Körfubolti

Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska körfuboltalandsliðið.
Íslenska körfuboltalandsliðið. Vísir/Ernir
Ísland hefur leik á EM í körfubolta með því að spila gegn sterku liði Grikkja þann 31. ágúst í Helsinki.

Dregið var í riðla í Istanbúl í Tyrklandi en fyrir lá fyrir að Ísland myndi vera með Finnlandi í riðli og að allir leikirnir í þeim riðli færu fram í Helsinki.

Sterkar þjóðir drógust í riðil Íslands - Grikkland, Frakkland, Slóvenía og Pólland.

Strákarnir byrja á að spila við Grikkja og fá svo hvíldardag. Þá taka við leikir gegn Póllandi og Frakklandi en eftir það kemur annar hvíldardagur. Síðustu tveir leikirnir verða gegn Slóveníu og Finnlandi.

Fjögur efstu liðin úr riðlinum komast áfram í 16-liða úrslitin en úrslitakeppnin fer öll fram í Istanbúl.

Þess má geta að knattspyrnulið Íslands spilar gegn Finnum ytra í undankeppni HM 2018 þann 2. september, sama daga og körfuboltaliði mætir Pólverjum.

31. ágúst:

Slóvenía - Pólland

Ísland - Grikkland

Finnland - Frakkland

2. september:

Pólland - Ísland

Finnland - Slóvenía

Grikkland - Frakkland

3. september:

Finnland - Pólland

Frakkland - Ísland

Slóvenía - Grikkland

5. september:

Pólland - Frakkland

Grikkland - Finnland

Ísland - Slóvenía

6. september:

Grikkland - Pólland

Slóvenía - Frakkland

Finnland - Ísland


Tengdar fréttir

Logi: Fengum flest góðu liðanna

Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×