Hemma Gunn minnst á sjötugsafmælinu: „Verum hress og ekkert stress“ dagurinn á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2016 21:23 Hemmi Gunn hefði orðið sjötugur á morgun. Vísir/Stefán Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, hefði orðið sjötugur á morgun en Hermann varð bráðkvaddur á Taílandi þann 4. júní árið 2013. Af því tilefni ákvað Jóhann Örn Ólafsson, samstarfsmaður Hemma til margra ára, að efla til „Verum hress og ekkert stress“ dagsins. Hemmi Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og má svo sannarlega segja að hann hafi verið einn ástsælasti fjölmiðlamaður í sögu Íslendinga. Hann hélt mikið upp á afmælið sitt og þar kviknaði hugmyndin hjá Jóhanni. „Hann hefði orðið sjötugur, þannig að það er merkisdagur. Hefði hann lifað hefðu verið mikil hátíðarhöld. Honum fannst rosalega gaman að eiga afmæli,“ segir Jóhann í samtali við Vísi.Minnti vel á afmælisdaginn „Ég var einn af þeim sem var að vinna með honum á Bylgjunni um árabil. Við vorum sessunautar, sátum hlið við hlið í mörg ár. Það var bara fastur liður, ekki seinna en níunda nóvember þá fór hann að segja „ertu búinn að finna einhverja afmælisgjöf?“ eða „ertu farinn að leita að afmælisgjöf?“ og einhverjar svona spurningar komu nánast daglega í þann mánuð sem leið að afmælinu hans. Þannig að það var mikið mál fyrir hann að eiga afmæli og að vinir hans myndu eftir því, honum fannst það rosalega gaman.“ Hann segir að afmæli Hemma hafi alltaf verið eftirminnilegt, einmitt vegna þess hve duglegur hann var að minna á það sjálfur. „Þegar ég áttaði mig á því að hann væri að verða sjötugur þá fékk ég þessa hugmynd. Dagur íslenskrar náttúru er á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar og dagur íslenskrar tungu er á afmæli Jónasar Hallgrímssonar, þannig að mér fannst dagur hressleika og almennra fíflaskapa vera við hæfi. Stuð og stemning, ekkert stress. Þessi einkunnarorð Hemma sem hann notaði í sjónvarpinu og útvarpinu, „verið hress - ekkert stress - bless. Þannig að mér fannst bara sniðugt að starta svona degi og hafa hann á morgun.Galdurinn fíflaskapur Jóhann segir að ekkert sérstakt standi til í tilefni dagsins og að það eigi ekki að vera flókið að halda upp á daginn. „Galdurinn er bara að það sé smá fíflaskapur. Það var svolítið í kringum Hemma. Menn þurftu ekkert að vera að fara upp á svið og standa fyrir framan fullt af fólki í plönuðu partýi til að það væri smá grín og glens. Það þurfti bara að fara fram úr á morgnanna til þess. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er aðallega að fólk sé að hugleiða að það ætli að vera hresst og skemmtilegt og ætli sér að gera smá grín í einhverjum. Bannað að leggja í einelti en það má alveg taka fólk sem maður veit að getur tekið góðu gríni og gera smá grín í því. Kannski hrekkja smá, taka eitt símaat, það var svolítið í anda hans. Eða finna góða eftirhermu og herma eftir einhverjum til gamans. Það er í þessum anda. Góðlátlegt gott grín í anda Hemma Gunn.“ Hann telur einnig vel við hæfi að dagurinn lendi á aðventunni og skammdeginu þegar margir kljást við jólastress. „Á föstudegi og á aðventunni og í skammdeginu og á tímabili þar sem jólastress nær tökum á sumum og það er um að gera að minna fólkið sem missir sig í jólastressinu á að þetta á ekki að vera stress, þetta á bara að vera skemmtilegt. Þetta er ákaflega einföld aðgerð að framkvæma þennan dag.“ Tengdar fréttir Hemmi Gunn hefði orðið 67 ára í dag Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, hefði orðið 67 ára í dag en Hermann varð bráðkvaddur á Taílandi þann 4. júní síðastliðinn. 9. desember 2013 14:18 Hemmi Gunn látinn Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. 4. júní 2013 20:22 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, hefði orðið sjötugur á morgun en Hermann varð bráðkvaddur á Taílandi þann 4. júní árið 2013. Af því tilefni ákvað Jóhann Örn Ólafsson, samstarfsmaður Hemma til margra ára, að efla til „Verum hress og ekkert stress“ dagsins. Hemmi Gunn, fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og má svo sannarlega segja að hann hafi verið einn ástsælasti fjölmiðlamaður í sögu Íslendinga. Hann hélt mikið upp á afmælið sitt og þar kviknaði hugmyndin hjá Jóhanni. „Hann hefði orðið sjötugur, þannig að það er merkisdagur. Hefði hann lifað hefðu verið mikil hátíðarhöld. Honum fannst rosalega gaman að eiga afmæli,“ segir Jóhann í samtali við Vísi.Minnti vel á afmælisdaginn „Ég var einn af þeim sem var að vinna með honum á Bylgjunni um árabil. Við vorum sessunautar, sátum hlið við hlið í mörg ár. Það var bara fastur liður, ekki seinna en níunda nóvember þá fór hann að segja „ertu búinn að finna einhverja afmælisgjöf?“ eða „ertu farinn að leita að afmælisgjöf?“ og einhverjar svona spurningar komu nánast daglega í þann mánuð sem leið að afmælinu hans. Þannig að það var mikið mál fyrir hann að eiga afmæli og að vinir hans myndu eftir því, honum fannst það rosalega gaman.“ Hann segir að afmæli Hemma hafi alltaf verið eftirminnilegt, einmitt vegna þess hve duglegur hann var að minna á það sjálfur. „Þegar ég áttaði mig á því að hann væri að verða sjötugur þá fékk ég þessa hugmynd. Dagur íslenskrar náttúru er á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar og dagur íslenskrar tungu er á afmæli Jónasar Hallgrímssonar, þannig að mér fannst dagur hressleika og almennra fíflaskapa vera við hæfi. Stuð og stemning, ekkert stress. Þessi einkunnarorð Hemma sem hann notaði í sjónvarpinu og útvarpinu, „verið hress - ekkert stress - bless. Þannig að mér fannst bara sniðugt að starta svona degi og hafa hann á morgun.Galdurinn fíflaskapur Jóhann segir að ekkert sérstakt standi til í tilefni dagsins og að það eigi ekki að vera flókið að halda upp á daginn. „Galdurinn er bara að það sé smá fíflaskapur. Það var svolítið í kringum Hemma. Menn þurftu ekkert að vera að fara upp á svið og standa fyrir framan fullt af fólki í plönuðu partýi til að það væri smá grín og glens. Það þurfti bara að fara fram úr á morgnanna til þess. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er aðallega að fólk sé að hugleiða að það ætli að vera hresst og skemmtilegt og ætli sér að gera smá grín í einhverjum. Bannað að leggja í einelti en það má alveg taka fólk sem maður veit að getur tekið góðu gríni og gera smá grín í því. Kannski hrekkja smá, taka eitt símaat, það var svolítið í anda hans. Eða finna góða eftirhermu og herma eftir einhverjum til gamans. Það er í þessum anda. Góðlátlegt gott grín í anda Hemma Gunn.“ Hann telur einnig vel við hæfi að dagurinn lendi á aðventunni og skammdeginu þegar margir kljást við jólastress. „Á föstudegi og á aðventunni og í skammdeginu og á tímabili þar sem jólastress nær tökum á sumum og það er um að gera að minna fólkið sem missir sig í jólastressinu á að þetta á ekki að vera stress, þetta á bara að vera skemmtilegt. Þetta er ákaflega einföld aðgerð að framkvæma þennan dag.“
Tengdar fréttir Hemmi Gunn hefði orðið 67 ára í dag Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, hefði orðið 67 ára í dag en Hermann varð bráðkvaddur á Taílandi þann 4. júní síðastliðinn. 9. desember 2013 14:18 Hemmi Gunn látinn Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. 4. júní 2013 20:22 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Hemmi Gunn hefði orðið 67 ára í dag Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, hefði orðið 67 ára í dag en Hermann varð bráðkvaddur á Taílandi þann 4. júní síðastliðinn. 9. desember 2013 14:18
Hemmi Gunn látinn Fjölmiðlamaðurinn ástsæli, Hermann Gunnarsson, er látinn, 66 ára að aldri. 4. júní 2013 20:22