Allir út úr húsi #útmeðþig Oddný Anna Kjartansdóttir skrifar 20. nóvember 2016 18:10 Við lifum á tækniöld og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á ýmsum sviðum, en að sama skapi hefur dregið verulega úr daglegri hreyfingu fólks. Fólk eyðir sífellt meiri tíma í alls kyns afþreyingarefni í snallsímum og tölvum og afleiðingin er sú að kyrrseta hefur aukist verulega. Fólk þarf að vera meðvitað um neikvæðar afleiðingar kyrrsetu og reyna eftir bestu getu að fylgja ráðleggingum um hreyfingu. Enginn þarf að efast um gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Margsannað er að aukin hreyfing minnkar líkur á alls kyns sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum ásamt því að bæta lífsgæði fólks og auka vellíðan. Í ráðleggingum frá Embætti Landlæknis kemur fram að fullorðnir einstaklingar ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingin ætti að vera bæði miðlungserfið og erfið.Gerum hreyfingu að lífsstíl Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu, svo sem að ganga eða hjóla. Með því má með einföldum hætti uppfylla lágmarksráðlegginar um hreyfingu og njóta þess ávinnings sem þeim fylgir. Stærstu vöðvar líkamans eru virkjaðir, hjartað fær þjálfun og orkunotkun eykst. Við öndum að okkur heilnæmara lofti og ekki síst spörum við kostnað fyrir heimilið og samfélagið í heild. Valið er okkar. Hreyfum okkur í vinnu og skóla, nýtum náttúrna til hreyfingar, finnum okkur æfingafélaga og höfum æfingarnar fjölbreyttar. Með daglegri hreyfingu er meðal annars hægt að fækka veikindadögum, vernda stoðkerfið, skerpa athygli og auka afköst.Verum virk að vetrarlagi Nú þegar veturinn er genginn í garð upplifa sumir einstaklingar fleiri hindranir fyrir hreyfingu en á öðrum árstímum. Veðrið er aftur á móti sjaldan það slæmt að klæðnaður við hæfi sé ekki nægilega góð vörn. Börn eru klædd upp til að þola flest veður og það ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur fullorðna fólkið að gera slíkt hið sama. Leggjum áherslu á samverustundir í faðmi fjölskyldunnar. Hreyfum okkur í frítímanum með fjölskyldunni. Á þessum árstíma er tilvalið að skella sér í vasaljósagönguferð, fara út á sleða eða á skauta. Eins er fátt huggulegra en að sitja í heita pottinum eftir sundsprett á köldum vetrardegi. Stöndum upp frá tölvuskjánum, reimum á okkur skóna og skellum okkur út í ferska loftið! #útmeðþigfacebook.com/utmedthig Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tækniöld og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á ýmsum sviðum, en að sama skapi hefur dregið verulega úr daglegri hreyfingu fólks. Fólk eyðir sífellt meiri tíma í alls kyns afþreyingarefni í snallsímum og tölvum og afleiðingin er sú að kyrrseta hefur aukist verulega. Fólk þarf að vera meðvitað um neikvæðar afleiðingar kyrrsetu og reyna eftir bestu getu að fylgja ráðleggingum um hreyfingu. Enginn þarf að efast um gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Margsannað er að aukin hreyfing minnkar líkur á alls kyns sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum ásamt því að bæta lífsgæði fólks og auka vellíðan. Í ráðleggingum frá Embætti Landlæknis kemur fram að fullorðnir einstaklingar ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingin ætti að vera bæði miðlungserfið og erfið.Gerum hreyfingu að lífsstíl Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu, svo sem að ganga eða hjóla. Með því má með einföldum hætti uppfylla lágmarksráðlegginar um hreyfingu og njóta þess ávinnings sem þeim fylgir. Stærstu vöðvar líkamans eru virkjaðir, hjartað fær þjálfun og orkunotkun eykst. Við öndum að okkur heilnæmara lofti og ekki síst spörum við kostnað fyrir heimilið og samfélagið í heild. Valið er okkar. Hreyfum okkur í vinnu og skóla, nýtum náttúrna til hreyfingar, finnum okkur æfingafélaga og höfum æfingarnar fjölbreyttar. Með daglegri hreyfingu er meðal annars hægt að fækka veikindadögum, vernda stoðkerfið, skerpa athygli og auka afköst.Verum virk að vetrarlagi Nú þegar veturinn er genginn í garð upplifa sumir einstaklingar fleiri hindranir fyrir hreyfingu en á öðrum árstímum. Veðrið er aftur á móti sjaldan það slæmt að klæðnaður við hæfi sé ekki nægilega góð vörn. Börn eru klædd upp til að þola flest veður og það ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur fullorðna fólkið að gera slíkt hið sama. Leggjum áherslu á samverustundir í faðmi fjölskyldunnar. Hreyfum okkur í frítímanum með fjölskyldunni. Á þessum árstíma er tilvalið að skella sér í vasaljósagönguferð, fara út á sleða eða á skauta. Eins er fátt huggulegra en að sitja í heita pottinum eftir sundsprett á köldum vetrardegi. Stöndum upp frá tölvuskjánum, reimum á okkur skóna og skellum okkur út í ferska loftið! #útmeðþigfacebook.com/utmedthig
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar