Allir út úr húsi #útmeðþig Oddný Anna Kjartansdóttir skrifar 20. nóvember 2016 18:10 Við lifum á tækniöld og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á ýmsum sviðum, en að sama skapi hefur dregið verulega úr daglegri hreyfingu fólks. Fólk eyðir sífellt meiri tíma í alls kyns afþreyingarefni í snallsímum og tölvum og afleiðingin er sú að kyrrseta hefur aukist verulega. Fólk þarf að vera meðvitað um neikvæðar afleiðingar kyrrsetu og reyna eftir bestu getu að fylgja ráðleggingum um hreyfingu. Enginn þarf að efast um gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Margsannað er að aukin hreyfing minnkar líkur á alls kyns sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum ásamt því að bæta lífsgæði fólks og auka vellíðan. Í ráðleggingum frá Embætti Landlæknis kemur fram að fullorðnir einstaklingar ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingin ætti að vera bæði miðlungserfið og erfið.Gerum hreyfingu að lífsstíl Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu, svo sem að ganga eða hjóla. Með því má með einföldum hætti uppfylla lágmarksráðlegginar um hreyfingu og njóta þess ávinnings sem þeim fylgir. Stærstu vöðvar líkamans eru virkjaðir, hjartað fær þjálfun og orkunotkun eykst. Við öndum að okkur heilnæmara lofti og ekki síst spörum við kostnað fyrir heimilið og samfélagið í heild. Valið er okkar. Hreyfum okkur í vinnu og skóla, nýtum náttúrna til hreyfingar, finnum okkur æfingafélaga og höfum æfingarnar fjölbreyttar. Með daglegri hreyfingu er meðal annars hægt að fækka veikindadögum, vernda stoðkerfið, skerpa athygli og auka afköst.Verum virk að vetrarlagi Nú þegar veturinn er genginn í garð upplifa sumir einstaklingar fleiri hindranir fyrir hreyfingu en á öðrum árstímum. Veðrið er aftur á móti sjaldan það slæmt að klæðnaður við hæfi sé ekki nægilega góð vörn. Börn eru klædd upp til að þola flest veður og það ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur fullorðna fólkið að gera slíkt hið sama. Leggjum áherslu á samverustundir í faðmi fjölskyldunnar. Hreyfum okkur í frítímanum með fjölskyldunni. Á þessum árstíma er tilvalið að skella sér í vasaljósagönguferð, fara út á sleða eða á skauta. Eins er fátt huggulegra en að sitja í heita pottinum eftir sundsprett á köldum vetrardegi. Stöndum upp frá tölvuskjánum, reimum á okkur skóna og skellum okkur út í ferska loftið! #útmeðþigfacebook.com/utmedthig Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tækniöld og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á ýmsum sviðum, en að sama skapi hefur dregið verulega úr daglegri hreyfingu fólks. Fólk eyðir sífellt meiri tíma í alls kyns afþreyingarefni í snallsímum og tölvum og afleiðingin er sú að kyrrseta hefur aukist verulega. Fólk þarf að vera meðvitað um neikvæðar afleiðingar kyrrsetu og reyna eftir bestu getu að fylgja ráðleggingum um hreyfingu. Enginn þarf að efast um gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Margsannað er að aukin hreyfing minnkar líkur á alls kyns sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum ásamt því að bæta lífsgæði fólks og auka vellíðan. Í ráðleggingum frá Embætti Landlæknis kemur fram að fullorðnir einstaklingar ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyfingin ætti að vera bæði miðlungserfið og erfið.Gerum hreyfingu að lífsstíl Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu, svo sem að ganga eða hjóla. Með því má með einföldum hætti uppfylla lágmarksráðlegginar um hreyfingu og njóta þess ávinnings sem þeim fylgir. Stærstu vöðvar líkamans eru virkjaðir, hjartað fær þjálfun og orkunotkun eykst. Við öndum að okkur heilnæmara lofti og ekki síst spörum við kostnað fyrir heimilið og samfélagið í heild. Valið er okkar. Hreyfum okkur í vinnu og skóla, nýtum náttúrna til hreyfingar, finnum okkur æfingafélaga og höfum æfingarnar fjölbreyttar. Með daglegri hreyfingu er meðal annars hægt að fækka veikindadögum, vernda stoðkerfið, skerpa athygli og auka afköst.Verum virk að vetrarlagi Nú þegar veturinn er genginn í garð upplifa sumir einstaklingar fleiri hindranir fyrir hreyfingu en á öðrum árstímum. Veðrið er aftur á móti sjaldan það slæmt að klæðnaður við hæfi sé ekki nægilega góð vörn. Börn eru klædd upp til að þola flest veður og það ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur fullorðna fólkið að gera slíkt hið sama. Leggjum áherslu á samverustundir í faðmi fjölskyldunnar. Hreyfum okkur í frítímanum með fjölskyldunni. Á þessum árstíma er tilvalið að skella sér í vasaljósagönguferð, fara út á sleða eða á skauta. Eins er fátt huggulegra en að sitja í heita pottinum eftir sundsprett á köldum vetrardegi. Stöndum upp frá tölvuskjánum, reimum á okkur skóna og skellum okkur út í ferska loftið! #útmeðþigfacebook.com/utmedthig
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar