Leyniþjónusta ríkisins Sigurður Einarsson skrifar 21. nóvember 2016 11:22 Í aðdraganda efnahagshrunsins 2008 var skipuð nefnd innan Seðlabankans en í minnispunktum frá fundum nefndarinnar kallaðist hún, Control Tower/Coordination Committee og starfaði sem einhverskonar samræminganefnd stjórnvalda vegna viðbragða við efnahagskreppunni sem blasti við hér á landi í alþjóðlegri fjármálakreppu. Á fundum nefndarinnar voru ekki skráðar nákvæmar fundargerðir heldur aðeins minnisblöð um helstu mál sem fjallað var um. Enn eru bara hluti af þessum minnisblöðum opinber en eftir því sem ég best veit hafa engin fylgiskjöl sem vísað er til gögnunum verið birt. Vorið 2009 fundaði hópurinn í Norrænahúsinu en í nefndinni voru á þeim tímapunkti: Mats Josefsson, Svein Harald Oygard, Jónína Lárusdóttir, Indriði H. Þorláksson, Þórhallur Arason, Björn Rúnar Guðmundsson. Einar Gunnarsson, Gunnar Andersen, Ragnar Hafliðason og Tryggvi Pálsson sem var ritari nefndarinnar. Meðal þeirra sem nefndin boðaði til samráðs á þessum fundi voru starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara, Sigurður Tómas Magnússon og Sveinn Ingibergur Magnússon. Á fundinum kynntu starfsmenn sérstaks saksóknara þau mál sem embættið hafði til rannsóknar og ræddi aukinn mannafla og fleira. Nefndarmenn ræddu þá skoðun að nauðsynlegt væri að hið nýja Embætti sérstaks saksóknara myndi hefja sýnilegar aðgerðir sem fyrst og mælir nefndin með því sem vísað er til sem “Task 31”. Ekki er mér kunnugt um hverslags áætlun fólst í “Task 31” þar sem engin fylgiskjöl eru í gögnunum. Fundurinn fór fram 5. maí árið 2009 og nákvæmlega einu ári og einum degi síðar, eða 6. maí 2010 var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrirverandi forstjóri Kaupþings, boðaður til yfirheyrslu hjá Embætti sérstaks saksóknara og í kjölfarið var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hann var sendur í einangrun á Litla Hrauni þar sem hann sat til 17. maí 2010. Þetta var upphafið af fordæmalausum aðgerðum, fjölmiðlasirkús þar sem stjórnendur gömlu bankanna voru einn af öðrum handteknir og settir í gæsluvarðhald á Litla Hrauni á grundvelli „rannsóknarhagsmuna.“ Fjölmiðlasirkús sem Control Tower/Coordination Committee hafði fyrirskipað ári áður á sögulegum fundi í Norrænahúsinu þar sem boðskapurinn var “the need to show action soon” eins og segir í fundargerðinni. Flestum var ljóst að gæsluvarðhald þjónaði engum rannsóknarhagsmunum og var einungis upphafið af því leikriti sem sett var upp til að skapa táknmyndir sökudólga í þeim tilgangi að sefa reiði almennings, sem var eitt af skilgreindum hlutverkum Embættis sérstaks saksóknara. Í kjölfarið áttu sér stað ítrekaðir atburðir þar sem starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara og dómarar virtu hvorki lögvarin mannréttindi eða friðhelgi einkalífs starfsmanna gömlu bankanna með öfgafullum aðgerðum í þeim tilgangi að refsa þeim sem búið var að ákveða að bæru ábyrgð á hruninu umfram aðra. Efnhagshrun sem var hluti af alþjóðlegri fjármálakreppa sem skók heimsbyggðina alla. Sama dag og Hreiðar Már losnaði úr gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, fékk sérstakur saksóknari með ólöglegri flýtimeðferð heimild til að hlera síma hans og í skýringum saksóknara voru leiddar líkur að því að Hreiðar Már myndi hringja í aðra sakborninga í málinu og „bera saman bækur sínar.“ Heimildin var veitt með ólögmætum hætti á heimili Benedikts Bogasonar dómara við Héraðsdóm Vesturlands á Freyjugötu 37 í Reykjavík. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem sími Hreiðars og annarra bankamanna var hleraður því saksóknari hafði oft áður fengið heimild til að hleranna og alltaf var það Héraðsdómur Vesturlands sem veitti heimildina en þar var saksóknari á heimavelli. Enn einn fjölmiðlasirkusinn sem settur var á svið af sérstökum saksóknara var þegar sérstakur saksóknari óskaði eftir við Interpol að gefin væri út svokallað Red Notice á mig. Red Notice er eftirlýsingarkerfi í þeim tilgangi að hafa upp á hættulegum glæpamönnum sem oftast eru á flótta undan réttvísinni. Viðkomandi einstaklingar eru eftirlýstir í lögsögu heimalands síns (eða alþjóðlegs glæpadómstóls, þegar svo ber undir) og hlutverk Interpols er að aðstoða lögreglu heimalandsins við að bera kennsl á eða staðsetja þá einstaklinga með tilliti til handtöku þeirra og framsals. Það var með ólíkindum hversu lágt sérstakur saksóknari lagðist til að baða sjálfan sig í fjölmiðlaljósinu þar sem honum virtist líða best. Hann og allir aðrir vissu að ég var staddur á heimili mínu í London og ekki á neinum flótta undan einum né neinum. Nú þegar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið meint brot starfsmanna sérstaks saksóknara og dómstóla til skoðunar og í mínum huga er einsýnt að aðförin að starfsmönnum gömlu bankanna hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og sakamálalög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda efnahagshrunsins 2008 var skipuð nefnd innan Seðlabankans en í minnispunktum frá fundum nefndarinnar kallaðist hún, Control Tower/Coordination Committee og starfaði sem einhverskonar samræminganefnd stjórnvalda vegna viðbragða við efnahagskreppunni sem blasti við hér á landi í alþjóðlegri fjármálakreppu. Á fundum nefndarinnar voru ekki skráðar nákvæmar fundargerðir heldur aðeins minnisblöð um helstu mál sem fjallað var um. Enn eru bara hluti af þessum minnisblöðum opinber en eftir því sem ég best veit hafa engin fylgiskjöl sem vísað er til gögnunum verið birt. Vorið 2009 fundaði hópurinn í Norrænahúsinu en í nefndinni voru á þeim tímapunkti: Mats Josefsson, Svein Harald Oygard, Jónína Lárusdóttir, Indriði H. Þorláksson, Þórhallur Arason, Björn Rúnar Guðmundsson. Einar Gunnarsson, Gunnar Andersen, Ragnar Hafliðason og Tryggvi Pálsson sem var ritari nefndarinnar. Meðal þeirra sem nefndin boðaði til samráðs á þessum fundi voru starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara, Sigurður Tómas Magnússon og Sveinn Ingibergur Magnússon. Á fundinum kynntu starfsmenn sérstaks saksóknara þau mál sem embættið hafði til rannsóknar og ræddi aukinn mannafla og fleira. Nefndarmenn ræddu þá skoðun að nauðsynlegt væri að hið nýja Embætti sérstaks saksóknara myndi hefja sýnilegar aðgerðir sem fyrst og mælir nefndin með því sem vísað er til sem “Task 31”. Ekki er mér kunnugt um hverslags áætlun fólst í “Task 31” þar sem engin fylgiskjöl eru í gögnunum. Fundurinn fór fram 5. maí árið 2009 og nákvæmlega einu ári og einum degi síðar, eða 6. maí 2010 var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrirverandi forstjóri Kaupþings, boðaður til yfirheyrslu hjá Embætti sérstaks saksóknara og í kjölfarið var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hann var sendur í einangrun á Litla Hrauni þar sem hann sat til 17. maí 2010. Þetta var upphafið af fordæmalausum aðgerðum, fjölmiðlasirkús þar sem stjórnendur gömlu bankanna voru einn af öðrum handteknir og settir í gæsluvarðhald á Litla Hrauni á grundvelli „rannsóknarhagsmuna.“ Fjölmiðlasirkús sem Control Tower/Coordination Committee hafði fyrirskipað ári áður á sögulegum fundi í Norrænahúsinu þar sem boðskapurinn var “the need to show action soon” eins og segir í fundargerðinni. Flestum var ljóst að gæsluvarðhald þjónaði engum rannsóknarhagsmunum og var einungis upphafið af því leikriti sem sett var upp til að skapa táknmyndir sökudólga í þeim tilgangi að sefa reiði almennings, sem var eitt af skilgreindum hlutverkum Embættis sérstaks saksóknara. Í kjölfarið áttu sér stað ítrekaðir atburðir þar sem starfsmenn Embættis sérstaks saksóknara og dómarar virtu hvorki lögvarin mannréttindi eða friðhelgi einkalífs starfsmanna gömlu bankanna með öfgafullum aðgerðum í þeim tilgangi að refsa þeim sem búið var að ákveða að bæru ábyrgð á hruninu umfram aðra. Efnhagshrun sem var hluti af alþjóðlegri fjármálakreppa sem skók heimsbyggðina alla. Sama dag og Hreiðar Már losnaði úr gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, fékk sérstakur saksóknari með ólöglegri flýtimeðferð heimild til að hlera síma hans og í skýringum saksóknara voru leiddar líkur að því að Hreiðar Már myndi hringja í aðra sakborninga í málinu og „bera saman bækur sínar.“ Heimildin var veitt með ólögmætum hætti á heimili Benedikts Bogasonar dómara við Héraðsdóm Vesturlands á Freyjugötu 37 í Reykjavík. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem sími Hreiðars og annarra bankamanna var hleraður því saksóknari hafði oft áður fengið heimild til að hleranna og alltaf var það Héraðsdómur Vesturlands sem veitti heimildina en þar var saksóknari á heimavelli. Enn einn fjölmiðlasirkusinn sem settur var á svið af sérstökum saksóknara var þegar sérstakur saksóknari óskaði eftir við Interpol að gefin væri út svokallað Red Notice á mig. Red Notice er eftirlýsingarkerfi í þeim tilgangi að hafa upp á hættulegum glæpamönnum sem oftast eru á flótta undan réttvísinni. Viðkomandi einstaklingar eru eftirlýstir í lögsögu heimalands síns (eða alþjóðlegs glæpadómstóls, þegar svo ber undir) og hlutverk Interpols er að aðstoða lögreglu heimalandsins við að bera kennsl á eða staðsetja þá einstaklinga með tilliti til handtöku þeirra og framsals. Það var með ólíkindum hversu lágt sérstakur saksóknari lagðist til að baða sjálfan sig í fjölmiðlaljósinu þar sem honum virtist líða best. Hann og allir aðrir vissu að ég var staddur á heimili mínu í London og ekki á neinum flótta undan einum né neinum. Nú þegar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið meint brot starfsmanna sérstaks saksóknara og dómstóla til skoðunar og í mínum huga er einsýnt að aðförin að starfsmönnum gömlu bankanna hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og sakamálalög.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar