Sundmiðar og bílastæðagjöld hækka Höskuldur Kári Schram skrifar 8. desember 2016 18:45 Vísir/GVA Bílastæðagjöld í Reykjavík hækka um að allt að helming og sorphirða um allt að 10,6 prósent í byrjun næsta árs samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var á þriðjudag. Borgarstjóri segir að í flestum tilvikum hækki gjöld í takt við verðbólguspá. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á undanförnum misserum en á fyrstu níu mánuðum þessa árs var rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um rúman milljarð en upphaflega var gert ráð fyrir 67 milljón króna afgangi. Borgin hyggst meðal annars nýta svigrúmið til að hækka framlög til skólamála um einn og hálfan milljarð. Gjaldskrá borgarinnar mun þó hækka almennt um 2,4 prósent um næstu áramót en sumt hækkar þó meira. Til dæmis hækkar sundmiðinn fyrir fullorðna um 5,6 prósent, úr 900 krónum í 950. Almennt gjald í bílastæðahús hækkar um allt að 13,3 prósent og önnur bílastæðagjöld um allt að helming. Sorphirðugjald fyrir blandað sorp hækkar um 1.500 krónur eða sjö prósent en um 10,6 prósent fyrir bláu tunnurnar. Þá munu byggingaleyfisgjöld hækka um allt að 33,7 prósent. Aðgangur fyrir börn að fjölskyldu- og húsdýragarðinum um 3,2 prósent og aðgangur fyrir fullorðna að Listasafni Reykjavíkur um 6,7 prósent. Bókasafnsskírteini mun hækka um 8,1 prósent. „Gjöldin hækka fyrst og fremst þar sem að það er lögbundið. Þau eiga að standa undir raunkostnaði eins og í sorphirðunni. Síðan hækka gjöld um 2,4 prósent hjá okkur í takt við verðbólguspána. En önnur gjöld standa í stað eða hækka ekki neitt eins og t.d. á leikskólunum. Við erum að stíga stóra skref að hækka frístundakort sem fjölskyldur nota til að greiða fyrir frístundir, íþróttir og tónlist úr 35 þúsund á ári í 50 þúsund á ári. Þannig að ég held að myndin sé býsna góð fyrir fjölskyldur í borginni samanborið við önnur sveitarfélög,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Bílastæðagjöld í Reykjavík hækka um að allt að helming og sorphirða um allt að 10,6 prósent í byrjun næsta árs samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var á þriðjudag. Borgarstjóri segir að í flestum tilvikum hækki gjöld í takt við verðbólguspá. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á undanförnum misserum en á fyrstu níu mánuðum þessa árs var rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um rúman milljarð en upphaflega var gert ráð fyrir 67 milljón króna afgangi. Borgin hyggst meðal annars nýta svigrúmið til að hækka framlög til skólamála um einn og hálfan milljarð. Gjaldskrá borgarinnar mun þó hækka almennt um 2,4 prósent um næstu áramót en sumt hækkar þó meira. Til dæmis hækkar sundmiðinn fyrir fullorðna um 5,6 prósent, úr 900 krónum í 950. Almennt gjald í bílastæðahús hækkar um allt að 13,3 prósent og önnur bílastæðagjöld um allt að helming. Sorphirðugjald fyrir blandað sorp hækkar um 1.500 krónur eða sjö prósent en um 10,6 prósent fyrir bláu tunnurnar. Þá munu byggingaleyfisgjöld hækka um allt að 33,7 prósent. Aðgangur fyrir börn að fjölskyldu- og húsdýragarðinum um 3,2 prósent og aðgangur fyrir fullorðna að Listasafni Reykjavíkur um 6,7 prósent. Bókasafnsskírteini mun hækka um 8,1 prósent. „Gjöldin hækka fyrst og fremst þar sem að það er lögbundið. Þau eiga að standa undir raunkostnaði eins og í sorphirðunni. Síðan hækka gjöld um 2,4 prósent hjá okkur í takt við verðbólguspána. En önnur gjöld standa í stað eða hækka ekki neitt eins og t.d. á leikskólunum. Við erum að stíga stóra skref að hækka frístundakort sem fjölskyldur nota til að greiða fyrir frístundir, íþróttir og tónlist úr 35 þúsund á ári í 50 þúsund á ári. Þannig að ég held að myndin sé býsna góð fyrir fjölskyldur í borginni samanborið við önnur sveitarfélög,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira