Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást! Aileen Soffía Svensdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson skrifar 3. desember 2016 07:00 Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar