Helgihaldið í RÚV Þorvaldur Víðisson skrifar 21. nóvember 2016 00:00 Kirkjunnar fólk á Íslandi hefur væntingar til RÚV. Það æskir þess að útvarp allra landsmanna sé vettvangur miðlunar frá helgum og stórhátíðum kristninnar. Ekki er langt síðan útvarpsstjóri og dagskrárstjóri Rásar eitt brugðust vel við þessu ákalli og ákváðu að halda á dagskrá rótgrónum dagskrárliðum Rásar eitt, morgunbæn og helgihaldi sunnudagsins. Til viðbótar við morgunbænina er nú tvinnuð útlegging á orði dagsins, sem áður var að kvöldi. Biskupsstofa hefur að beiðni stjórnenda RÚV tekið að sér að skipuleggja þessa dagskrárliði í samstarfi við dagskrárstjóra. Í því samstarfi höfum við unnið að því að bæta útvarpsefnið og gera það aðgengilegra. Biskupsstofa er í góðum tengslum við söfnuði kirkjunnar, innan þjóðkirkju og utan, við að sinna þessu mikilvæga verkefni. Helgihald sunnudagsins skartar gjarnan fjölbreyttri tónlist, framúrskarandi kórum, organistum og hljóðfæraleikurum og útleggingu á kærleiksboðskap kristninnar sem á erindi við hverja manneskju. Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt. Kirkjunni ber að þjóna fólki jafnt í miðborg Reykjavíkur sem í hinum dreifðu byggðum landsins og þær skyldur axlar hún. Það er fólkið í hverri sókn sem ber uppi starf kirkjunnar. Því má segja að kristin kirkja sé ein stærsta sjálfboðaliðahreyfingin á Íslandi. Kirkjunnar fólk er stöðugt að eflast að fagmennsku og fjölbreytileika. Sem dæmi um það má líta til framtaks Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur að leiðarljósi í öllu sínu starfi, innanlands og utan, að styðja fólk til sjálfshjálpar. Fram undan er jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í upphafi kirkjuársins, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember nk. kl. 11. Frá því helgihaldi verður útvarpað í RÚV allra landsmanna, á Rás eitt. Fólkið í kirkjunni sækist m.a. eftir þeirri andlegu næringu sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Sú næring veitir frið í órótt hjarta, von þar sem vonleysi blasir við, trú þegar tilgangur lífsins virðist vandséður og kærleika þegar napurt er. Starfið eflir félagsauðinn og gerir samfélagið betra í sveit og borg. Samstarf kirkju og RÚV er dýrmætt í þessu ljósi og þakkarvert að RÚV skuli vera farvegur hins góða boðskapar. Það er eins með helgihaldið og aðra góða dagskrárliði RÚV að unnt er að nálgast þá í hlaðvarpinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kirkjunnar fólk á Íslandi hefur væntingar til RÚV. Það æskir þess að útvarp allra landsmanna sé vettvangur miðlunar frá helgum og stórhátíðum kristninnar. Ekki er langt síðan útvarpsstjóri og dagskrárstjóri Rásar eitt brugðust vel við þessu ákalli og ákváðu að halda á dagskrá rótgrónum dagskrárliðum Rásar eitt, morgunbæn og helgihaldi sunnudagsins. Til viðbótar við morgunbænina er nú tvinnuð útlegging á orði dagsins, sem áður var að kvöldi. Biskupsstofa hefur að beiðni stjórnenda RÚV tekið að sér að skipuleggja þessa dagskrárliði í samstarfi við dagskrárstjóra. Í því samstarfi höfum við unnið að því að bæta útvarpsefnið og gera það aðgengilegra. Biskupsstofa er í góðum tengslum við söfnuði kirkjunnar, innan þjóðkirkju og utan, við að sinna þessu mikilvæga verkefni. Helgihald sunnudagsins skartar gjarnan fjölbreyttri tónlist, framúrskarandi kórum, organistum og hljóðfæraleikurum og útleggingu á kærleiksboðskap kristninnar sem á erindi við hverja manneskju. Þjóðkirkjan ber þær skyldur umfram aðra kristna söfnuði á Íslandi að tryggja þjónustu um land allt. Kirkjunni ber að þjóna fólki jafnt í miðborg Reykjavíkur sem í hinum dreifðu byggðum landsins og þær skyldur axlar hún. Það er fólkið í hverri sókn sem ber uppi starf kirkjunnar. Því má segja að kristin kirkja sé ein stærsta sjálfboðaliðahreyfingin á Íslandi. Kirkjunnar fólk er stöðugt að eflast að fagmennsku og fjölbreytileika. Sem dæmi um það má líta til framtaks Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefur að leiðarljósi í öllu sínu starfi, innanlands og utan, að styðja fólk til sjálfshjálpar. Fram undan er jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í upphafi kirkjuársins, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóvember nk. kl. 11. Frá því helgihaldi verður útvarpað í RÚV allra landsmanna, á Rás eitt. Fólkið í kirkjunni sækist m.a. eftir þeirri andlegu næringu sem kirkjan hefur upp á að bjóða. Sú næring veitir frið í órótt hjarta, von þar sem vonleysi blasir við, trú þegar tilgangur lífsins virðist vandséður og kærleika þegar napurt er. Starfið eflir félagsauðinn og gerir samfélagið betra í sveit og borg. Samstarf kirkju og RÚV er dýrmætt í þessu ljósi og þakkarvert að RÚV skuli vera farvegur hins góða boðskapar. Það er eins með helgihaldið og aðra góða dagskrárliði RÚV að unnt er að nálgast þá í hlaðvarpinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar