Helgihaldið í RÚV Þorvaldur Víðisson skrifar 21. nóvember 2016 00:00 Kirkjunnar fólk á Íslandi hefur væntingar til RÚV. Það æskir þess að útvarp allra landsmanna sé vettvangur miðlunar frá helgum og stórhátíðum kristninnar. Ekki er langt síðan útvarpsstjóri og dagskrárstjóri Rásar eitt brugðust vel við þessu ákalli og ákváðu að halda á dagskrá rótgrónum dagskrárliðum Rásar eitt, morgunbæn og helgihaldi sunnudagsins. Til viðbótar við morgunbænina er nú tvinnuð útlegging á orði dagsins, sem áður var að kvöldi. Biskupsstofa hefur að beiðni stjórnenda RÚV tekið að sér að skipuleggja þessa dagskrárliði í samstarfi við dagskrárstjóra. Í því samstarfi höfum við unnið að því að bæta útvarpsefnið og gera það aðgengilegra. Biskupsstofa er í góðum tengslum við söfnuði kirkjunnar, innan þjóðkirkju og utan, við að sinna þessu mikilvæga verkefni. Helgihald sunnudagsins skartar gjarnan fjölbreyttri tónlist, framúrskarandi kórum, organistum og hljóðfæraleikurum og útleggingu á kærleiksboðskap kristninnar sem á erindi við hverja manneskju. Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt. Kirkjunni ber að þjóna fólki jafnt í miðborg Reykjavíkur sem í hinum dreifðu byggðum landsins og þær skyldur axlar hún. Það er fólkið í hverri sókn sem ber uppi starf kirkjunnar. Því má segja að kristin kirkja sé ein stærsta sjálfboðaliðahreyfingin á Íslandi. Kirkjunnar fólk er stöðugt að eflast að fagmennsku og fjölbreytileika. Sem dæmi um það má líta til framtaks Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur að leiðarljósi í öllu sínu starfi, innanlands og utan, að styðja fólk til sjálfshjálpar. Fram undan er jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í upphafi kirkjuársins, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember nk. kl. 11. Frá því helgihaldi verður útvarpað í RÚV allra landsmanna, á Rás eitt. Fólkið í kirkjunni sækist m.a. eftir þeirri andlegu næringu sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Sú næring veitir frið í órótt hjarta, von þar sem vonleysi blasir við, trú þegar tilgangur lífsins virðist vandséður og kærleika þegar napurt er. Starfið eflir félagsauðinn og gerir samfélagið betra í sveit og borg. Samstarf kirkju og RÚV er dýrmætt í þessu ljósi og þakkarvert að RÚV skuli vera farvegur hins góða boðskapar. Það er eins með helgihaldið og aðra góða dagskrárliði RÚV að unnt er að nálgast þá í hlaðvarpinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kirkjunnar fólk á Íslandi hefur væntingar til RÚV. Það æskir þess að útvarp allra landsmanna sé vettvangur miðlunar frá helgum og stórhátíðum kristninnar. Ekki er langt síðan útvarpsstjóri og dagskrárstjóri Rásar eitt brugðust vel við þessu ákalli og ákváðu að halda á dagskrá rótgrónum dagskrárliðum Rásar eitt, morgunbæn og helgihaldi sunnudagsins. Til viðbótar við morgunbænina er nú tvinnuð útlegging á orði dagsins, sem áður var að kvöldi. Biskupsstofa hefur að beiðni stjórnenda RÚV tekið að sér að skipuleggja þessa dagskrárliði í samstarfi við dagskrárstjóra. Í því samstarfi höfum við unnið að því að bæta útvarpsefnið og gera það aðgengilegra. Biskupsstofa er í góðum tengslum við söfnuði kirkjunnar, innan þjóðkirkju og utan, við að sinna þessu mikilvæga verkefni. Helgihald sunnudagsins skartar gjarnan fjölbreyttri tónlist, framúrskarandi kórum, organistum og hljóðfæraleikurum og útleggingu á kærleiksboðskap kristninnar sem á erindi við hverja manneskju. Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt. Kirkjunni ber að þjóna fólki jafnt í miðborg Reykjavíkur sem í hinum dreifðu byggðum landsins og þær skyldur axlar hún. Það er fólkið í hverri sókn sem ber uppi starf kirkjunnar. Því má segja að kristin kirkja sé ein stærsta sjálfboðaliðahreyfingin á Íslandi. Kirkjunnar fólk er stöðugt að eflast að fagmennsku og fjölbreytileika. Sem dæmi um það má líta til framtaks Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur að leiðarljósi í öllu sínu starfi, innanlands og utan, að styðja fólk til sjálfshjálpar. Fram undan er jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í upphafi kirkjuársins, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember nk. kl. 11. Frá því helgihaldi verður útvarpað í RÚV allra landsmanna, á Rás eitt. Fólkið í kirkjunni sækist m.a. eftir þeirri andlegu næringu sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Sú næring veitir frið í órótt hjarta, von þar sem vonleysi blasir við, trú þegar tilgangur lífsins virðist vandséður og kærleika þegar napurt er. Starfið eflir félagsauðinn og gerir samfélagið betra í sveit og borg. Samstarf kirkju og RÚV er dýrmætt í þessu ljósi og þakkarvert að RÚV skuli vera farvegur hins góða boðskapar. Það er eins með helgihaldið og aðra góða dagskrárliði RÚV að unnt er að nálgast þá í hlaðvarpinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar