Hanna Rún vekur gríðarlega athygli í rússneskum fjölmiðlum: „Ég fékk ekki frið“ Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 24. nóvember 2016 10:30 Hanna Rún Bazev, Nikita Bazev og guttinn þeirra Vladimir Óli. Fréttablaðið/Stefán Bloggfærsla Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur um heilbrigðismál í Rússlandi frá því í október vakti gríðarlega athygli í rússneskum miðlum. Í nýjasta tölublaði Newsweek er saga hennar rakin og sagt hvernig bloggfærslan hafi verið kveikjan að því að rússneska þjóðin sé loks að vakna til vitundar um heilbrigðismál í landinu. Ekki er langt síðan að Vladimír Pútín, forseti landsins, boðaði 33% niðurskurð í heilbrigðismálum, laun í læknastéttinni eru lág og dæmin sem Newseek tekur í frásögn sinni um heilbrigðismál í landinu eru langt frá því að vera eðlileg. „Ég eyddi færslunni á sínum tíma því þetta var orðið þannig að ég fékk ekki frið fyrir rússnesku fjölmiðlafólki. Það var endalaust verið að hringja og biðja mig um viðtal,“ segir Hanna en hún og Nikita Bazev, eiginmaður hennar, eru að flytja á ný til Íslands. Saga hennar var sögð um allt Rússland og þegar ríkissjónvarpið birti söguna tók Hanna færsluna út. „Foreldrar Nikita fengu ekki heldur frið og bróðir hans varð einnig fyrir áreiti. Þá þurfti yfirmaður sjúkrahússins sem ég fór á að svara allskonar erfiðum spurningum um málið og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hanna Rún.Umræða í rússneskum miðlum Mikil umræða var um mál Hönnu Rúnar í rússneskum miðlum og skoðaði hún nokkur ummæli ásamt manni sínum. „Ég bað hann að þýða nokkur ummæli og sum voru jákvæð og sammála því sem ég hafði sagt. Önnur voru ekki jafn falleg. Það voru margir Rússar búnir að kvarta undan ástandinu en um leið og stelpa frá Evrópu kemur og kvartar þá á loksins að gera eitthvað. Eftir þennan storm fékk ég marga tölvupósta frá fólki sem þakkaði mér fyrir að stíga fram og segja frá þessum aðstæðum. Því ef Rússar gera það gæti það endað illa.“ Hanna bendir á að þýðingin hafi greinilega eitthvað skolast til því hún hafi aldrei sagt að gólfið væri moldargólf og skíturinn væri upp um alla veggi. En aðstaðan hafi ekki verið í lagi og langt frá því að vera boðleg. „Það voru einhverjir sem sögðu að ég væri bara bitur útlendingur en ég elska Rússland. Maðurinn minn er Rússi og sonur okkar er hálfur Rússi. En þetta var bara ekki í lagi. Hreinlæti og annað skiptir máli þegar maður fer á sjúkrahús. Pabbi minn sagði einmitt að ef sláturhús á Íslandi liti svona út eins og klósettið á spítalanum sem ég fór á yrði því lokað.“ Umfjöllun um Hönnu Rún í Rússlandi hefur breyst á síðustu vikum og samkvæmt Newsweek er eins og Rússland sé að vakna til lífsins. „Að breyta heilbrigðiskerfinu í landinu, það er ekkert svo slæmt,“ segir hún og brosir. „Ég var svolítið hrædd fyrst því það er ekkert sniðugt að abbast upp á ranga aðila í landinu. En það vita allir af þessu vandamáli og íslenskar konur láta ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Hanna sem er þó þakklát að hafa fengið hjálp frá rússneska kerfinu á sínum tíma.vísir/Getty Tengdar fréttir Hanna Rún á sjúkrahúsi í Rússlandi: „Viss um að þeir myndu taka úr mér einhver líffæri og selja þau“ „Ég hef ákveðið að segja ykkur frá hræðilegro lífsreynslu sem ég lenti í fyrir stuttu þegar við fjölskyldan fórum í frí til Rússlands að hitta fjölskyldu hans Nikita.“ 4. október 2016 12:20 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Bloggfærsla Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur um heilbrigðismál í Rússlandi frá því í október vakti gríðarlega athygli í rússneskum miðlum. Í nýjasta tölublaði Newsweek er saga hennar rakin og sagt hvernig bloggfærslan hafi verið kveikjan að því að rússneska þjóðin sé loks að vakna til vitundar um heilbrigðismál í landinu. Ekki er langt síðan að Vladimír Pútín, forseti landsins, boðaði 33% niðurskurð í heilbrigðismálum, laun í læknastéttinni eru lág og dæmin sem Newseek tekur í frásögn sinni um heilbrigðismál í landinu eru langt frá því að vera eðlileg. „Ég eyddi færslunni á sínum tíma því þetta var orðið þannig að ég fékk ekki frið fyrir rússnesku fjölmiðlafólki. Það var endalaust verið að hringja og biðja mig um viðtal,“ segir Hanna en hún og Nikita Bazev, eiginmaður hennar, eru að flytja á ný til Íslands. Saga hennar var sögð um allt Rússland og þegar ríkissjónvarpið birti söguna tók Hanna færsluna út. „Foreldrar Nikita fengu ekki heldur frið og bróðir hans varð einnig fyrir áreiti. Þá þurfti yfirmaður sjúkrahússins sem ég fór á að svara allskonar erfiðum spurningum um málið og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Hanna Rún.Umræða í rússneskum miðlum Mikil umræða var um mál Hönnu Rúnar í rússneskum miðlum og skoðaði hún nokkur ummæli ásamt manni sínum. „Ég bað hann að þýða nokkur ummæli og sum voru jákvæð og sammála því sem ég hafði sagt. Önnur voru ekki jafn falleg. Það voru margir Rússar búnir að kvarta undan ástandinu en um leið og stelpa frá Evrópu kemur og kvartar þá á loksins að gera eitthvað. Eftir þennan storm fékk ég marga tölvupósta frá fólki sem þakkaði mér fyrir að stíga fram og segja frá þessum aðstæðum. Því ef Rússar gera það gæti það endað illa.“ Hanna bendir á að þýðingin hafi greinilega eitthvað skolast til því hún hafi aldrei sagt að gólfið væri moldargólf og skíturinn væri upp um alla veggi. En aðstaðan hafi ekki verið í lagi og langt frá því að vera boðleg. „Það voru einhverjir sem sögðu að ég væri bara bitur útlendingur en ég elska Rússland. Maðurinn minn er Rússi og sonur okkar er hálfur Rússi. En þetta var bara ekki í lagi. Hreinlæti og annað skiptir máli þegar maður fer á sjúkrahús. Pabbi minn sagði einmitt að ef sláturhús á Íslandi liti svona út eins og klósettið á spítalanum sem ég fór á yrði því lokað.“ Umfjöllun um Hönnu Rún í Rússlandi hefur breyst á síðustu vikum og samkvæmt Newsweek er eins og Rússland sé að vakna til lífsins. „Að breyta heilbrigðiskerfinu í landinu, það er ekkert svo slæmt,“ segir hún og brosir. „Ég var svolítið hrædd fyrst því það er ekkert sniðugt að abbast upp á ranga aðila í landinu. En það vita allir af þessu vandamáli og íslenskar konur láta ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Hanna sem er þó þakklát að hafa fengið hjálp frá rússneska kerfinu á sínum tíma.vísir/Getty
Tengdar fréttir Hanna Rún á sjúkrahúsi í Rússlandi: „Viss um að þeir myndu taka úr mér einhver líffæri og selja þau“ „Ég hef ákveðið að segja ykkur frá hræðilegro lífsreynslu sem ég lenti í fyrir stuttu þegar við fjölskyldan fórum í frí til Rússlands að hitta fjölskyldu hans Nikita.“ 4. október 2016 12:20 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Hanna Rún á sjúkrahúsi í Rússlandi: „Viss um að þeir myndu taka úr mér einhver líffæri og selja þau“ „Ég hef ákveðið að segja ykkur frá hræðilegro lífsreynslu sem ég lenti í fyrir stuttu þegar við fjölskyldan fórum í frí til Rússlands að hitta fjölskyldu hans Nikita.“ 4. október 2016 12:20