Tómas fékk fjallgönguæði og hefur misst 30 kíló: „Var of feitur og andlega þreyttur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 10:30 Tómas Meyer hefur algjörlega breytt um lífstíl. „Ég var of feitur og andlega þreyttur. Pirraður enda meðvitaður um sjálfan mig þó svo ég hafi staðið í þeirri trú að þetta væri bara allt í lagi,“ segir hinn 42 ára Tómas Meyer sem ákvað fyrir rúmlega ári síðan að breyta um lífstíl. Núna hefur hann gengið 82 sinnum á fjöll og fer reglulega í líkamsrækt. Hann hefur í kjölfarið misst töluvert magn af kílóum og er í raun gjörbreyttur í útliti. „Ég var orðinn þreyttur á að hlusta á fólk vera að benda mér góðfúslega að ég ætti kannski að fara að gera eitthvað í mínum málum. Fannst þetta bara ekkert vera þeirra mál en sem betur fer þá síaðist þetta inn og ferlið hófst fyrir alvöru og ég hefði mátt byrja miklu fyrr og ég veit það.“ Tómas segir að botninum hafi verið náð þegar hann passaði ekki lengur í fötin sín. „Ég ákvað þá að stíga á vigtina og sjá hvar ég stæði enda verið með ofnæmi fyrir baðvigt og ekki farið á þannig tæki í mörg ár. Ég var að nota stór númer og þurfti stærra. Þarna var komið ákveðið hugsun í gang hjá mér en ég byrjaði samt ekki strax gera eitthvað í þessu. Þetta hófst allt 7. október 2015. Ég var nýkominn heim úr vinnu og settist fyrir framan sjónvarpið þar sem þáttur var að byrja með Nágrönnum. Fyrsta atriðið í þessum þætti var fólk á öllum aldri í sundlaug. Ég tók eftir hvað allt þetta fólk var vel á sig komið og áður en atriðinu lauk var ég búinn að slökkva á sjónvarpinu og ná í æfingafötin og lagður af stað í ræktina.“ Tómas segist hafa tekið mynd á Snapchat sem stóð á 1/300. „Þetta átti að vera fyrsti dagur af 300 og svo sjáum við til með hvar ég myndi standa eftir það. Ég tók þetta föstum tökum strax frá byrjun. Fékk tvo einkaþjálfara til að fara yfir þetta með mér,“ segir Tómas og þakkar í leiðinni þeim Guðmundi Ágústssyni og Hilmari Erlendssyni.Hefur farið í 82 fjallgöngur síðan í maí.„Orkan var nánast bara vinnutíminn en er núna svo miklu meiri. Líðan mín er mjög góð. Úthaldið er gott og öll andleg hugsun er allt önnur og betri. Maður er jákvæður og ég hlakka til þess sem bíður. Ég veit líka hvernig staðan á mér var og þangað langar mig ekkert aftur. Ég er til dæmis byrjaður að dæma handbolta eftir fimmtán ára fjarveru. Var á sínum tíma í efstu deild en núna er ég allavega byrjaður aftur og hef gaman af þó svo ég sé bara að flauta hjá unglingaflokkum upp í Kaplakrika, við sjáum hvað setur með það. Svo er gítarinn minn kominn í rétta stöðu þegar ég er með hann, ekki á hlið eða tvo metrar fyrir framan,“ segir Tómas og hlær. Hann segir að mynd á Facebook hafi hvatt hann áfram. „Það hafði mjög mikil áhrif að þegar ég var búinn að gera þetta í sjö mánuði setti ég innslag á Facebook og myndir og viðbrögðin voru svo góð og hvetjandi og þegar eitt ár var liðið gerði ég það einnig og öll þessi hlýu orð og hvatning jók bara áhuga minn að gera enn betur og vill ég þakka þessu fólki kærlega fyrir, því þau höfðu áhrif.“Þvílík breyting.Tómas segist ætla halda þessum lífstíl áfram. „Svo hefur maður aðstoðað fólk sem hefur komið á máli við mig og vilja gera það sama. Það eitt gefur meira en nokkuð annað. Ég er engin fræðimaður í þessu eða fagmaður en ég hef reynslu af sjálfum mér og ef það nýtist fólki þá er ég sáttur. Ég ráðlegg fólki bara að setja sér markmið, skrifa þau niður og fara eftir þeim. Setja sér svo ný eftir ákveðin tíma en að allt sé í sömu átt. Taka öllum ráðum með fyrirvara en prófa þau því það er ekki ein regla fyrir allt og við erum mismunandi.“ Tómas hefur lést um þrjátíu kíló og bætt töluvert af vöðvamassa á sig. Hann var 135 kíló og er í dag 105. „Ég tel mig vera góðan þegar ég næ í tveggja stafa tölu og það er mjög stutt í það. Ég hef tvisvar þurft að taka til í fataskápnum mínum og gefa föt frá mér. Ég kalla það nú bara lúxusvandamál.“ Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég var of feitur og andlega þreyttur. Pirraður enda meðvitaður um sjálfan mig þó svo ég hafi staðið í þeirri trú að þetta væri bara allt í lagi,“ segir hinn 42 ára Tómas Meyer sem ákvað fyrir rúmlega ári síðan að breyta um lífstíl. Núna hefur hann gengið 82 sinnum á fjöll og fer reglulega í líkamsrækt. Hann hefur í kjölfarið misst töluvert magn af kílóum og er í raun gjörbreyttur í útliti. „Ég var orðinn þreyttur á að hlusta á fólk vera að benda mér góðfúslega að ég ætti kannski að fara að gera eitthvað í mínum málum. Fannst þetta bara ekkert vera þeirra mál en sem betur fer þá síaðist þetta inn og ferlið hófst fyrir alvöru og ég hefði mátt byrja miklu fyrr og ég veit það.“ Tómas segir að botninum hafi verið náð þegar hann passaði ekki lengur í fötin sín. „Ég ákvað þá að stíga á vigtina og sjá hvar ég stæði enda verið með ofnæmi fyrir baðvigt og ekki farið á þannig tæki í mörg ár. Ég var að nota stór númer og þurfti stærra. Þarna var komið ákveðið hugsun í gang hjá mér en ég byrjaði samt ekki strax gera eitthvað í þessu. Þetta hófst allt 7. október 2015. Ég var nýkominn heim úr vinnu og settist fyrir framan sjónvarpið þar sem þáttur var að byrja með Nágrönnum. Fyrsta atriðið í þessum þætti var fólk á öllum aldri í sundlaug. Ég tók eftir hvað allt þetta fólk var vel á sig komið og áður en atriðinu lauk var ég búinn að slökkva á sjónvarpinu og ná í æfingafötin og lagður af stað í ræktina.“ Tómas segist hafa tekið mynd á Snapchat sem stóð á 1/300. „Þetta átti að vera fyrsti dagur af 300 og svo sjáum við til með hvar ég myndi standa eftir það. Ég tók þetta föstum tökum strax frá byrjun. Fékk tvo einkaþjálfara til að fara yfir þetta með mér,“ segir Tómas og þakkar í leiðinni þeim Guðmundi Ágústssyni og Hilmari Erlendssyni.Hefur farið í 82 fjallgöngur síðan í maí.„Orkan var nánast bara vinnutíminn en er núna svo miklu meiri. Líðan mín er mjög góð. Úthaldið er gott og öll andleg hugsun er allt önnur og betri. Maður er jákvæður og ég hlakka til þess sem bíður. Ég veit líka hvernig staðan á mér var og þangað langar mig ekkert aftur. Ég er til dæmis byrjaður að dæma handbolta eftir fimmtán ára fjarveru. Var á sínum tíma í efstu deild en núna er ég allavega byrjaður aftur og hef gaman af þó svo ég sé bara að flauta hjá unglingaflokkum upp í Kaplakrika, við sjáum hvað setur með það. Svo er gítarinn minn kominn í rétta stöðu þegar ég er með hann, ekki á hlið eða tvo metrar fyrir framan,“ segir Tómas og hlær. Hann segir að mynd á Facebook hafi hvatt hann áfram. „Það hafði mjög mikil áhrif að þegar ég var búinn að gera þetta í sjö mánuði setti ég innslag á Facebook og myndir og viðbrögðin voru svo góð og hvetjandi og þegar eitt ár var liðið gerði ég það einnig og öll þessi hlýu orð og hvatning jók bara áhuga minn að gera enn betur og vill ég þakka þessu fólki kærlega fyrir, því þau höfðu áhrif.“Þvílík breyting.Tómas segist ætla halda þessum lífstíl áfram. „Svo hefur maður aðstoðað fólk sem hefur komið á máli við mig og vilja gera það sama. Það eitt gefur meira en nokkuð annað. Ég er engin fræðimaður í þessu eða fagmaður en ég hef reynslu af sjálfum mér og ef það nýtist fólki þá er ég sáttur. Ég ráðlegg fólki bara að setja sér markmið, skrifa þau niður og fara eftir þeim. Setja sér svo ný eftir ákveðin tíma en að allt sé í sömu átt. Taka öllum ráðum með fyrirvara en prófa þau því það er ekki ein regla fyrir allt og við erum mismunandi.“ Tómas hefur lést um þrjátíu kíló og bætt töluvert af vöðvamassa á sig. Hann var 135 kíló og er í dag 105. „Ég tel mig vera góðan þegar ég næ í tveggja stafa tölu og það er mjög stutt í það. Ég hef tvisvar þurft að taka til í fataskápnum mínum og gefa föt frá mér. Ég kalla það nú bara lúxusvandamál.“
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning