Ólíklegt að gerðar verði róttækar breytingar á fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 13:14 Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira