Eignarréttarleg staða aflaheimilda og frjálst framsal verði fest betur í sessi Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2016 10:09 Ásgeir Jónsson dósent. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að mikilvægustu endurbætur sem ráðast þurfi í á kvótakerfinu sé að festa eignarréttarlega stöðu aflaheimilda betur í sessi og frjálst framsal þeirra. Þetta kemur fram í nýjum pistli Ásgeirs á heimasíðu fjármálafyrirtækisins Virðingar. Ásgeir segir að þetta verði gert í fyrsta lagi með því að losa um tengsl kvóta og skipa þannig að hvaða aðili sem er geti keypt og átt kvóta veðsett hann og leigt hann. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum,“ segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða sem er eiginleg stefnuyfirlýsing löggjafans. Sú staðreynd að veiðiheimildir eru ekki eignarréttindi sér svo stað víða í löggjöfinni. Þannig er óheimilt að veðsetja aflaheimildir beint samkvæmt lögum um samningsveð. Þær verða að vera bundnar við skip. Þessu vill Ásgeir breyta eins og að framan greinir. Í öðru lagi vill Ásgeir að eignarréttur verði tryggður með einhvers konar þjóðfélagssáttmála sem jafnframt feli það í sér að eigendur hans greiði auðlindagjald. Það skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort sem það gerist með einhvers konar uppboðum, nýtingarsamningum eða öðrum leiðum heldur að almenn sátt náist um málið. Í þessu sambandi má rifja upp að upp úr slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar því litlu flokkarnir tveir héldu fram kröfu um sérstaka uppboðsleið í sjávarútvegi. Flokkarnir vilja að 3 til 4 prósent aflahlutdeilda fari á markað árlega og samhliða því verði veiðigjaldakerfið lagt af. Ekki var áhugi fyrir slíku innan raða Sjálfstæðisflokksins og meðal annars af þeirri ástæðu var viðræðunum slitið. Ef marka má Ásgeir Jónsson dósent er það bara ein leið af þremur til þess að ríkið fái auðlindagjald fyrir notkun fyrirtækja á fiskveiðiauðlindinni innan 200 mílna efnahagslögsögunnar og er því ekki aðalatriði þegar framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins er annars vegar.Grein Ásgeirs. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að mikilvægustu endurbætur sem ráðast þurfi í á kvótakerfinu sé að festa eignarréttarlega stöðu aflaheimilda betur í sessi og frjálst framsal þeirra. Þetta kemur fram í nýjum pistli Ásgeirs á heimasíðu fjármálafyrirtækisins Virðingar. Ásgeir segir að þetta verði gert í fyrsta lagi með því að losa um tengsl kvóta og skipa þannig að hvaða aðili sem er geti keypt og átt kvóta veðsett hann og leigt hann. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum,“ segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða sem er eiginleg stefnuyfirlýsing löggjafans. Sú staðreynd að veiðiheimildir eru ekki eignarréttindi sér svo stað víða í löggjöfinni. Þannig er óheimilt að veðsetja aflaheimildir beint samkvæmt lögum um samningsveð. Þær verða að vera bundnar við skip. Þessu vill Ásgeir breyta eins og að framan greinir. Í öðru lagi vill Ásgeir að eignarréttur verði tryggður með einhvers konar þjóðfélagssáttmála sem jafnframt feli það í sér að eigendur hans greiði auðlindagjald. Það skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort sem það gerist með einhvers konar uppboðum, nýtingarsamningum eða öðrum leiðum heldur að almenn sátt náist um málið. Í þessu sambandi má rifja upp að upp úr slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar því litlu flokkarnir tveir héldu fram kröfu um sérstaka uppboðsleið í sjávarútvegi. Flokkarnir vilja að 3 til 4 prósent aflahlutdeilda fari á markað árlega og samhliða því verði veiðigjaldakerfið lagt af. Ekki var áhugi fyrir slíku innan raða Sjálfstæðisflokksins og meðal annars af þeirri ástæðu var viðræðunum slitið. Ef marka má Ásgeir Jónsson dósent er það bara ein leið af þremur til þess að ríkið fái auðlindagjald fyrir notkun fyrirtækja á fiskveiðiauðlindinni innan 200 mílna efnahagslögsögunnar og er því ekki aðalatriði þegar framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins er annars vegar.Grein Ásgeirs.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira