Fengu Jón í hljómsveitina því hann er edrú og á jeppa Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:03 Súperstjörnurnar og Jón sem ætlar að nýta tækifærið og baða sig í frægð félaga sinna og tromma sem mest hann má. Gosar eru ný súpergrúbba þar sem hver stórstjarnan treðst um aðra þvera: Valdimar, Snorri Helgason, Teitur Magnússon, Örn Eldjárn og svo, ef skyggnst er bak við trommusettið þá má þar sjá þar Jón Mýrdal. Sem óneitanlega stingur nokkuð í stúf. Vísir gat ekki stillt sig um að forvitnast um hvernig liggur í þessu. „Ég trommaði síðast fyrir svona 20 árum. Ég kann alveg að tromma, sko,“ útskýrir Jón fyrir blaðamanni Vísis. „Það var Iron Maden og Ozzy og eitthvað svoleiðis. Ég tók þátt í músíktilraunum með hljómsveitinni Við erum menn á sínum tíma. Svo hef ég nú bara verið í dvala.“Fengu Jón í hljómsveitina því hann er edrú og á jeppa Já, dvala sem trommari en það er ekki svo að hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Jón hefur undanfarin ár látið að sér kveða í veitingabransanum og vakið athygli sem vert. Hann stýrir Bravó – knæpu við Laugaveg, skemmtistaðnum og tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu og svo er það Messinn, veitingastaður við Lækjargötu, sem hefur slegið rækilega í gegn.Sannkallaðir Gosar. Þeir fundu besta trommara í heimi sem bókstaflega ber þá á höndum sér.Þórsteinn SigurðssonHvað vilja þeir þessir frægu og mikilsmetnu popparar vilja hafa með þig að gera í þessu samhengi? „Mig grunaði nú fljótt, þegar þeir komu að máli við mig, að þetta gæti verið út af því að ég á góðan jeppa.“Ha? „Já, og svo er ég edrú. Draslið kemst einhvern veginn þægilega fyrir í bílnum, og ég keyri alltaf og ég held að það sé meginástæðan.“Drekka frítt á börum Jóns Og, hljómsveitarmeðlimir eru þá væntanlega að drekka frítt á þínum börum? „Þegar lagt var upp var þetta hugsað þannig að við ætluðum ekki að spila í Reykjavík. Við ætlum að sigra landsbyggðina fyrst. Og við höfum ekki verið bókaðir neitt á Húrra.“ En, hæg eru heimatökin. Snorri Helgason starfar fyrir Jón, við að bóka hljómsveitir á Húrra og ef vill verður hægur leikurinn að koma Gosum að þar. „En, jájá. Ég átta mig náttúrlega á því að ég er fýsilegur kostur útaf þessari bartengingu. Auðvelt að halda hljómsveitarfundi. Það er verið að plana og þeir fundir fara fram á þessum börum.“Þeir vilja detta í belginn á poppurunum bjórarnir, einn til þrír af börum Jóns.visir/daníelJón hlýtur að teljast heppilegasti einhver sá allra heppilegasti fyrir fátæka poppara að hafa með sér í hljómsveit. Það liggur algerlega ljóst fyrir.Ætlar að baða sig í frægð félaga sinna Og, þá dettur nú kannski einn bjór og annar til í belginn á þessum tónlistarmönnum? „Já, heldur betur. Og ein og ein panna af steinbít hefur runnið ljúft ofan í þá.“ En, fyrir þig sem trymbil, elur þetta ekki á óöryggi ef forsendurnar virðast vera þessar – að þú fáir að vera með af því að þú átt boltann? „Jú. Ég byrjaði mjög varlega. Spilaði lítið á trommusettið. Fyrstu þrjú giggin. En ég er farinn að færast í aukana. Og ég er búinn að tilkynna þeim það að mér hafi fundist þetta einkennilegt í fyrstu, þegar þeir komu að máli við mig og ég fenginn í hljómsveitina. En ég ætla bara að nýta mér það og ríða þá öldu að baða mig í frægð þeirra.“ Fyrir þá sem vilja berja Gosa augum þá munu þeir troða upp annað kvöld, í Landnámssetrinu á Borgarnesi. Þar er Jón á heimavelli því hann á ætt og uppruna að rekja þangað. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Gosar eru ný súpergrúbba þar sem hver stórstjarnan treðst um aðra þvera: Valdimar, Snorri Helgason, Teitur Magnússon, Örn Eldjárn og svo, ef skyggnst er bak við trommusettið þá má þar sjá þar Jón Mýrdal. Sem óneitanlega stingur nokkuð í stúf. Vísir gat ekki stillt sig um að forvitnast um hvernig liggur í þessu. „Ég trommaði síðast fyrir svona 20 árum. Ég kann alveg að tromma, sko,“ útskýrir Jón fyrir blaðamanni Vísis. „Það var Iron Maden og Ozzy og eitthvað svoleiðis. Ég tók þátt í músíktilraunum með hljómsveitinni Við erum menn á sínum tíma. Svo hef ég nú bara verið í dvala.“Fengu Jón í hljómsveitina því hann er edrú og á jeppa Já, dvala sem trommari en það er ekki svo að hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Jón hefur undanfarin ár látið að sér kveða í veitingabransanum og vakið athygli sem vert. Hann stýrir Bravó – knæpu við Laugaveg, skemmtistaðnum og tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu og svo er það Messinn, veitingastaður við Lækjargötu, sem hefur slegið rækilega í gegn.Sannkallaðir Gosar. Þeir fundu besta trommara í heimi sem bókstaflega ber þá á höndum sér.Þórsteinn SigurðssonHvað vilja þeir þessir frægu og mikilsmetnu popparar vilja hafa með þig að gera í þessu samhengi? „Mig grunaði nú fljótt, þegar þeir komu að máli við mig, að þetta gæti verið út af því að ég á góðan jeppa.“Ha? „Já, og svo er ég edrú. Draslið kemst einhvern veginn þægilega fyrir í bílnum, og ég keyri alltaf og ég held að það sé meginástæðan.“Drekka frítt á börum Jóns Og, hljómsveitarmeðlimir eru þá væntanlega að drekka frítt á þínum börum? „Þegar lagt var upp var þetta hugsað þannig að við ætluðum ekki að spila í Reykjavík. Við ætlum að sigra landsbyggðina fyrst. Og við höfum ekki verið bókaðir neitt á Húrra.“ En, hæg eru heimatökin. Snorri Helgason starfar fyrir Jón, við að bóka hljómsveitir á Húrra og ef vill verður hægur leikurinn að koma Gosum að þar. „En, jájá. Ég átta mig náttúrlega á því að ég er fýsilegur kostur útaf þessari bartengingu. Auðvelt að halda hljómsveitarfundi. Það er verið að plana og þeir fundir fara fram á þessum börum.“Þeir vilja detta í belginn á poppurunum bjórarnir, einn til þrír af börum Jóns.visir/daníelJón hlýtur að teljast heppilegasti einhver sá allra heppilegasti fyrir fátæka poppara að hafa með sér í hljómsveit. Það liggur algerlega ljóst fyrir.Ætlar að baða sig í frægð félaga sinna Og, þá dettur nú kannski einn bjór og annar til í belginn á þessum tónlistarmönnum? „Já, heldur betur. Og ein og ein panna af steinbít hefur runnið ljúft ofan í þá.“ En, fyrir þig sem trymbil, elur þetta ekki á óöryggi ef forsendurnar virðast vera þessar – að þú fáir að vera með af því að þú átt boltann? „Jú. Ég byrjaði mjög varlega. Spilaði lítið á trommusettið. Fyrstu þrjú giggin. En ég er farinn að færast í aukana. Og ég er búinn að tilkynna þeim það að mér hafi fundist þetta einkennilegt í fyrstu, þegar þeir komu að máli við mig og ég fenginn í hljómsveitina. En ég ætla bara að nýta mér það og ríða þá öldu að baða mig í frægð þeirra.“ Fyrir þá sem vilja berja Gosa augum þá munu þeir troða upp annað kvöld, í Landnámssetrinu á Borgarnesi. Þar er Jón á heimavelli því hann á ætt og uppruna að rekja þangað.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira