Stórstjarna í Skandinavíu Benedikt Bóas skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Sindri Freyr tónlistarmaður hefur óvænt verið að gera það alveg gríðarlega gott í Skandinavíu. Vísir/GVA Lagið Way I’m Feeling sem Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson samdi hefur slegið í gegn í Noregi og Svíþjóð. Lagið er að finna á nýrri plötu hans sem ber sama nafn. Lagið hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á tónlistarveitunni Spotify og önnur lög á plötunni njóta einnig mikilla vinsælda. Sindri tekur óvæntri frægð með stóískri ró en ætlar sér að komast til Skandinavíu sem fyrst til að halda tónleika. Fyrst þarf hann að klára jólaprófin en hann er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þetta eru rosalegar tölur, sem er jákvætt,“ segir Sindri sem situr sveittur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni og undirbýr sig fyrir próf. „Ég datt inn á einhvern stóran spilunarlista sem Spotify gerir og er vinsæll þarna úti. Það er fullt af fólki sem er áskrifendur að þessum listum og síðan hefur lagið haldið áfram að vera spilað.“ Eftir prófin ætlar Sindri að skoða hvort hann geti sótt löndin heim. „Maður þarf að fara að kíkja þarna. Ég er aðeins að átta mig á þessu. Þegar námið er búið þá fer maður að skoða hvernig þessar Spotify-tekjur virka,“ segir hann léttur. Sindri gaf út sína fyrstu plötu, Way I’m Feeling, í október en hann hefur samið sín eigin lög frá því hann var aðeins 14 ára. Hann er Eyjapeyi í húð og hár, fæddist þar 1994. „Ég hélt útgáfutónleika á Rosenberg og spilaði líka í fyrsta sinn á Airwaves. Svo kom ég fram á Þjóðhátíð í sumar sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var eiginlega klikkað. Ég hef spilað áður á Þjóðhátíð en þá var ég ekki að spila mín eigin lög og það voru fáir í brekkunni. Í sumar fékk ég betra pláss og það var í einu orði klikkað.“ Sindri segist ætla að einbeita sér að prófunum en vonast til að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir áramót. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Lagið Way I’m Feeling sem Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson samdi hefur slegið í gegn í Noregi og Svíþjóð. Lagið er að finna á nýrri plötu hans sem ber sama nafn. Lagið hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á tónlistarveitunni Spotify og önnur lög á plötunni njóta einnig mikilla vinsælda. Sindri tekur óvæntri frægð með stóískri ró en ætlar sér að komast til Skandinavíu sem fyrst til að halda tónleika. Fyrst þarf hann að klára jólaprófin en hann er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þetta eru rosalegar tölur, sem er jákvætt,“ segir Sindri sem situr sveittur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni og undirbýr sig fyrir próf. „Ég datt inn á einhvern stóran spilunarlista sem Spotify gerir og er vinsæll þarna úti. Það er fullt af fólki sem er áskrifendur að þessum listum og síðan hefur lagið haldið áfram að vera spilað.“ Eftir prófin ætlar Sindri að skoða hvort hann geti sótt löndin heim. „Maður þarf að fara að kíkja þarna. Ég er aðeins að átta mig á þessu. Þegar námið er búið þá fer maður að skoða hvernig þessar Spotify-tekjur virka,“ segir hann léttur. Sindri gaf út sína fyrstu plötu, Way I’m Feeling, í október en hann hefur samið sín eigin lög frá því hann var aðeins 14 ára. Hann er Eyjapeyi í húð og hár, fæddist þar 1994. „Ég hélt útgáfutónleika á Rosenberg og spilaði líka í fyrsta sinn á Airwaves. Svo kom ég fram á Þjóðhátíð í sumar sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var eiginlega klikkað. Ég hef spilað áður á Þjóðhátíð en þá var ég ekki að spila mín eigin lög og það voru fáir í brekkunni. Í sumar fékk ég betra pláss og það var í einu orði klikkað.“ Sindri segist ætla að einbeita sér að prófunum en vonast til að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir áramót.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira