Stjörnustrákurinn frá Toronto Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. nóvember 2016 10:00 The Weeknd er búinn að klippa sig og er orðinn stórstjarna en hann heldur samt alltaf áfram í gamla góða partístandinu sínu. Kanadíski söngvarinn Abél Makkonen Tesfaye sem í daglegu tali er oftast kallaður The Weeknd hefur sent frá sér sína þriðju breiðskífu og ber hún titilinn Starboy. Titillag plötunnar gerði hann ásamt frönsku raftónlistargoðunum í Daft Punk og hefur það fengið að hljóma töluvert á öldum ljósvakans. The Weeknd byrjaði feril sinn sem huldumaður árið 2011 en þá sendi hann frá sér mixteipið House of Balloons. Teipið vakti mikla athygli og var ansi ferskt á sínum tíma – tónlistin var mikið til sömpluð úr nokkuð óvenjulegum áttum – Cocteau twins, Siouxsie and the Banshees og Rock the Boat með Aaliyah og Beach House. Það voru þó aðallega textarnir sem voru hvað áhugaverðastir. Þeir voru yfirleitt frá sjónarhorni manns sem minntist sukks og svínarís gærdagsins og mest allt sungið í kynlausri falsettu sem minnir óneitanlega svolítið á meistara Michael Jackson – en orðin minna þó ekki neitt á konung poppsins og töluvert myrkari og grófari en nokkuð það sem Jackson heitinn lét út úr sér. Árið 2011 var stórt fyrir The Weeknd en auk House of Ballons komu út tvö önnur mixteip – Thursday og Echoes of Silence. Það er ekki fyrr en árið 2013 að Kissland, fyrsta breiðskífa Weeknd kemur út og gengur henni ágætlega, selur um 300 þúsund eintök í Bandaríkjunum. Hinsvegar er það ekki fyrr en árið 2015 sem að The Weeknd verður að alþjóðlegri poppstjörnu en þá sendir hann frá sér plötuna Beauty Behind the Madness og hún toppar sölutölur Kissland um næstum milljón eintök. Sú plata innihélt Can‘t Feel my Face sem varð eitt mest spilaða lag ársins og skaut Abél frá Kanada, sem áður hafði verið frekar listrænn R&B söngvari, beina leið á stjörnuhimininn. En þessi 26 ára Toronto drengur hefur þó ekki breyst mikið, myrkrið hefur reyndar fengið að víkja fyrir töluvert bjartari tónsmíðum og hann klippti á sér hárið, en sukkið er enn þarna – ef textinn við Can‘t Feel my Face er grandskoðaður má greina gríðarlega lúmskar vísanir í eiturlyfjanotkun... eða er það kannski snarpur stingur ástarinnar sem veldur þessum doða í andlitinu á honum? Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Kanadíski söngvarinn Abél Makkonen Tesfaye sem í daglegu tali er oftast kallaður The Weeknd hefur sent frá sér sína þriðju breiðskífu og ber hún titilinn Starboy. Titillag plötunnar gerði hann ásamt frönsku raftónlistargoðunum í Daft Punk og hefur það fengið að hljóma töluvert á öldum ljósvakans. The Weeknd byrjaði feril sinn sem huldumaður árið 2011 en þá sendi hann frá sér mixteipið House of Balloons. Teipið vakti mikla athygli og var ansi ferskt á sínum tíma – tónlistin var mikið til sömpluð úr nokkuð óvenjulegum áttum – Cocteau twins, Siouxsie and the Banshees og Rock the Boat með Aaliyah og Beach House. Það voru þó aðallega textarnir sem voru hvað áhugaverðastir. Þeir voru yfirleitt frá sjónarhorni manns sem minntist sukks og svínarís gærdagsins og mest allt sungið í kynlausri falsettu sem minnir óneitanlega svolítið á meistara Michael Jackson – en orðin minna þó ekki neitt á konung poppsins og töluvert myrkari og grófari en nokkuð það sem Jackson heitinn lét út úr sér. Árið 2011 var stórt fyrir The Weeknd en auk House of Ballons komu út tvö önnur mixteip – Thursday og Echoes of Silence. Það er ekki fyrr en árið 2013 að Kissland, fyrsta breiðskífa Weeknd kemur út og gengur henni ágætlega, selur um 300 þúsund eintök í Bandaríkjunum. Hinsvegar er það ekki fyrr en árið 2015 sem að The Weeknd verður að alþjóðlegri poppstjörnu en þá sendir hann frá sér plötuna Beauty Behind the Madness og hún toppar sölutölur Kissland um næstum milljón eintök. Sú plata innihélt Can‘t Feel my Face sem varð eitt mest spilaða lag ársins og skaut Abél frá Kanada, sem áður hafði verið frekar listrænn R&B söngvari, beina leið á stjörnuhimininn. En þessi 26 ára Toronto drengur hefur þó ekki breyst mikið, myrkrið hefur reyndar fengið að víkja fyrir töluvert bjartari tónsmíðum og hann klippti á sér hárið, en sukkið er enn þarna – ef textinn við Can‘t Feel my Face er grandskoðaður má greina gríðarlega lúmskar vísanir í eiturlyfjanotkun... eða er það kannski snarpur stingur ástarinnar sem veldur þessum doða í andlitinu á honum?
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira