Austfirðingar argir: „Ég vil örvhentan veðurfræðing“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2016 13:18 Hvernig viðrar fyrir austan? Skjáskot Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira