þórir við VG. Þórir flýgur heim til Íslands á morgun. Hvernig var það fyrir Þórir að vinna undir þessum erfiðu aðstæðum? „Það gekk vel. Ég hef gott fólk í kringum mig og móðir mín hafði líka verið veik í langan tíma. Það var gott að hún fékk sína hvíld,“ sagði Þórir. Það kom aldrei til greina hjá honum að fara í leyfi og sleppa Evrópumótinu. „Það kom ekki til greina. Ég hafði undirbúið mig svo lengi fyrir þetta mót. Ég fékk fullan stuðning frá öllum á Íslandi sem og öllum hér úti“ sagði Þórir.
Handbolti Tengdar fréttir Þórir lætur EHF heyra það Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, nýtti blaðamannafund sinn á EM í gær til þess að gagnrýna Handknattleikssamband Evrópu, EHF. 15. desember 2016 23:00 Þórir kominn með norska liðið í úrslit Kvennalandslið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM í handbolta. Liðið lagði þá Frakkland, 20-16, í undanúrslitum. 16. desember 2016 21:15 Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26 Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Þórir Hergeirsson mætir í kvöld með norska kvennalandsliðið í níunda undanúrslitaleikinn á síðustu tíu stórmótum. Sex sinnum hafa stelpurnar hans komist í úrslitaleikinn og fimm sinnum hefur liðið orðið meistari. 16. desember 2016 06:30 Þórir er í guðatölu í Noregi Norska kvennalandsliðið tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta voru sjöttu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris. 19. desember 2016 08:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Þórir lætur EHF heyra það Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, nýtti blaðamannafund sinn á EM í gær til þess að gagnrýna Handknattleikssamband Evrópu, EHF. 15. desember 2016 23:00
Þórir kominn með norska liðið í úrslit Kvennalandslið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM í handbolta. Liðið lagði þá Frakkland, 20-16, í undanúrslitum. 16. desember 2016 21:15
Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26
Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Þórir Hergeirsson mætir í kvöld með norska kvennalandsliðið í níunda undanúrslitaleikinn á síðustu tíu stórmótum. Sex sinnum hafa stelpurnar hans komist í úrslitaleikinn og fimm sinnum hefur liðið orðið meistari. 16. desember 2016 06:30
Þórir er í guðatölu í Noregi Norska kvennalandsliðið tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta voru sjöttu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris. 19. desember 2016 08:30