Karl var misnotaður af póstburðarmanninum í æsku: „Ég bara gafst upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2016 15:14 Frásögn Karls hefur vakið mikla athygli. „Ég var orðinn ellefu ára gamall og það bjó póstburðarmaður í hverfinu mínu,“ segir Karl Ómar Guðbjörnsson, í átakanlegu viðtali í söfnunarþætti Stígamóta á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Hann lýsti því að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi aðeins ellefu ára gamall. „Hann var rosalega vinsæll í hverfinu og við krakkarnir í hverfinu hjálpuðum honum að bera út blöðin og svona. Hann var alltaf hress og skemmtilegur, það vantaði ekki. Hann var síðan alltaf með helling af sælgæti sem hann gaf okkur fyrir að hjálpa sér.“ Karl segir að maðurinn hafi alltaf verið með splunkunýjan lakkrís á sér og það hafi krökkunum í hverfinu þótt spennandi.Var ekki með neitt nammi á sér „Eitt sinn þegar ég er aleinn að bera út með honum kemur í ljós að hann er ekki með neitt nammi á sér. Hann bauð mér því heim til sín, og það var þá sem þetta gerðist. Hann byrjaði að segja mér frá að hann væri sko að taka mig að sér, útaf því að mamma og pabbi væru að fara flytja til útlanda á morgun, og hann ætti að taka við mér. Eftir smá spjall fór hann að þukla á mér og spurði mig hvort að mamma og pabbi gerðu ekki svona við mig líka.“ Hann segir að maðurinn hafi talið honum trú um að foreldrar ættu að gera svona við börn til að fræða þau. „Svo gekk hann alltaf lengra og lengra. Hann taldi mig trú um það að mamma og pabbi væru vondir foreldrar, af því að þau voru ekki búin að sýna mér þetta. Hann í rauninni misnotaði mig alla leið. Þetta var svo sárt. Ég man að ég stóð upp einhvern veginn með buxurnar á hælunum, og hann að hóta mér að ef ég myndi segja frá þessu myndi ég drukkna og mamma og pabbi líka.“ Karl sagði ekki frá atvikinu í mörg ár.Sagði engum frá „Ég næ að sparka í hann, á viðkvæma staðinn og það var á þeim tímapunkti sem ég náði að hlaupa út. Ég sagði aldrei neinum frá. Ég kom heim og ég man að það sem ég óttaðist mest væri hvort það væru ferðatöskur á gólfinu og hvort mamma og pabbi væru að fara.“ Hann segir að móðir hans hafi strax áttað sig á því að það væri eitthvað að þegar Karl kom heim. „Ég sagði bara að strákarnir höfðu verið að stríða mér. Það sem gerist í kjölfarið þegar vikurnar og mánuðirnir liðu var að ég lokaðist. Ég tók aldrei þátt í neinu í skólanum og stóð alltaf bara út í horni og talaði aldrei við neinn. Ég var síðan lagður í gróft einelti. Ég bara gafst upp.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Karl í heild sinni. Alls söfnuðust 58.365.000 í sérstökum söfnunarþætti Stígamóta sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Um er að ræða átak Stígamóta sem ber heitið Styttum svartnættið. Markmið átaksins er að efla og bæta þjónustu um land allt við brotaþola sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hægt er að styrkja Stígamót með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Bankanúmer: 101-15-630999 Kt.: 620190-1449 Tengdar fréttir Rúmlega 58 milljónir söfnuðust fyrir Stígamót Söfnunarþáttur Stígamóta í heild sinni. 19. nóvember 2016 10:52 Bein útsending: Söfnunarþáttur fyrir Stígamót Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 19:00 Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2 Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 11:11 Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Yfir fimmtíu manns leitað til Stígamóta í vikunni Fimmtíu manns hafa leitað til Stígamóta síðustu vikuna til að leita sér aðstoðar. Talskona Stígamóta segir söfnunarátak þeirra hafa vakið mikla athygli og fleiri því leitað til samtakanna. Yfir sextíu milljónir söfnuðust í átakinu og um fimm hundruð mánaðarlega styrktaraðilar urðu til. 19. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Ég var orðinn ellefu ára gamall og það bjó póstburðarmaður í hverfinu mínu,“ segir Karl Ómar Guðbjörnsson, í átakanlegu viðtali í söfnunarþætti Stígamóta á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Hann lýsti því að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi aðeins ellefu ára gamall. „Hann var rosalega vinsæll í hverfinu og við krakkarnir í hverfinu hjálpuðum honum að bera út blöðin og svona. Hann var alltaf hress og skemmtilegur, það vantaði ekki. Hann var síðan alltaf með helling af sælgæti sem hann gaf okkur fyrir að hjálpa sér.“ Karl segir að maðurinn hafi alltaf verið með splunkunýjan lakkrís á sér og það hafi krökkunum í hverfinu þótt spennandi.Var ekki með neitt nammi á sér „Eitt sinn þegar ég er aleinn að bera út með honum kemur í ljós að hann er ekki með neitt nammi á sér. Hann bauð mér því heim til sín, og það var þá sem þetta gerðist. Hann byrjaði að segja mér frá að hann væri sko að taka mig að sér, útaf því að mamma og pabbi væru að fara flytja til útlanda á morgun, og hann ætti að taka við mér. Eftir smá spjall fór hann að þukla á mér og spurði mig hvort að mamma og pabbi gerðu ekki svona við mig líka.“ Hann segir að maðurinn hafi talið honum trú um að foreldrar ættu að gera svona við börn til að fræða þau. „Svo gekk hann alltaf lengra og lengra. Hann taldi mig trú um það að mamma og pabbi væru vondir foreldrar, af því að þau voru ekki búin að sýna mér þetta. Hann í rauninni misnotaði mig alla leið. Þetta var svo sárt. Ég man að ég stóð upp einhvern veginn með buxurnar á hælunum, og hann að hóta mér að ef ég myndi segja frá þessu myndi ég drukkna og mamma og pabbi líka.“ Karl sagði ekki frá atvikinu í mörg ár.Sagði engum frá „Ég næ að sparka í hann, á viðkvæma staðinn og það var á þeim tímapunkti sem ég náði að hlaupa út. Ég sagði aldrei neinum frá. Ég kom heim og ég man að það sem ég óttaðist mest væri hvort það væru ferðatöskur á gólfinu og hvort mamma og pabbi væru að fara.“ Hann segir að móðir hans hafi strax áttað sig á því að það væri eitthvað að þegar Karl kom heim. „Ég sagði bara að strákarnir höfðu verið að stríða mér. Það sem gerist í kjölfarið þegar vikurnar og mánuðirnir liðu var að ég lokaðist. Ég tók aldrei þátt í neinu í skólanum og stóð alltaf bara út í horni og talaði aldrei við neinn. Ég var síðan lagður í gróft einelti. Ég bara gafst upp.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Karl í heild sinni. Alls söfnuðust 58.365.000 í sérstökum söfnunarþætti Stígamóta sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Um er að ræða átak Stígamóta sem ber heitið Styttum svartnættið. Markmið átaksins er að efla og bæta þjónustu um land allt við brotaþola sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hægt er að styrkja Stígamót með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Bankanúmer: 101-15-630999 Kt.: 620190-1449
Tengdar fréttir Rúmlega 58 milljónir söfnuðust fyrir Stígamót Söfnunarþáttur Stígamóta í heild sinni. 19. nóvember 2016 10:52 Bein útsending: Söfnunarþáttur fyrir Stígamót Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 19:00 Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2 Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 11:11 Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Yfir fimmtíu manns leitað til Stígamóta í vikunni Fimmtíu manns hafa leitað til Stígamóta síðustu vikuna til að leita sér aðstoðar. Talskona Stígamóta segir söfnunarátak þeirra hafa vakið mikla athygli og fleiri því leitað til samtakanna. Yfir sextíu milljónir söfnuðust í átakinu og um fimm hundruð mánaðarlega styrktaraðilar urðu til. 19. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Rúmlega 58 milljónir söfnuðust fyrir Stígamót Söfnunarþáttur Stígamóta í heild sinni. 19. nóvember 2016 10:52
Bein útsending: Söfnunarþáttur fyrir Stígamót Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 19:00
Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2 Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2016 11:11
Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13
Yfir fimmtíu manns leitað til Stígamóta í vikunni Fimmtíu manns hafa leitað til Stígamóta síðustu vikuna til að leita sér aðstoðar. Talskona Stígamóta segir söfnunarátak þeirra hafa vakið mikla athygli og fleiri því leitað til samtakanna. Yfir sextíu milljónir söfnuðust í átakinu og um fimm hundruð mánaðarlega styrktaraðilar urðu til. 19. nóvember 2016 12:00