Sagður einn af þeim sem fylgjast ætti með Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. nóvember 2016 12:00 GKR sendi á dögunum frá sér EP-plötuna GKR, en hún kom út á netinu og í sérstökum umbúðum sem líta út eins og morgunkornskassi. Vísir/Eyþór „Þau höfðu samband við mig fyrir svona sirka mánuði síðan og sýndu mér mikinn áhuga. Þau fundu mig á Spotify-lagalista og fíluðu mig mjög mikið. Í framhaldinu settu þau mig á Mad Decent-lagalistann á Spotify. Ég ræddi við þau og sagði þeim að ég væri að fara að gefa út EP og myndband. Þau vilja hjálpa mér að dreifa myndbandinu mínu – settu það á Mad Decent YouTube-reikninginn og sendu út tölvupóst á risahóp þar sem er smá texti um mig og ég er sagður vera „one to watch“,“ segir Gaukur Grétuson eða GKR eins og hann kallar sig aðspurður hvernig það kom til að myndbandið hans við lagið Meira var auglýst af plötufyrirtækinu Mad Decent. Myndbandið hans GKR kom út á laugardaginn og margir ráku strax augun í að það var ekki á hans reikningi heldur Mad Decent-reikningnum. Mad Decent var stofnað af plötusnúðnum og pródúsernum Diplo og hefur ýmislegt ferskt úr heimi hiphop, raf- og danstónlistar komið þaðan. Mad Decent hefur alltaf haft það að markmiði að koma nýjum listamönnum á framfæri og hefur sérstakan áhuga á nýjum tónlistarstílum – til að mynda hefur plötufyrirtækið komið brasilísku baile-fönki, moombahton og kuduro frá Angóla inn í hljóðheim Vesturlanda en Diplo er mikill áhugamaður um minna þekktar tónlistarstefnur og hefur til að mynda gefið út mixteipin Favela og Blast og Favela Strikes Back með baile-fönki, sem er tónlist vinsæl í fátækrahverfum Brasilíu. Diplo hefur auðvitað haft hönd í bagga með mörgum stærstu smellum síðustu ára, til dæmis Where are Ü Now með Justin Bieber og Lean On. „Þeir eru svona merki sem er risastórt en taka áhættu því að þeir vilja koma nýrri og kúl tónlist á framfæri. Fólk áttar sig ekki almennilega á hvað þetta er stórt dæmi.“ Þetta er mjög stórt fyrir bæði GKR og íslenska tónlist – en þetta er líklega í fyrsta skiptið sem íslensku rappi á íslensku hefur verið veitt viðlíka athygli af amerískum áhrifavöldum í senunni – útlendu rappi gengur yfirleitt ekki vel í Bandaríkjunum, en það hefur verið að breytast á síðustu árum með til dæmis vinsældum bresks grimes. Það er vonandi að íslenskt rapp fái hljómgrunn þarna ytra á næstunni og er þetta gott fyrsta skref í þá átt. Varðandi framtíðina og hvort hann skrifi mögulega undir samning hjá Mad Decent segir GKR að fyrirtækið sýni mikinn áhuga en í hröðum heimi plötuútgáfu er ekkert öruggt þannig að hann vill ekki lofa of miklu. Hér fyrir neðan má svo berja myndbandið við lagið Meira augum: Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Sjá meira
„Þau höfðu samband við mig fyrir svona sirka mánuði síðan og sýndu mér mikinn áhuga. Þau fundu mig á Spotify-lagalista og fíluðu mig mjög mikið. Í framhaldinu settu þau mig á Mad Decent-lagalistann á Spotify. Ég ræddi við þau og sagði þeim að ég væri að fara að gefa út EP og myndband. Þau vilja hjálpa mér að dreifa myndbandinu mínu – settu það á Mad Decent YouTube-reikninginn og sendu út tölvupóst á risahóp þar sem er smá texti um mig og ég er sagður vera „one to watch“,“ segir Gaukur Grétuson eða GKR eins og hann kallar sig aðspurður hvernig það kom til að myndbandið hans við lagið Meira var auglýst af plötufyrirtækinu Mad Decent. Myndbandið hans GKR kom út á laugardaginn og margir ráku strax augun í að það var ekki á hans reikningi heldur Mad Decent-reikningnum. Mad Decent var stofnað af plötusnúðnum og pródúsernum Diplo og hefur ýmislegt ferskt úr heimi hiphop, raf- og danstónlistar komið þaðan. Mad Decent hefur alltaf haft það að markmiði að koma nýjum listamönnum á framfæri og hefur sérstakan áhuga á nýjum tónlistarstílum – til að mynda hefur plötufyrirtækið komið brasilísku baile-fönki, moombahton og kuduro frá Angóla inn í hljóðheim Vesturlanda en Diplo er mikill áhugamaður um minna þekktar tónlistarstefnur og hefur til að mynda gefið út mixteipin Favela og Blast og Favela Strikes Back með baile-fönki, sem er tónlist vinsæl í fátækrahverfum Brasilíu. Diplo hefur auðvitað haft hönd í bagga með mörgum stærstu smellum síðustu ára, til dæmis Where are Ü Now með Justin Bieber og Lean On. „Þeir eru svona merki sem er risastórt en taka áhættu því að þeir vilja koma nýrri og kúl tónlist á framfæri. Fólk áttar sig ekki almennilega á hvað þetta er stórt dæmi.“ Þetta er mjög stórt fyrir bæði GKR og íslenska tónlist – en þetta er líklega í fyrsta skiptið sem íslensku rappi á íslensku hefur verið veitt viðlíka athygli af amerískum áhrifavöldum í senunni – útlendu rappi gengur yfirleitt ekki vel í Bandaríkjunum, en það hefur verið að breytast á síðustu árum með til dæmis vinsældum bresks grimes. Það er vonandi að íslenskt rapp fái hljómgrunn þarna ytra á næstunni og er þetta gott fyrsta skref í þá átt. Varðandi framtíðina og hvort hann skrifi mögulega undir samning hjá Mad Decent segir GKR að fyrirtækið sýni mikinn áhuga en í hröðum heimi plötuútgáfu er ekkert öruggt þannig að hann vill ekki lofa of miklu. Hér fyrir neðan má svo berja myndbandið við lagið Meira augum:
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Sjá meira