Á að hætta olíuleit á Drekasvæðinu vegna umhverfis- og loftslagsmála? Skúli Thoroddsen skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki útlit fyrir að þau markmið náist nema gripið verði til róttækari aðgerða. Nú hafa um 200 þjóðir samþykkt samkomulagið þar með talin Bandaríkin sem svara fyrir 17,89% gróðurhúsalofttegunda, Kína 20,09%, Þýskaland 2,56% og Ísland 0,09%[i]. Umhverfisverndarsamtök hafa höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíutengdrar starfsemi á norðurslóðum og telja hana fara gegn m.a. Parísarsamkomulaginu sem Noregur hefur samþykkt. Stangast olíuvinnsla á við markmið Parísarsamkomulagsins? Um 29% af orkuframleiðslu heimsins kemur frá brennslu kola. Olíu, um 31%. Gas stendur fyrir 21%, kjarnorka 5%, vatnsorka 3%, lífefnaolía 10%, sól, vindur og aðrir endurnýjanlegir orkugjafar svo sem jarðvarmavirkjanir framleiddu einungis um 1% sama ár, árið 2013. Árið 2040 verður þetta hlutfall nokkuð svipað, þá hefur mannkyni fjölgað úr 7 milljörðum manna í 10. Alþjóða orkumálastofnunin gerir þó ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar hafi aukið hlut sinn úr 1% í 5%. Til að bregðast við loftslagsbreytingunum þarf umfram allt að skipta út kolum fyrir gas eða olíu þar sem þess er kostur, auka endurnýjanlega orkukosti og breyta afstöðu fólks til orkusparnaðar. Af endurnýjanlegum kostum eigum við Íslendingar marga góða, bæði í jarðvarma, vatnsafli, vindorku og sjávarföllum. Með endurskoðaðri orkustefnu í Noregi er m.a. gert ráð fyrir aukinni framleiðslu vatnsorku og að vega beri umhverfisþætti virkjana á móti loftslagsþáttum, hagkvæmni og arðsemi.[ii] Með stefnu Noregs að leiðarljósi, ætti Ísland að auka raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki minnka hana, vegna loftslagsbreytinga, og vega þau áhrif virkjana heima og heiman á móti staðbundnum umhverfisáhrifum á landsvæði. Slík kallar á alveg nýja nálgun m.a. í rammaáætlun. Því hefur verið haldið fram að olíuleit og olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti haft í för með sér víðtæk og eftir atvikum óafturkræf umhverfisáhrif. Starfsemin sé leikur að eldinum. Áhætta. Og nú hafa loftslagsmálin bæst við sem nýr áhættuþáttur. Óvissa um afleiðingar tiltekinnar starfsemi er ævinlega til staðar. Allri óvissu um áhættusama starfsemi verður einungis eytt með engri starfsemi. Duga þessi rök fyrir því að hætta leit og stöðva frekari starfsemi á Drekasvæðinu? Er æskilegt út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins að hafna vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Helstu ögranir og áhættuþættir vegna starfsemi á Drekasvæðinu felast í svæðinu sjálfu; ísingu og myrkri að vetri og þoku að sumri, viðkvæmu norðurslóðaumhverfi og fjarlægð frá landi. Með sambærilegu regluverki og gildir í Noregi, byggðu á meira en 40 ára reynslu Norðmanna, eru þessir þætti allir vel yfirstíganlegir og áhættulitlir. Ekkert stórslys hefur átt sér stað á norska landgrunninu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og hvorki hafa orðið umhverfisslys né óafturkræf náttúruspjöll. Nú eru í gildi tvö rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin kveða á um fyrirheit að vinnsluleyfum í 30 ár, annars vegar frá árinu 2023 og hins vegar 2026, finnist vinnanleg olía/gas á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir sambærilegu öryggisregluverki og því norska. Norsk stjórnvöld hafa talið mikilvægt að laða til sín mikils metin öflug fyrirtæki, en gæta um leið fyllsta öryggis við vinnsluna, einnig vegna umhverfisþátta. Mikilvægt sé að standa vörð um orðstír þjóðarinnar og atvinnulíf og að þjóðin njóti arðs af auðlindinni. Leyfishafar á Drekasvæðinu eru viðurkennd, reynslumikil olíufyrirtæki frá Kína og Kanada, með norska ríkisolíufélagið Petoro að bakhjarli í báðum leyfunum. Ætla má að þessi fyrirtæki hafi kostað nær þremur miljörðum króna til rannsókna á Drekasvæðinu. Þá koma til árleg leyfisgjöld, um 86 milljónir á ári. Skatttekjur af kolvetnisvinnslu eru 5% framleiðsluskattur, 20% tekjuskattur og svo sérstakur kolvetnisskattur sem hlutfall af hagnaði, 45%. Það er því augljóst að auðlindagjald af kolvetnisvinnslu er langt umfram auðlindagjald af öðrum auðlindum þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Eins og þekkt er hefur norska ríkið sett á laggirnar sérstakan innviðasjóð, olíusjóðinn, þar sem vextir af höfuðstól sjóðsins, ekki sjóðurinn sjálfur, er nýttur til innviðauppbyggingar í samræmi við sjálfbærnisjónarmið. Slíkan innviðasjóð mætti byggja upp hér á landi og tryggja þannig sjálfbæra olíu- og gasvinnslu. Riftun Íslands á núverandi leyfum, svo sem vegna umhverfissjónarmiða eða af öðrum ástæðum sem ekki varða vanefndir leyfishafa sjálfra, hefði án efa í för með miljarða kostnað fyrir íslenska ríkið, að ýtrustu bótakröfum leyfishafa virtum og því vart raunhæfur kostur. Til að uppfylla Parísarsamkomulagið, til skemmri tíma, lögðu stjórnmálaflokkarnir, fyrir kosningarnar í október sl., áherslu á m.a. landgræðslu og endurheimt votlendis og sumir á lokun álvera.[iii] Þýskaland gæti, að mati höfundar þessarar greinar, líklega uppfyllt sáttmálann með því að skipta út kolum fyrir gas við raforkuframleiðslu. Um helmingur raforku í Þýskalandi í dag kemur frá brennslu kola. Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa lýst sig andsnúin frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og telja hana ekki samræmast markmiðum í loftslagsmálum. En er það svo? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að olía/gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola, sem nú nema tæpum þriðjungi að vægi við orkuframleiðslu heimsins, og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Það þarf að hugsa dæmið í heild og staldra við í raunveruleikanum þegar stefnumörkun í loftslagsmálum er mótuð. Sú umræða er í það minnsta einnar messu virði. [i] https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Agreement [ii] Stortingsmeldning 25 2015-2016, Energipolitikken mot 2030 [iii] https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/26/hver_er_stefnan_um_framtid_jardar/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki útlit fyrir að þau markmið náist nema gripið verði til róttækari aðgerða. Nú hafa um 200 þjóðir samþykkt samkomulagið þar með talin Bandaríkin sem svara fyrir 17,89% gróðurhúsalofttegunda, Kína 20,09%, Þýskaland 2,56% og Ísland 0,09%[i]. Umhverfisverndarsamtök hafa höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíutengdrar starfsemi á norðurslóðum og telja hana fara gegn m.a. Parísarsamkomulaginu sem Noregur hefur samþykkt. Stangast olíuvinnsla á við markmið Parísarsamkomulagsins? Um 29% af orkuframleiðslu heimsins kemur frá brennslu kola. Olíu, um 31%. Gas stendur fyrir 21%, kjarnorka 5%, vatnsorka 3%, lífefnaolía 10%, sól, vindur og aðrir endurnýjanlegir orkugjafar svo sem jarðvarmavirkjanir framleiddu einungis um 1% sama ár, árið 2013. Árið 2040 verður þetta hlutfall nokkuð svipað, þá hefur mannkyni fjölgað úr 7 milljörðum manna í 10. Alþjóða orkumálastofnunin gerir þó ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar hafi aukið hlut sinn úr 1% í 5%. Til að bregðast við loftslagsbreytingunum þarf umfram allt að skipta út kolum fyrir gas eða olíu þar sem þess er kostur, auka endurnýjanlega orkukosti og breyta afstöðu fólks til orkusparnaðar. Af endurnýjanlegum kostum eigum við Íslendingar marga góða, bæði í jarðvarma, vatnsafli, vindorku og sjávarföllum. Með endurskoðaðri orkustefnu í Noregi er m.a. gert ráð fyrir aukinni framleiðslu vatnsorku og að vega beri umhverfisþætti virkjana á móti loftslagsþáttum, hagkvæmni og arðsemi.[ii] Með stefnu Noregs að leiðarljósi, ætti Ísland að auka raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki minnka hana, vegna loftslagsbreytinga, og vega þau áhrif virkjana heima og heiman á móti staðbundnum umhverfisáhrifum á landsvæði. Slík kallar á alveg nýja nálgun m.a. í rammaáætlun. Því hefur verið haldið fram að olíuleit og olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti haft í för með sér víðtæk og eftir atvikum óafturkræf umhverfisáhrif. Starfsemin sé leikur að eldinum. Áhætta. Og nú hafa loftslagsmálin bæst við sem nýr áhættuþáttur. Óvissa um afleiðingar tiltekinnar starfsemi er ævinlega til staðar. Allri óvissu um áhættusama starfsemi verður einungis eytt með engri starfsemi. Duga þessi rök fyrir því að hætta leit og stöðva frekari starfsemi á Drekasvæðinu? Er æskilegt út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins að hafna vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Helstu ögranir og áhættuþættir vegna starfsemi á Drekasvæðinu felast í svæðinu sjálfu; ísingu og myrkri að vetri og þoku að sumri, viðkvæmu norðurslóðaumhverfi og fjarlægð frá landi. Með sambærilegu regluverki og gildir í Noregi, byggðu á meira en 40 ára reynslu Norðmanna, eru þessir þætti allir vel yfirstíganlegir og áhættulitlir. Ekkert stórslys hefur átt sér stað á norska landgrunninu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og hvorki hafa orðið umhverfisslys né óafturkræf náttúruspjöll. Nú eru í gildi tvö rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin kveða á um fyrirheit að vinnsluleyfum í 30 ár, annars vegar frá árinu 2023 og hins vegar 2026, finnist vinnanleg olía/gas á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir sambærilegu öryggisregluverki og því norska. Norsk stjórnvöld hafa talið mikilvægt að laða til sín mikils metin öflug fyrirtæki, en gæta um leið fyllsta öryggis við vinnsluna, einnig vegna umhverfisþátta. Mikilvægt sé að standa vörð um orðstír þjóðarinnar og atvinnulíf og að þjóðin njóti arðs af auðlindinni. Leyfishafar á Drekasvæðinu eru viðurkennd, reynslumikil olíufyrirtæki frá Kína og Kanada, með norska ríkisolíufélagið Petoro að bakhjarli í báðum leyfunum. Ætla má að þessi fyrirtæki hafi kostað nær þremur miljörðum króna til rannsókna á Drekasvæðinu. Þá koma til árleg leyfisgjöld, um 86 milljónir á ári. Skatttekjur af kolvetnisvinnslu eru 5% framleiðsluskattur, 20% tekjuskattur og svo sérstakur kolvetnisskattur sem hlutfall af hagnaði, 45%. Það er því augljóst að auðlindagjald af kolvetnisvinnslu er langt umfram auðlindagjald af öðrum auðlindum þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Eins og þekkt er hefur norska ríkið sett á laggirnar sérstakan innviðasjóð, olíusjóðinn, þar sem vextir af höfuðstól sjóðsins, ekki sjóðurinn sjálfur, er nýttur til innviðauppbyggingar í samræmi við sjálfbærnisjónarmið. Slíkan innviðasjóð mætti byggja upp hér á landi og tryggja þannig sjálfbæra olíu- og gasvinnslu. Riftun Íslands á núverandi leyfum, svo sem vegna umhverfissjónarmiða eða af öðrum ástæðum sem ekki varða vanefndir leyfishafa sjálfra, hefði án efa í för með miljarða kostnað fyrir íslenska ríkið, að ýtrustu bótakröfum leyfishafa virtum og því vart raunhæfur kostur. Til að uppfylla Parísarsamkomulagið, til skemmri tíma, lögðu stjórnmálaflokkarnir, fyrir kosningarnar í október sl., áherslu á m.a. landgræðslu og endurheimt votlendis og sumir á lokun álvera.[iii] Þýskaland gæti, að mati höfundar þessarar greinar, líklega uppfyllt sáttmálann með því að skipta út kolum fyrir gas við raforkuframleiðslu. Um helmingur raforku í Þýskalandi í dag kemur frá brennslu kola. Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa lýst sig andsnúin frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og telja hana ekki samræmast markmiðum í loftslagsmálum. En er það svo? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að olía/gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola, sem nú nema tæpum þriðjungi að vægi við orkuframleiðslu heimsins, og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Það þarf að hugsa dæmið í heild og staldra við í raunveruleikanum þegar stefnumörkun í loftslagsmálum er mótuð. Sú umræða er í það minnsta einnar messu virði. [i] https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Agreement [ii] Stortingsmeldning 25 2015-2016, Energipolitikken mot 2030 [iii] https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/26/hver_er_stefnan_um_framtid_jardar/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun