Hleypt úr Tjörninni vegna framkvæmda Svavar Hávarðsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Þorfinnstjörn stendur vart undir nafni þessa dagana - hún er manngerð. vísir/vilhelm Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Glöggir vegfarendur við Reykjavíkurtjörn hafa án efa tekið eftir því að yfirborð Tjarnarinnar hefur verið sýnilegra lægra en menn eiga að venjast síðustu daga, og sérstaklega hefur þetta þótt athyglisvert í því ljósi að það hefur rignt nánast linnulaust á Suðvesturhorni landsins frá því í september. Allt á þetta sér skýringar en verið er að gera við hlaðinn kant við Tjarnargötu og því reyndist nauðsynlegt að lækka yfirborð Tjarnarinnar tímabundið á meðan.vísir/vilhelmByrjað var að hleypa úr Tjörninni fyrir helgi og gert er ráð fyrir að endurhleðslu ljúki í næstu viku, en kaflinn sem er gert við er 35 metra langur við steinbryggjuna sem gengur út í vatnið frá Tjarnargötunni og margir þekkja. „Þá setjum við tappann í aftur. Við biðjum svani og endur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessum framkvæmdum hefur stafað,“ segir í stuttri færslu á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Þó yfirborð Tjarnarinnar sjálfrar hafi sýnilega lækkað eru áhrif þessa greinilegust við suðurenda hennar eða í svokallaðri Þorfinnstjörn – en hólminn er þar á þurru. Nafngiftin á víst rætur að rekja til þess að styttan af Þorfinni karlsefni stóð í hólmanum um skeið.vísir/vilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var tækifærið notað í veðurblíðunni til að ráðast í verkið. Tjörnin í Reykjavík er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1200 árum og varð smám saman að ferskvatnstjörn fyrir tilstilli grunnvatnsstrauma úr Vatnsmýri. Tjörnin og Vatnsmýrin voru sett á Náttúruminjaskrá 1981 og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Friðlandið er nú umlukið síkjum og um það liggja göngustígar sem eru opnir vegfarendum utan varptíma. Í Friðlandinu er að finna 83 tegundir háplantna, m.a. gróður sem er einkennandi fyrir íslensk votlendi svo sem mýrastör, gulstör, hálmgresi, horblaðka og hófsóley. Margvísleg smádýr finnast í tjörninni svo sem krabbaflær, árfætlur, ánar, rykmýslirfur, vatnabobbi og hornsíli. Fuglalífið við Tjörnina hefur verið friðað frá 1919 en fram að því hafði svæðið verið vinsælt meðal skotveiðimanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira