Snoðar sig ef næst að safna tveimur milljónum Guðný Hrönn skrifar 3. desember 2016 14:07 Áhugasamir geta fylgst með Ernu á ernuland á Snapchat. Fyrir fjórum árum ákvað Erna Krist ín að raka af sér allt hárið til styrktar bágstöddum börnum í Kenía. Verkefnið gekk vel og hún náði að safna rúmum 600.000 krónum. Erna er komin með síða hárið sitt aftur en það fær líka að fjúka á næstunni, núna til styrktar börnum í Nígeríu. „Ég náði þessum rúmu 600.000 krónum sem einhver lilla á Selfossi, þannig að ég fór að hugsa um upphæðina sem ég gæti þá náð núna, þegar tengslanetið er orðið mun stærra,“ útskýrir Erna sem hefur vakið töluverða athygli fyrir hönnun sína, pistla og á Snapchat. Erna hafði hugsað sér að gera eitthvað annað en að raka af sér hárið í þetta sinn. „Ég leitaði að nýjum hugmyndum en þegar upp er staðið þá veit ég bara hversu mikla athygli þetta vekur. Og ég held að þetta verði meira áberandi núna, þar sem ég er að gera þetta í annað sinn,“ segir Erna sem stefnir á að ná tveimur milljónum innan ákveðins tímaramma.Erna hefur áður snoðað sig.„Við erum ekki komin með neitt ákveðið „deadline“ en ef takmarkið næst þá fer hárið af og allir geta fengið að fylgjast með, hvort sem það verður í gegnum Snapchat eða eitthvað annað. Ég er vongóð um að markmiðið náist.“ Eins og áður sagði mun upphæð- in renna til barna í Nígeríu. „Það deyja um 200 ungbörn á dag vegna næringarskorts. Og þessi upphæð sem við erum að stefna á getur bjargað rúmlega 200 börnum, svo þau geti lifað áfram. Þetta er mjög öfgakennt ástand. Mér finnst ég bera ábyrgð, ég veit ég get gert eitthvað og þá finnst mér fáránlegt að gera það ekki.“ Erna hefur mikla ástríðu fyrir góðgerðarmálum og finnst mikilvægt að leggja sitt af mörkum. Hún segir hafa verið erfitt að velja málefni til að styrkja. „Já, rosalega erfitt. En við völdum þetta í sameiningu, við Unicef. Þau verða mínar klappstýrur á hliðarlínunni. Miðað við hvað aðrir segja þá púllaði ég þetta bara ágætlega,“ segir Erna og hlær aðspurð hvernig henni hafi fundist að vera snoðuð á sínum tíma. „Þetta var þægilegt en ég man að ég fór á svona tímabil þar sem mér fannst ég ekki vera ég sjálf. Þetta er alveg erfitt og ég finn alveg fyrir smá stressi núna. En þetta var gaman líka. Það besta var þó að gefa þessa gjöf, því fylgdi einhver ný tilfinning sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Þetta var alveg magnað,“ segir Erna. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta sent SMS-ið BARN í númerið 1900 og gefið þannig 1.000 krónur í söfnunina. Þá er einnig hægt að styrkja með því að leggja inn á reikninginn 701-26-102050 (kt. 481203-2950). Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
Fyrir fjórum árum ákvað Erna Krist ín að raka af sér allt hárið til styrktar bágstöddum börnum í Kenía. Verkefnið gekk vel og hún náði að safna rúmum 600.000 krónum. Erna er komin með síða hárið sitt aftur en það fær líka að fjúka á næstunni, núna til styrktar börnum í Nígeríu. „Ég náði þessum rúmu 600.000 krónum sem einhver lilla á Selfossi, þannig að ég fór að hugsa um upphæðina sem ég gæti þá náð núna, þegar tengslanetið er orðið mun stærra,“ útskýrir Erna sem hefur vakið töluverða athygli fyrir hönnun sína, pistla og á Snapchat. Erna hafði hugsað sér að gera eitthvað annað en að raka af sér hárið í þetta sinn. „Ég leitaði að nýjum hugmyndum en þegar upp er staðið þá veit ég bara hversu mikla athygli þetta vekur. Og ég held að þetta verði meira áberandi núna, þar sem ég er að gera þetta í annað sinn,“ segir Erna sem stefnir á að ná tveimur milljónum innan ákveðins tímaramma.Erna hefur áður snoðað sig.„Við erum ekki komin með neitt ákveðið „deadline“ en ef takmarkið næst þá fer hárið af og allir geta fengið að fylgjast með, hvort sem það verður í gegnum Snapchat eða eitthvað annað. Ég er vongóð um að markmiðið náist.“ Eins og áður sagði mun upphæð- in renna til barna í Nígeríu. „Það deyja um 200 ungbörn á dag vegna næringarskorts. Og þessi upphæð sem við erum að stefna á getur bjargað rúmlega 200 börnum, svo þau geti lifað áfram. Þetta er mjög öfgakennt ástand. Mér finnst ég bera ábyrgð, ég veit ég get gert eitthvað og þá finnst mér fáránlegt að gera það ekki.“ Erna hefur mikla ástríðu fyrir góðgerðarmálum og finnst mikilvægt að leggja sitt af mörkum. Hún segir hafa verið erfitt að velja málefni til að styrkja. „Já, rosalega erfitt. En við völdum þetta í sameiningu, við Unicef. Þau verða mínar klappstýrur á hliðarlínunni. Miðað við hvað aðrir segja þá púllaði ég þetta bara ágætlega,“ segir Erna og hlær aðspurð hvernig henni hafi fundist að vera snoðuð á sínum tíma. „Þetta var þægilegt en ég man að ég fór á svona tímabil þar sem mér fannst ég ekki vera ég sjálf. Þetta er alveg erfitt og ég finn alveg fyrir smá stressi núna. En þetta var gaman líka. Það besta var þó að gefa þessa gjöf, því fylgdi einhver ný tilfinning sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Þetta var alveg magnað,“ segir Erna. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta sent SMS-ið BARN í númerið 1900 og gefið þannig 1.000 krónur í söfnunina. Þá er einnig hægt að styrkja með því að leggja inn á reikninginn 701-26-102050 (kt. 481203-2950).
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning