Lífið

Stórstjörnur tíunda áratugarins troða upp í Eldhúspartýi: „Ótrúlegasta fólk haft samband“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkharð er nokkuð spenntur.
Ríkharð er nokkuð spenntur.
„Þetta er hugmynd sem kviknaði hjá mér ekki fyrir tveimur árum síðan. Ef það er einhver viðburður sem er rótgróinn hjá FM957 eru það Eldhúspartýin sem hófust seinni hluta 10. áratugarins og hafa verið árlegur viðburður allt til dagsins í dag,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, en á fimmtudagskvöldið verður svokallað Blast from the Past Eldhúspartý í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þar koma fram Skítamórall, Á Móti Sól og Hreimur og félagar.

„Mér datt í hug að búa til svokallað „Back To The Future“ kvöld eða kannski betra að kalla þetta „Blast From The Past“ en þessir listamenn byrjuðu þessi kvöld með okkur á sínum tíma. Nú stíga þessir aðilar á svið á fimmtudaginn í Hlégarði Mosfellsbæ. Þetta er eingöngu boðspartý og hefur ótrúlegasta fólk haft samband til að ná í miða.“

Rikki segir að par sem hafi kynnst í Eldhúspartýi vilji endilega koma til að upplifa nostalgíuna.

„Eini möguleikinn á að ná sér í miða er að kvitta á stöðufærslu hjá okkur á Facebook sem mörg hundruð manns hafa gert nú þegar og síðan auðvitað hringja í símann okkar þegar við opnum fyrir það.“

Fyrir þá sem tryggja sér ekki miða geta séð kvöldið í þráðbeinni útsendingu í bestu mögulegu hljóð og myndgæðum á Fésbókarsíðu FM957 og Vísir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×