Appelsínugul Harpa á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2016 15:00 Mynd/Hallur Karlsson Ljósaganga UN Women fer fram kl. 17 í dag á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi hér á landi sem UN Women stendur stendur fyrir ásamt öðrum félagasamtökum. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er – Konur á flótta. Maryam Raísi leiðir gönguna í ár og flytur viðstöddum hugvekju. Maryam og móðir hennar, Torpikey Farrash, hafa verið á flótta undanfarin 15 ár. Þegar Maryam var fjögurra ára gömul tóku talíbanar völdin í Afganistan og neyddust mæðgurnar til að flýja frá Kabúl. Allar götur síðan hafa þær verið á flótta og flakkað milli Írans og Afganistan. Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði að taka sér Maryam sem konu flúðu mæðgurnar til Evrópu og síðar til Svíþjóðar eftir langt og strangt ferðalag. Eftir þriggja ára dvöl þeirra í Svíþjóð var þeim neitað um hæli. Þá héldu þær næst til Íslands þar sem þeim var neitað um hæli eftir þriggja mánaða dvöl. Í fjóra mánuði hafa þær beðið eftir símtali milli vonar og ótta. Þær ánægjulegu fréttir bárust í fyrri hluta síðustu viku að kærunefnd útlendingamála hefur vísað málinu aftur til Útlendingastofnunar sem þýðir að þeim verður ekki vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og málið verður skoðað frá upphafi hér. Þátttaka Maryam í göngunni í ár er táknræn fyrir þá hörmulegu stöðu sem milljónir flóttakvenna um allan heim búa við. Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Þar mun appelsínugul Harpa blasa við en fleiri byggingar víða um heim verða tendraðar þessum lit í tilefni dagsins. Appelsínuguli liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ljósaganga UN Women fer fram kl. 17 í dag á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi hér á landi sem UN Women stendur stendur fyrir ásamt öðrum félagasamtökum. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er – Konur á flótta. Maryam Raísi leiðir gönguna í ár og flytur viðstöddum hugvekju. Maryam og móðir hennar, Torpikey Farrash, hafa verið á flótta undanfarin 15 ár. Þegar Maryam var fjögurra ára gömul tóku talíbanar völdin í Afganistan og neyddust mæðgurnar til að flýja frá Kabúl. Allar götur síðan hafa þær verið á flótta og flakkað milli Írans og Afganistan. Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði að taka sér Maryam sem konu flúðu mæðgurnar til Evrópu og síðar til Svíþjóðar eftir langt og strangt ferðalag. Eftir þriggja ára dvöl þeirra í Svíþjóð var þeim neitað um hæli. Þá héldu þær næst til Íslands þar sem þeim var neitað um hæli eftir þriggja mánaða dvöl. Í fjóra mánuði hafa þær beðið eftir símtali milli vonar og ótta. Þær ánægjulegu fréttir bárust í fyrri hluta síðustu viku að kærunefnd útlendingamála hefur vísað málinu aftur til Útlendingastofnunar sem þýðir að þeim verður ekki vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og málið verður skoðað frá upphafi hér. Þátttaka Maryam í göngunni í ár er táknræn fyrir þá hörmulegu stöðu sem milljónir flóttakvenna um allan heim búa við. Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Þar mun appelsínugul Harpa blasa við en fleiri byggingar víða um heim verða tendraðar þessum lit í tilefni dagsins. Appelsínuguli liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira