Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um fjárlög næsta árs en grafalvarlega myndast hjá Landhelgisgæslunni verði þau samþykkt óbreytt - hópuppsagnir blasa við hjá gæslunni. Rætt verður við forstjóra Landhelgisgæslunnar í fréttunum í kvöld ásamt forstjóra Vegagerðarinnar sem óttast að stofnunin muni ekki sinnt eðlilegum viðhaldsverkefnum á næsta ári.

Þá verður einnig rætt við formann Dómarafélagsins en upplýsingar um eignarhluti dómara í fyrirtækjum eru opnar almenningi í Noregi. Strangari lög um eignarhluti dómara hér á landi, taka brátt gildi.

Þá verðum við í beinni frá móttöku til heiðurs Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi, en hún kom til landsins í dag með þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótinu í golfi í farteskinu.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×