Tillögur að leiðréttingum fyrir fjárlög 2017 María Óskarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Í umræðum fyrir alþingiskosningar í október sl. setti almenningur heilbrigðismál og málefni aldraðra og öryrkja efst á forgangslistann. Kjarahópur ÖBÍ hvetur nýja þingmenn til að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2017 í því skyni að bæta verulega kjör örorkulífeyrisþega. Kjör meginþorra örorkulífeyrisþega eru mjög bág, en lífeyrir almannatrygginga hefur lítið hækkað en á sama tíma hefur húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður ítrekað hækkað. Síðustu ár hafa árlegar hækkanir lífeyris almannatrygginga verið á bilinu 3% til 9,7%, nema fyrir árið 2010 þegar engin hækkun varð. Slíkar prósentuhækkanir á lágar tekjur þýða lágar krónutöluhækkanir. Óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað um 60 þús. kr. frá árinu 2009, en hann er í dag kr. rúmar 212 þúsund kr. sem þýðir rúmar 185 þús. kr. útborgað. Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega er lítið hærra, eða rúmar 250 þús. kr. og hefur hækkað um 50 þús. kr. frá árinu 2009. Á sama tíma hafa heildarlaun fullvinnandi launamanna hækkað þrisvar sinnum meira eða um 150 þúsund kr. Reyndar er það svo að örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað mun minna en launavísitalan á sama tímabili og hefur valdið mikilli kjaraskerðingu hjá öryrkjum. Kjarahópur ÖBÍ leggur megin áherslu á eftirfarandi tillögur til að bæta kjör örorkulífeyrisþega: Lífeyrir almannatrygginga hækki í 390.250 kr. á mánuði og dregið verði verulega úr tekjutryggingum í almannatryggingakerfinu. Þá er lagt til að persónuafsláttur hækki og verðgildi hans verði sama og hann var við upphaf staðgreiðslukerfisins árið 1988.Ekki lúxusviðmið Upphæðin 390.250 kr. er ekki úr lausu lofti gripin heldur er hérna stuðst við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, en það viðmið gerir ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum samtals 134.108 kr. fyrir utan húsnæðiskostnað. Hér er ekki um neitt lúxusviðmið að ræða, langt frá því, heldur getur framfærsluviðmiðið gefið vísbendingar um hvaða tekjur einstaklingur þarf að lágmarki til að geta framfleytt sér. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara er ætlað til styttri tíma heldur en viðmið ýmissa annarra t.d. dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara og neysluviðmið velferðarráðuneytisins eru sett fram án húsnæðiskostnaðar. Því er bætt við áætluðum húsnæðiskostnaði að upphæð 157.500 kr. á mánuði. Ætla má að barnlaus einstaklingur þurfi að minnsta kosti 296.608 kr. á mánuði til ráðstöfunar til að standa undir lágmarksframfærslu. Til að hafa ráðstöfunartekjur að upphæð 296.608 kr. á mánuði þarf einstaklingur að vera með 390.250 kr. á mánuði fyrir skatt. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál leggur því áherslu á að lífeyrir almannatrygginga sé ekki undir 390 þúsund kr. á mánuði. Kjarahópur ÖBÍ leggur enn fremur áherslu á að draga þurfi verulega úr tekjutengingum og þá sérstaklega að afnema þurfi krónu á móti krónu skerðingar. Því leggur hópurinn til að sérstök framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu við nær allar tekjur, verði felld inn í tekjutrygginguna og breyting þessi verði taki gildi þann 1. janúar 2017.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum fyrir alþingiskosningar í október sl. setti almenningur heilbrigðismál og málefni aldraðra og öryrkja efst á forgangslistann. Kjarahópur ÖBÍ hvetur nýja þingmenn til að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2017 í því skyni að bæta verulega kjör örorkulífeyrisþega. Kjör meginþorra örorkulífeyrisþega eru mjög bág, en lífeyrir almannatrygginga hefur lítið hækkað en á sama tíma hefur húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður ítrekað hækkað. Síðustu ár hafa árlegar hækkanir lífeyris almannatrygginga verið á bilinu 3% til 9,7%, nema fyrir árið 2010 þegar engin hækkun varð. Slíkar prósentuhækkanir á lágar tekjur þýða lágar krónutöluhækkanir. Óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað um 60 þús. kr. frá árinu 2009, en hann er í dag kr. rúmar 212 þúsund kr. sem þýðir rúmar 185 þús. kr. útborgað. Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega er lítið hærra, eða rúmar 250 þús. kr. og hefur hækkað um 50 þús. kr. frá árinu 2009. Á sama tíma hafa heildarlaun fullvinnandi launamanna hækkað þrisvar sinnum meira eða um 150 þúsund kr. Reyndar er það svo að örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað mun minna en launavísitalan á sama tímabili og hefur valdið mikilli kjaraskerðingu hjá öryrkjum. Kjarahópur ÖBÍ leggur megin áherslu á eftirfarandi tillögur til að bæta kjör örorkulífeyrisþega: Lífeyrir almannatrygginga hækki í 390.250 kr. á mánuði og dregið verði verulega úr tekjutryggingum í almannatryggingakerfinu. Þá er lagt til að persónuafsláttur hækki og verðgildi hans verði sama og hann var við upphaf staðgreiðslukerfisins árið 1988.Ekki lúxusviðmið Upphæðin 390.250 kr. er ekki úr lausu lofti gripin heldur er hérna stuðst við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, en það viðmið gerir ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum samtals 134.108 kr. fyrir utan húsnæðiskostnað. Hér er ekki um neitt lúxusviðmið að ræða, langt frá því, heldur getur framfærsluviðmiðið gefið vísbendingar um hvaða tekjur einstaklingur þarf að lágmarki til að geta framfleytt sér. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara er ætlað til styttri tíma heldur en viðmið ýmissa annarra t.d. dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara og neysluviðmið velferðarráðuneytisins eru sett fram án húsnæðiskostnaðar. Því er bætt við áætluðum húsnæðiskostnaði að upphæð 157.500 kr. á mánuði. Ætla má að barnlaus einstaklingur þurfi að minnsta kosti 296.608 kr. á mánuði til ráðstöfunar til að standa undir lágmarksframfærslu. Til að hafa ráðstöfunartekjur að upphæð 296.608 kr. á mánuði þarf einstaklingur að vera með 390.250 kr. á mánuði fyrir skatt. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál leggur því áherslu á að lífeyrir almannatrygginga sé ekki undir 390 þúsund kr. á mánuði. Kjarahópur ÖBÍ leggur enn fremur áherslu á að draga þurfi verulega úr tekjutengingum og þá sérstaklega að afnema þurfi krónu á móti krónu skerðingar. Því leggur hópurinn til að sérstök framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu við nær allar tekjur, verði felld inn í tekjutrygginguna og breyting þessi verði taki gildi þann 1. janúar 2017.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar