Mikill vilji til að sameina sveitarfélög Snærós Sindradóttir skrifar 6. desember 2016 07:00 Alls eru 74 sveitarfélög á Íslandi. Í því fámennasta, Árneshreppi, búa 54. „Við söknum þess að það sé ekkert frumvæði í ráðuneytinu og að þessi mál séu ekki sett á oddinn hjá stjórnmálaflokkum og þessi umræða tekin,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, um sameiningu sveitarfélaga. Í gær greindi Fréttablaðið frá tillögum Samtaka atvinnulífsins um að fækka megi sveitarfélögum úr 74 í níu stór sveitarfélög.Ólöf Nordal innanríkisráðherraRegína tekur tillögum SA fagnandi og hefur sjálf talað fyrir sameiningu. „Það eru gríðarlegir fjármunir að fara í sameiginlegan kostnað svo sem nefndarkostnað og kostnað vegna yfirstjórnar. Ég held að við getum gert betur og sett meiri pening í þjónustuna ef við höfum færri og sterkari sveitarfélög.“ Tilhneiging margra minni sveitarfélaganna hefur þó verið að lýsa yfir andstöðu við sameiningu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að innan ráðuneytisins hafi verið umræða um sameiningu allt kjörtímabilið. „Það er alltaf þessi spurning um hvort það eigi að þvinga sveitarfélögin til sameiningar eða ekki. Við höfum verið þeirrar skoðunar að þetta þurfi að gerast að þeirra frumkvæði. Það sé ríkisins að ýta undir það þegar menn sjá hag sinn í sameiningu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri AkranessÍ Fréttablaðinu í gær kom til dæmis fram að enginn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga sé festur í lög. Í Danmörku voru sett lög um að íbúafjöldi sveitarfélaga yrði að lágmarki 20 þúsund íbúar og þannig var minni sveitarfélögum gert að sameinast. Innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur þessi aðferð til að mynda verið rædd. „Það er ekki verið að undirbúa nein lagafrumvörp um þetta. Mér finnst mikilvægt að þetta sé samtal á milli sveitarstjórnarstigsins og ríkisins. En þvingun er ekki skynsamleg. Það endar með því að það geta orðið árekstrar sem er ekki æskilegt,“ segir Ólöf. Hún fagnar þó tillögum SA inn í umræðuna og segir áhugavert sjónarmið að fækka sveitarfélögunum jafn mikið og þær gera ráð fyrir.Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri VopnafjarðarÓlafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, tekur sömuleiðis jákvætt í tillögurnar. „En þetta kallar á viðhorfsbreytingu í stjórnkerfinu. Ríkið þarf að færa verkefni til sveitarfélaganna því við megum ekki bara sameina sveitarfélög til að veikja þau.“ Hann nefnir sem dæmi að við hagræðingu og samþjöppun sé líklegt að einhver störf sérfræðinga glatist. „Þá þurfum við að fá eitthvað á móti til að halda fjölbreytni í þessum samfélögum. Ef ríkið kæmi rausnarlega á móti með því að flytja störf til sveitarfélaganna sem kalla á að fólk sé með ákveðna menntun. Það er það sem okkur vantar úti á landi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir SA vilja fækka sveitarfélögum úr 74 í 9 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, undrast tillögur Samtaka atvinnulífsins í átt til meiri miðstýringar. Hann segist þó jákvæður gagnvart því að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna. 5. desember 2016 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við söknum þess að það sé ekkert frumvæði í ráðuneytinu og að þessi mál séu ekki sett á oddinn hjá stjórnmálaflokkum og þessi umræða tekin,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, um sameiningu sveitarfélaga. Í gær greindi Fréttablaðið frá tillögum Samtaka atvinnulífsins um að fækka megi sveitarfélögum úr 74 í níu stór sveitarfélög.Ólöf Nordal innanríkisráðherraRegína tekur tillögum SA fagnandi og hefur sjálf talað fyrir sameiningu. „Það eru gríðarlegir fjármunir að fara í sameiginlegan kostnað svo sem nefndarkostnað og kostnað vegna yfirstjórnar. Ég held að við getum gert betur og sett meiri pening í þjónustuna ef við höfum færri og sterkari sveitarfélög.“ Tilhneiging margra minni sveitarfélaganna hefur þó verið að lýsa yfir andstöðu við sameiningu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að innan ráðuneytisins hafi verið umræða um sameiningu allt kjörtímabilið. „Það er alltaf þessi spurning um hvort það eigi að þvinga sveitarfélögin til sameiningar eða ekki. Við höfum verið þeirrar skoðunar að þetta þurfi að gerast að þeirra frumkvæði. Það sé ríkisins að ýta undir það þegar menn sjá hag sinn í sameiningu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri AkranessÍ Fréttablaðinu í gær kom til dæmis fram að enginn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga sé festur í lög. Í Danmörku voru sett lög um að íbúafjöldi sveitarfélaga yrði að lágmarki 20 þúsund íbúar og þannig var minni sveitarfélögum gert að sameinast. Innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur þessi aðferð til að mynda verið rædd. „Það er ekki verið að undirbúa nein lagafrumvörp um þetta. Mér finnst mikilvægt að þetta sé samtal á milli sveitarstjórnarstigsins og ríkisins. En þvingun er ekki skynsamleg. Það endar með því að það geta orðið árekstrar sem er ekki æskilegt,“ segir Ólöf. Hún fagnar þó tillögum SA inn í umræðuna og segir áhugavert sjónarmið að fækka sveitarfélögunum jafn mikið og þær gera ráð fyrir.Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri VopnafjarðarÓlafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, tekur sömuleiðis jákvætt í tillögurnar. „En þetta kallar á viðhorfsbreytingu í stjórnkerfinu. Ríkið þarf að færa verkefni til sveitarfélaganna því við megum ekki bara sameina sveitarfélög til að veikja þau.“ Hann nefnir sem dæmi að við hagræðingu og samþjöppun sé líklegt að einhver störf sérfræðinga glatist. „Þá þurfum við að fá eitthvað á móti til að halda fjölbreytni í þessum samfélögum. Ef ríkið kæmi rausnarlega á móti með því að flytja störf til sveitarfélaganna sem kalla á að fólk sé með ákveðna menntun. Það er það sem okkur vantar úti á landi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir SA vilja fækka sveitarfélögum úr 74 í 9 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, undrast tillögur Samtaka atvinnulífsins í átt til meiri miðstýringar. Hann segist þó jákvæður gagnvart því að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna. 5. desember 2016 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
SA vilja fækka sveitarfélögum úr 74 í 9 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, undrast tillögur Samtaka atvinnulífsins í átt til meiri miðstýringar. Hann segist þó jákvæður gagnvart því að ná fram meiri hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna. 5. desember 2016 06:00