Guðni með í gríninu sem allir eru að hneykslast á Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2016 14:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, telur að fólk sé að gera veður úr engu enda hafi forsetinn verið með í ráðum. Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“ Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“
Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58
Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06