Áreynslulaust og skemmtilega kærulaust Starri Freyr Jónsson skrifar 3. desember 2016 14:40 Meðlimir Kroniku koma úr ýmsum áttum. Hljómsveitin Kronika heldur útgáfutónleika í kvöld á Húrra í Reykjavík en fyrsta plata sveitarinnar, Tinnitus Forte, kom út fyrir stuttu síðan. Meðlimir Kroniku koma úr ólíkum áttum sem setur svo sannarlega svip á lög sveitarinnar sem er skemmtilegur bræðingur þyngra rokks og rapps. Söngkona Kroniku er Tinna Sverrisdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra, og með henni eru þrír fullvaxta karlmenn eins og hún orðar það sjálf, þeir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, Birgir Jónsson, trommuleikari Dimmu og Guðmundur Stefán Þorvaldsson, gítarleikari Sunnyside Road. Snæbjörn, eða Bibbi eins og hann er kallaður, á heiðurinn af hugmyndinni bak við bandið að sögn Tinnu og sópaði meðlimum saman úr ólíkum áttum. „Ég var t.d. stödd í Víetnam þegar ég frétti að ég væri orðin aðalsöngkonan í nýju íslensku rokkbandi. Lífið hefur líklega aldrei verið jafn fyndið og óvænt eins og á því augnabliki. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um enda segir maður ekkert annað en já þegar Snæbjörn kemur með hugmyndir sem slíkar, meistarasnillingurinn sem hann er.“Unnið hratt Hópurinn hittist fyrst á æfingu í ágúst með það eina markmið að gera það sem þau elska mest og gera það vel segir Tinna. „Upp frá því fóru hjólin að snúast á ógnarhraða og tveimur mánuðum síðar var fyrsta platan okkar Tinnitus Forte tilbúin.“ Flest laganna urðu til á æfingum að sögn Tinnu, þar sem strákarnir mættu með riff en hún bætti ofan á textum og melódíum. „Flestir textarnir fæddust í æfingarhúsnæðinu okkar þar sem þeir lágu yfir lögunum á meðan ég dritaði orðum og tilfinningum á blað. Svo var bara talið í og lögin fengu að finna sína eigin leið þar til við vorum öll sátt. Ferlið í heild sinni var allt mjög áreynslulaust og skemmtilega kærulaust. Þegar sex lög voru tilbúin kom upp sú hugmynd að skella í plötu. Viku síðar vorum við komin með plötusamning hjá Smekkleysu og mætt upp í Hljóðverk til Einars Vilbergs í upptökur á átta laga plötu.“Eins og gott partí Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn meðlima sveitarinnar gengu upptökurnar alveg fáránlega vel að hennar sögn. „Platan var tekin upp á viku og við vorum yfirleitt öll saman í stúdíóinu. Fyrir mér var þetta miklu meira eins og gott partý með góðum vinum heldur en nokkurntíma vinna.“ Sem fyrr segir koma meðlimir úr ólíkum áttum tónlistarlega séð en Tinna segir það einmitt gera samstarfið svo skemmtilegt og spennandi. „Aldrei í lífinu hefði ég ímyndað mér að enda í rokkhljómsveit með tveimur jötnum og einum álfi. Við sækjum mest af innblæstri okkar í hvert annað þar sem við komum frá mjög ólíkum áttum og reynsluheimi. Ég kem úr rappheiminum, Biggi og Bibbi úr rokkinu og svo Gummi úr ögn krúttaðri átt. Auðvitað sprettur svo innblástur líka alltaf frá þeim stað sem við erum á í lífinu hverju sinni. Ég var t.d. í ástarsorg við gerð plötunnar og það hefur auðvitað sitt að segja. Ég er ekki frá því að ástarsorg sé besta olían á eld skáldskapargyðjunnar.Góðar viðtökur Sveitin kom fyrst fram á tónleikum um miðjan október, daginn eftir útgáfu plötunnar Tinnitus Forte auk þess sem samnefnt lag fór í spilun um svipað leyti. „Við spiluðum á fimm tónleikum á þremur dögum fyrir u.þ.b. 1.000 manns. Við hituðum upp fyrir Skálmöld, bæði á Græna Hattinum fyrir norðan og svo á Gauknum í Reykjavík. Viðtökurnar hafa verið vonum framar, bæði myndaðist ofboðslega góð stemning á öllum tónleikunum og svo fengum við frábæra plötudóma frá Arnari Eggerti og Andreu Jóns á Rás 2. Við erum ekkert nema stútfull af þakklæti fyrir þann meðbyr sem við höfum fengið hingað til.“Spáir trylltri stemningu Og hún er svo sannarlega spennt fyrir útgáfutónleikunum í kvöld. „Það má búast við trylltri stemningu, töfrum og temmilega mikið af svita. Ef hægt væri að virkja svitann sem kemur út úr kroppnum á Bibba á einu giggi gætum við borgað rafmagnsreikning Húrra á einu bretti. Framundan hjá okkur eru fleiri tónleikar og svo erum við ótrúlega spennt að semja meira efni saman fyrir komandi gigg. Það er ekkert eðlilega gaman að standa á sviði með þessum sjarmatröllum.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21 á Húrra og hljómveitin Himbrimi hitar upp. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Hlusta má á nýju plötuna, Tinnitus Forte, á Spotify og fylgjast með nýjustu fréttum og tónleikum á Facebook. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Hljómsveitin Kronika heldur útgáfutónleika í kvöld á Húrra í Reykjavík en fyrsta plata sveitarinnar, Tinnitus Forte, kom út fyrir stuttu síðan. Meðlimir Kroniku koma úr ólíkum áttum sem setur svo sannarlega svip á lög sveitarinnar sem er skemmtilegur bræðingur þyngra rokks og rapps. Söngkona Kroniku er Tinna Sverrisdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra, og með henni eru þrír fullvaxta karlmenn eins og hún orðar það sjálf, þeir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, Birgir Jónsson, trommuleikari Dimmu og Guðmundur Stefán Þorvaldsson, gítarleikari Sunnyside Road. Snæbjörn, eða Bibbi eins og hann er kallaður, á heiðurinn af hugmyndinni bak við bandið að sögn Tinnu og sópaði meðlimum saman úr ólíkum áttum. „Ég var t.d. stödd í Víetnam þegar ég frétti að ég væri orðin aðalsöngkonan í nýju íslensku rokkbandi. Lífið hefur líklega aldrei verið jafn fyndið og óvænt eins og á því augnabliki. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um enda segir maður ekkert annað en já þegar Snæbjörn kemur með hugmyndir sem slíkar, meistarasnillingurinn sem hann er.“Unnið hratt Hópurinn hittist fyrst á æfingu í ágúst með það eina markmið að gera það sem þau elska mest og gera það vel segir Tinna. „Upp frá því fóru hjólin að snúast á ógnarhraða og tveimur mánuðum síðar var fyrsta platan okkar Tinnitus Forte tilbúin.“ Flest laganna urðu til á æfingum að sögn Tinnu, þar sem strákarnir mættu með riff en hún bætti ofan á textum og melódíum. „Flestir textarnir fæddust í æfingarhúsnæðinu okkar þar sem þeir lágu yfir lögunum á meðan ég dritaði orðum og tilfinningum á blað. Svo var bara talið í og lögin fengu að finna sína eigin leið þar til við vorum öll sátt. Ferlið í heild sinni var allt mjög áreynslulaust og skemmtilega kærulaust. Þegar sex lög voru tilbúin kom upp sú hugmynd að skella í plötu. Viku síðar vorum við komin með plötusamning hjá Smekkleysu og mætt upp í Hljóðverk til Einars Vilbergs í upptökur á átta laga plötu.“Eins og gott partí Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn meðlima sveitarinnar gengu upptökurnar alveg fáránlega vel að hennar sögn. „Platan var tekin upp á viku og við vorum yfirleitt öll saman í stúdíóinu. Fyrir mér var þetta miklu meira eins og gott partý með góðum vinum heldur en nokkurntíma vinna.“ Sem fyrr segir koma meðlimir úr ólíkum áttum tónlistarlega séð en Tinna segir það einmitt gera samstarfið svo skemmtilegt og spennandi. „Aldrei í lífinu hefði ég ímyndað mér að enda í rokkhljómsveit með tveimur jötnum og einum álfi. Við sækjum mest af innblæstri okkar í hvert annað þar sem við komum frá mjög ólíkum áttum og reynsluheimi. Ég kem úr rappheiminum, Biggi og Bibbi úr rokkinu og svo Gummi úr ögn krúttaðri átt. Auðvitað sprettur svo innblástur líka alltaf frá þeim stað sem við erum á í lífinu hverju sinni. Ég var t.d. í ástarsorg við gerð plötunnar og það hefur auðvitað sitt að segja. Ég er ekki frá því að ástarsorg sé besta olían á eld skáldskapargyðjunnar.Góðar viðtökur Sveitin kom fyrst fram á tónleikum um miðjan október, daginn eftir útgáfu plötunnar Tinnitus Forte auk þess sem samnefnt lag fór í spilun um svipað leyti. „Við spiluðum á fimm tónleikum á þremur dögum fyrir u.þ.b. 1.000 manns. Við hituðum upp fyrir Skálmöld, bæði á Græna Hattinum fyrir norðan og svo á Gauknum í Reykjavík. Viðtökurnar hafa verið vonum framar, bæði myndaðist ofboðslega góð stemning á öllum tónleikunum og svo fengum við frábæra plötudóma frá Arnari Eggerti og Andreu Jóns á Rás 2. Við erum ekkert nema stútfull af þakklæti fyrir þann meðbyr sem við höfum fengið hingað til.“Spáir trylltri stemningu Og hún er svo sannarlega spennt fyrir útgáfutónleikunum í kvöld. „Það má búast við trylltri stemningu, töfrum og temmilega mikið af svita. Ef hægt væri að virkja svitann sem kemur út úr kroppnum á Bibba á einu giggi gætum við borgað rafmagnsreikning Húrra á einu bretti. Framundan hjá okkur eru fleiri tónleikar og svo erum við ótrúlega spennt að semja meira efni saman fyrir komandi gigg. Það er ekkert eðlilega gaman að standa á sviði með þessum sjarmatröllum.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21 á Húrra og hljómveitin Himbrimi hitar upp. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Hlusta má á nýju plötuna, Tinnitus Forte, á Spotify og fylgjast með nýjustu fréttum og tónleikum á Facebook.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira