Innlent

Öryrkjar ósáttir við fjárlagafrumvarpið

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins.
Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Anton
Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins segir að fjárlagafrumvarpið komi ekki til móts við öryrkja nema að takmörkuðu leyti.

„Við erum að tala um hækkun upp á 7,5 prósent. Þegar við erum að tala um svona prósentuhækkun á svona lága framfærslu eins og örorkulífeyrinn er þá er þetta engin hækkun. Þetta er ekki hækkun sem breytir neinu í lífi fólks,“segir Ellen.

Í heild hækkar lífeyrinn um ellefu þúsund krónur á mánuði.

„Það lifri enginn mannsæmandi lífi á Íslandi með 197 þúsund krónur á Íslandi. Það er bara ekki hægt að lifa á því,“ segir Ellen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×