Ólíklegt að gerðar verði róttækar breytingar á fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 13:14 Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira