Hrútalykt á fundi Lilju í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Alfreðsdóttir var eina konan sem sat fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel í gær og lauk í dag. Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi. Lilja er greinilega hugsi yfir kynjahlutfalli á meðal ráðherranna en hún tísti um málefnið, birti mynd af öllum ráðherrunum og spurði hvað væri að myndinni? Tístinu fylgdu myllumerkin #womeninpolitics og #genderequity.Þótt svarið við spurningunni sé augljóst eru nokkrir sem grínast og segja meðal annars að Boris Johnson, kollegi Lilju í Bretlandi, eigi ekki heima þarna. Þá telur annar að utanríkisráðherra Kanada, Stephane Dion, sé grunsamlega líkur tenniskappanum John McEnroe.Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrarnir hafi fundað með starfssystkinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð, ásamt utanríkismálastjóra ESB, um aukna samvinnu við Evrópusambandið um netöryggismál, öryggismál á hafi og aðgerðir til að koma á stöðugleika og friði. Í kjölfarið var gefin út samstarfsyfirlýsing og aðgerðaráætlun vegna aukins samstarfs við ESB. Þá var fundað um þróun mála á Balkanskaga og stuðning við ríki á austur- og suðurjaðri bandalagsins, ekki síst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þá voru samskiptin við Rússland rædd og mikilvægi þess að draga úr spennu. Lilja Alfreðsdóttir segir mikla samstöðu hafa einkennt fundinn. „Pólitískt mikilvægi Atlantshafsbandalagsins hefur síst minnkað. Aðildarríkin hafa bæði þétt og víkkað sitt samstarf á sama tíma og nokkur óvissa ríkir innan Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið rammar inn samstarf Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna og brúin yfir Atlantshafið er sterk,“ segir Lilja.John Kerry lætur af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næstunni.Vísir/GettyFundurinn var sá síðasti áður en nýr forseti Bandaríkjanna tekur við embætti og síðasti fundur John Kerry sem utanríkisráðherra. Í kveðjuræðu sinni ræddi Kerry um mikilvægi samstarfsins og styrk Atlantshafsbandalagsins. Lilja tekur í sama streng. „Atlantshafsbandalagið er sterkt og hefur í gegnum tíðina staðið af sér pólitíska sviptivinda. Aðildarríkin 28 eru ólík um margt, en þau standa sameinuð gegn utanaðkomandi öryggisógnum og styðja varnir hvers annars. Öryggissamvinnan á sér djúpar rætur í stjórnkerfum aðildarlandanna og fyrirséðar breytingar í hópi leiðtoga áhrifamikilla aðildarþjóða munu ekki breyta eðli NATO samstarfsins,“ segir hún. Í morgun var fundað með utanríkisráðherra Úkraínu þar sem farið var yfir stöðu mála í Úkraínu, umbótastarf þarlendra stjórnvalda og áframhaldandi stuðning Atlantshafsbandalagsins. Að endingu funduðu þátttökuríki í stuðningsaðgerðum alþjóðaliðsins í Afganistan með utanríkisráðherra landsins og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að stuðningur alþjóðaliðsins haldi áfram út næsta ár að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir var eina konan sem sat fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel í gær og lauk í dag. Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi. Lilja er greinilega hugsi yfir kynjahlutfalli á meðal ráðherranna en hún tísti um málefnið, birti mynd af öllum ráðherrunum og spurði hvað væri að myndinni? Tístinu fylgdu myllumerkin #womeninpolitics og #genderequity.Þótt svarið við spurningunni sé augljóst eru nokkrir sem grínast og segja meðal annars að Boris Johnson, kollegi Lilju í Bretlandi, eigi ekki heima þarna. Þá telur annar að utanríkisráðherra Kanada, Stephane Dion, sé grunsamlega líkur tenniskappanum John McEnroe.Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrarnir hafi fundað með starfssystkinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð, ásamt utanríkismálastjóra ESB, um aukna samvinnu við Evrópusambandið um netöryggismál, öryggismál á hafi og aðgerðir til að koma á stöðugleika og friði. Í kjölfarið var gefin út samstarfsyfirlýsing og aðgerðaráætlun vegna aukins samstarfs við ESB. Þá var fundað um þróun mála á Balkanskaga og stuðning við ríki á austur- og suðurjaðri bandalagsins, ekki síst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þá voru samskiptin við Rússland rædd og mikilvægi þess að draga úr spennu. Lilja Alfreðsdóttir segir mikla samstöðu hafa einkennt fundinn. „Pólitískt mikilvægi Atlantshafsbandalagsins hefur síst minnkað. Aðildarríkin hafa bæði þétt og víkkað sitt samstarf á sama tíma og nokkur óvissa ríkir innan Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið rammar inn samstarf Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna og brúin yfir Atlantshafið er sterk,“ segir Lilja.John Kerry lætur af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næstunni.Vísir/GettyFundurinn var sá síðasti áður en nýr forseti Bandaríkjanna tekur við embætti og síðasti fundur John Kerry sem utanríkisráðherra. Í kveðjuræðu sinni ræddi Kerry um mikilvægi samstarfsins og styrk Atlantshafsbandalagsins. Lilja tekur í sama streng. „Atlantshafsbandalagið er sterkt og hefur í gegnum tíðina staðið af sér pólitíska sviptivinda. Aðildarríkin 28 eru ólík um margt, en þau standa sameinuð gegn utanaðkomandi öryggisógnum og styðja varnir hvers annars. Öryggissamvinnan á sér djúpar rætur í stjórnkerfum aðildarlandanna og fyrirséðar breytingar í hópi leiðtoga áhrifamikilla aðildarþjóða munu ekki breyta eðli NATO samstarfsins,“ segir hún. Í morgun var fundað með utanríkisráðherra Úkraínu þar sem farið var yfir stöðu mála í Úkraínu, umbótastarf þarlendra stjórnvalda og áframhaldandi stuðning Atlantshafsbandalagsins. Að endingu funduðu þátttökuríki í stuðningsaðgerðum alþjóðaliðsins í Afganistan með utanríkisráðherra landsins og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að stuðningur alþjóðaliðsins haldi áfram út næsta ár að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira