Stórstjarna í Skandinavíu Benedikt Bóas skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Sindri Freyr tónlistarmaður hefur óvænt verið að gera það alveg gríðarlega gott í Skandinavíu. Vísir/GVA Lagið Way I’m Feeling sem Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson samdi hefur slegið í gegn í Noregi og Svíþjóð. Lagið er að finna á nýrri plötu hans sem ber sama nafn. Lagið hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á tónlistarveitunni Spotify og önnur lög á plötunni njóta einnig mikilla vinsælda. Sindri tekur óvæntri frægð með stóískri ró en ætlar sér að komast til Skandinavíu sem fyrst til að halda tónleika. Fyrst þarf hann að klára jólaprófin en hann er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þetta eru rosalegar tölur, sem er jákvætt,“ segir Sindri sem situr sveittur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni og undirbýr sig fyrir próf. „Ég datt inn á einhvern stóran spilunarlista sem Spotify gerir og er vinsæll þarna úti. Það er fullt af fólki sem er áskrifendur að þessum listum og síðan hefur lagið haldið áfram að vera spilað.“ Eftir prófin ætlar Sindri að skoða hvort hann geti sótt löndin heim. „Maður þarf að fara að kíkja þarna. Ég er aðeins að átta mig á þessu. Þegar námið er búið þá fer maður að skoða hvernig þessar Spotify-tekjur virka,“ segir hann léttur. Sindri gaf út sína fyrstu plötu, Way I’m Feeling, í október en hann hefur samið sín eigin lög frá því hann var aðeins 14 ára. Hann er Eyjapeyi í húð og hár, fæddist þar 1994. „Ég hélt útgáfutónleika á Rosenberg og spilaði líka í fyrsta sinn á Airwaves. Svo kom ég fram á Þjóðhátíð í sumar sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var eiginlega klikkað. Ég hef spilað áður á Þjóðhátíð en þá var ég ekki að spila mín eigin lög og það voru fáir í brekkunni. Í sumar fékk ég betra pláss og það var í einu orði klikkað.“ Sindri segist ætla að einbeita sér að prófunum en vonast til að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir áramót. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira
Lagið Way I’m Feeling sem Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson samdi hefur slegið í gegn í Noregi og Svíþjóð. Lagið er að finna á nýrri plötu hans sem ber sama nafn. Lagið hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á tónlistarveitunni Spotify og önnur lög á plötunni njóta einnig mikilla vinsælda. Sindri tekur óvæntri frægð með stóískri ró en ætlar sér að komast til Skandinavíu sem fyrst til að halda tónleika. Fyrst þarf hann að klára jólaprófin en hann er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þetta eru rosalegar tölur, sem er jákvætt,“ segir Sindri sem situr sveittur þessa dagana á Þjóðarbókhlöðunni og undirbýr sig fyrir próf. „Ég datt inn á einhvern stóran spilunarlista sem Spotify gerir og er vinsæll þarna úti. Það er fullt af fólki sem er áskrifendur að þessum listum og síðan hefur lagið haldið áfram að vera spilað.“ Eftir prófin ætlar Sindri að skoða hvort hann geti sótt löndin heim. „Maður þarf að fara að kíkja þarna. Ég er aðeins að átta mig á þessu. Þegar námið er búið þá fer maður að skoða hvernig þessar Spotify-tekjur virka,“ segir hann léttur. Sindri gaf út sína fyrstu plötu, Way I’m Feeling, í október en hann hefur samið sín eigin lög frá því hann var aðeins 14 ára. Hann er Eyjapeyi í húð og hár, fæddist þar 1994. „Ég hélt útgáfutónleika á Rosenberg og spilaði líka í fyrsta sinn á Airwaves. Svo kom ég fram á Þjóðhátíð í sumar sem var ótrúlega skemmtilegt. Það var eiginlega klikkað. Ég hef spilað áður á Þjóðhátíð en þá var ég ekki að spila mín eigin lög og það voru fáir í brekkunni. Í sumar fékk ég betra pláss og það var í einu orði klikkað.“ Sindri segist ætla að einbeita sér að prófunum en vonast til að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir áramót.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira