Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 12:45 Úrslit leiksins. Til hægri er Ólöf Helga. Samsett mynd/Facebbok/Vísir Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn