Nýtt risasvið á Secret Solstice Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. desember 2016 11:00 Secret Solstice hátíðin fer sífellt stækkandi og næsta hátið verður sú stærsta hingað til. Vísir/Andri Marinó Secret Solstice hátíðin mun á næsta ári verða töluvert viðameiri en síðustu ár, bæði verða þekktari nöfn þar en áður en einnig mun þar verða brúkað stærsta svið sem hefur verið flutt til landsins. „Þetta er næstum því tvisvar sinnum stærra en stóra sviðið frá því á síðustu hátíð og það svið verður á næstu hátíð notað sem svið númer tvö,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice hátíðarinnar.Friðrik Ólafsson framkvæmdastjóri Secret Solstice hátíðarinnar. Fréttablaðið/Valli„Þessi stóru bönd passa auðveldlega inn á þetta nýja svið. Í fyrra vildi Radiohead spila í myrkri og því fengu þeir að vera inni, en við erum búin að ákveða það hér með að þetta er sólstöðuhátíð og það verður spilað í sólinni. En við verðum áfram með tjöld undir danstónlistina og annað. Eins og þetta verður sett upp núna komast allir sem vilja fyrir framan við stóru sviðin. Það hafa verið uppi vangaveltur hjá fólki um hvort það verði innitónleikar á næstu hátíð eins og síðast en það er á hreinu að svo verður ekki og auk þess mun það aldrei gerast aftur að fólk nái ekki að sjá aðalböndin.“Er ástæðan fyrir því að þið fáið nú þetta nýja svið allar kvartanirnar sem bárust í fyrra í kringum innitónleika Radiohead? „Nei, við ætluðum að fá þetta nýja svið í fyrra en það var ekki hægt að fá það þá. Þetta er mikil fjárfesting og mikil stækkun. Þetta svið er á svipuðu kalíberi og þau svið sem er verið að nota á stærstu hátíðunum úti.“ Á þessa nýja sviði munu meðal annars koma fram Foo Fighters og The Prodigy ásamt öðrum stórum böndum sem verður tilkynnt um síðar. Friðrik segir að síðustu tilkynningarnar verði ansi stórar enda hátíðin sífellt að stækka. „Það eru sífellt þekktari nöfn sem hafa áhuga á að koma til landsins, spila á hátíðinni og upplifa miðnætursólina.“ Þegar er búið að greina frá nokkrum en næsta tilkynning kemur samkvæmt Friðriki væntanlega seint í næsta mánuði. Aðrar nýjungar sem teknar verða í gagnið í sumar eru sérstakir upphækkaðir pallar fyrir VIP-gesti og flottari og öflugri barir sem munu setja svip á tónleikasvæðið. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Secret Solstice hátíðin mun á næsta ári verða töluvert viðameiri en síðustu ár, bæði verða þekktari nöfn þar en áður en einnig mun þar verða brúkað stærsta svið sem hefur verið flutt til landsins. „Þetta er næstum því tvisvar sinnum stærra en stóra sviðið frá því á síðustu hátíð og það svið verður á næstu hátíð notað sem svið númer tvö,“ segir Friðrik Ólafsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice hátíðarinnar.Friðrik Ólafsson framkvæmdastjóri Secret Solstice hátíðarinnar. Fréttablaðið/Valli„Þessi stóru bönd passa auðveldlega inn á þetta nýja svið. Í fyrra vildi Radiohead spila í myrkri og því fengu þeir að vera inni, en við erum búin að ákveða það hér með að þetta er sólstöðuhátíð og það verður spilað í sólinni. En við verðum áfram með tjöld undir danstónlistina og annað. Eins og þetta verður sett upp núna komast allir sem vilja fyrir framan við stóru sviðin. Það hafa verið uppi vangaveltur hjá fólki um hvort það verði innitónleikar á næstu hátíð eins og síðast en það er á hreinu að svo verður ekki og auk þess mun það aldrei gerast aftur að fólk nái ekki að sjá aðalböndin.“Er ástæðan fyrir því að þið fáið nú þetta nýja svið allar kvartanirnar sem bárust í fyrra í kringum innitónleika Radiohead? „Nei, við ætluðum að fá þetta nýja svið í fyrra en það var ekki hægt að fá það þá. Þetta er mikil fjárfesting og mikil stækkun. Þetta svið er á svipuðu kalíberi og þau svið sem er verið að nota á stærstu hátíðunum úti.“ Á þessa nýja sviði munu meðal annars koma fram Foo Fighters og The Prodigy ásamt öðrum stórum böndum sem verður tilkynnt um síðar. Friðrik segir að síðustu tilkynningarnar verði ansi stórar enda hátíðin sífellt að stækka. „Það eru sífellt þekktari nöfn sem hafa áhuga á að koma til landsins, spila á hátíðinni og upplifa miðnætursólina.“ Þegar er búið að greina frá nokkrum en næsta tilkynning kemur samkvæmt Friðriki væntanlega seint í næsta mánuði. Aðrar nýjungar sem teknar verða í gagnið í sumar eru sérstakir upphækkaðir pallar fyrir VIP-gesti og flottari og öflugri barir sem munu setja svip á tónleikasvæðið.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira