Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Árni Sæberg skrifar 20. júní 2024 08:40 Frá vinstri: Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, Grímur Sæmundsen, Þrúðmar S. Þrúðmarsson, Sigursteinn Árni Brynjólfsson, Marín Ósk Björgvinsdóttir, Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir og Aldís Aþena Björgvinsdóttir. Bláa lónið hf. Bláa Lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu. Kaupin eru liður í áformum félagsins um uppbyggingu fleiri áhugaverðra áfangastaða á Íslandi. Markmiðið er að móta einstakan stað fyrir ferðamenn, við rætur Hoffellsjökuls og skapa segul sem styrkir Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að seljendur jarðarinnar séu hjónin Þrúðmar Þrúðmarsson og Ingibjörg Steinsdóttir, sem hafi rekið gistiþjónustu og heitar laugar að Hoffelli síðastliðinn áratug. Haft er eftir þeim að þau sé ánægð með frekari uppbyggingu á svæðinu og telji að bætt aðgengi að svæðinu geti aukið aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austurlands til framtíðar. „Ferðamennskan hefur byggst upp hægt og rólega hjá okkur í gegnum árin. Margt ferðafólk fer í dagsferðir að Jökulsárlóni frá Reykjavík en fer síðan ekki lengra. Með því að fá vandaða uppbyggingu hér við Hoffell, þá vonandi fjölgar þeim sem gista yfir nótt og fara lengra austur, því hér er ótrúlega margt að sjá og upplifa,“ er haft eftir Ingibjörgu. Útsýni yfir jökullónið Í tilkynningu segir að ppbyggingin verði skammt frá Hoffellsjökli, sem er skriðjökull úr Vatnajökli, með útsýni yfir jökullónið sem þar er. Gestastofa Hoffells verði ný upplýsingamiðstöð með jöklasýningu en þau hjónin, Þrúðmar og Ingibjörg, hafi safnað einstökum heimildum um Hoffellsjökul, þróun og jarðfræði svæðisins. Samhliða þessu hafi Bláa lónið hf. gert samning við Rarik um aðgang að heitu vatni til uppbyggingar á nýjum baðstað við Hoffellsjökul. Endurnýtt vatn Þá segir að baðlónið við Hoffellsjökul verður einstakt á heimsvísu að því leyti að allt vatn sem notað verður, verði endurnýtt. Heitt vatn hafi fyrst fundist í Hoffelli um síðustu aldamót en sú uppgötvun hafi gert Rarik kleift að leggja hitaveitu í nærliggjandi byggðalög. Þeirri framkvæmd hafi lokið árið 2021 og hún hafi þá verið mikið framfaraskref fyrir innviði á svæðinu þar sem hún sjái íbúum fyrir hita og rafmagni og hafi leyst fjarvarmaveitu af hólmi. Jarðvarmaorkan frá hitaveitunni sé forsenda fyrir uppbyggingu baðlónsins við Hoffell. „Það er afskaplega jákvætt fyrir hitaveituna að fá jafn öflugan viðskiptavin og Bláa Lónið hf. Samningurinn er því mikilvægur bæði fyrir Rarik og samfélagið í Hornafirði en nýframkvæmdir eins og hitaveitan í Hoffelli eru þungar í rekstri fyrstu árin. Samningurinn eykur fastar tekjur veitunnar og léttir því uppbygginguna. Afhending á heitu vatni til baðlónsins mun hvorki hafa áhrif á afhendingargetu á heitu vatni til íbúa á Höfn, né á vatnsforða svæðisins. Þetta er tryggt með svokallaðri niðurdælingu sem þýðir að allt vatn sem fer til lónsins fer í gegnum varmaskipti og verður dælt niður í jarðhitakerfið aftur og þannig endurnýtt,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra Rarik. Vilja dreifa álaginu Bláa Lónið hf. vinni nú að metnaðarfullri uppbyggingu í ferðaþjónustu víða um land þar sem sjálfbærni, virðing fyrir náttúrunni og ávinningur fyrir nærsamfélagið séu lykilþættir. Félagið vilji stuðla að uppbyggingu ferðamannastaða utan hefðbundinna viðkomustaða og eiga þannig þátt í því að styðja við greinina í heild sinni sem og jafna álag og aðgengi um allt land. Markmiðið sé ætíð að hafa jákvæð áhrif með verkefnum félagsins á nærsamfélagið á hverjum stað og eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við hagaðila. „Það er okkur afar mikilvægt að fara vel með þau svæði sem við njótum þess heiðurs að fá að byggja upp. Við horfum ávallt til framtíðar og leggjum mikið kapp á að horfa á heildaráhrif hverrar framkvæmdar, hvort sem þau áhrif eru umhverfisleg, samfélagsleg, rekstrarleg eða annað. Verkefnum er aðeins hleypt af stokkunum að vel athuguðu máli og þau gildi eiga við um uppbygginguna við Hoffellsjökul. Það er heiður að njóta trausts til að taka við svæðinu af Þrúðmari og Ingibjörgu og við leggjum mikla áherslu á að varðveita það góða starf sem hjónin hafa unnið,“ er haft eftir Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf.. Þá er haft eftir Sigurjóni Andréssyni, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar að sveitarfélagið fagni metnaðarfullum áformum við Hoffell. „Þétt og gott samtal milli Bláa lónsins hf. og sveitarfélagsins hefur verið til eftirbreytni og baðlónið sem þarna mun rísa nærri stórbrotnum skriðjökli verður einstakt á heimsvísu. Ferðaþjónusta er mikilvæg lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar og við hlökkum til samstarfsins.“ Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að seljendur jarðarinnar séu hjónin Þrúðmar Þrúðmarsson og Ingibjörg Steinsdóttir, sem hafi rekið gistiþjónustu og heitar laugar að Hoffelli síðastliðinn áratug. Haft er eftir þeim að þau sé ánægð með frekari uppbyggingu á svæðinu og telji að bætt aðgengi að svæðinu geti aukið aðdráttarafl og samkeppnishæfni Austurlands til framtíðar. „Ferðamennskan hefur byggst upp hægt og rólega hjá okkur í gegnum árin. Margt ferðafólk fer í dagsferðir að Jökulsárlóni frá Reykjavík en fer síðan ekki lengra. Með því að fá vandaða uppbyggingu hér við Hoffell, þá vonandi fjölgar þeim sem gista yfir nótt og fara lengra austur, því hér er ótrúlega margt að sjá og upplifa,“ er haft eftir Ingibjörgu. Útsýni yfir jökullónið Í tilkynningu segir að ppbyggingin verði skammt frá Hoffellsjökli, sem er skriðjökull úr Vatnajökli, með útsýni yfir jökullónið sem þar er. Gestastofa Hoffells verði ný upplýsingamiðstöð með jöklasýningu en þau hjónin, Þrúðmar og Ingibjörg, hafi safnað einstökum heimildum um Hoffellsjökul, þróun og jarðfræði svæðisins. Samhliða þessu hafi Bláa lónið hf. gert samning við Rarik um aðgang að heitu vatni til uppbyggingar á nýjum baðstað við Hoffellsjökul. Endurnýtt vatn Þá segir að baðlónið við Hoffellsjökul verður einstakt á heimsvísu að því leyti að allt vatn sem notað verður, verði endurnýtt. Heitt vatn hafi fyrst fundist í Hoffelli um síðustu aldamót en sú uppgötvun hafi gert Rarik kleift að leggja hitaveitu í nærliggjandi byggðalög. Þeirri framkvæmd hafi lokið árið 2021 og hún hafi þá verið mikið framfaraskref fyrir innviði á svæðinu þar sem hún sjái íbúum fyrir hita og rafmagni og hafi leyst fjarvarmaveitu af hólmi. Jarðvarmaorkan frá hitaveitunni sé forsenda fyrir uppbyggingu baðlónsins við Hoffell. „Það er afskaplega jákvætt fyrir hitaveituna að fá jafn öflugan viðskiptavin og Bláa Lónið hf. Samningurinn er því mikilvægur bæði fyrir Rarik og samfélagið í Hornafirði en nýframkvæmdir eins og hitaveitan í Hoffelli eru þungar í rekstri fyrstu árin. Samningurinn eykur fastar tekjur veitunnar og léttir því uppbygginguna. Afhending á heitu vatni til baðlónsins mun hvorki hafa áhrif á afhendingargetu á heitu vatni til íbúa á Höfn, né á vatnsforða svæðisins. Þetta er tryggt með svokallaðri niðurdælingu sem þýðir að allt vatn sem fer til lónsins fer í gegnum varmaskipti og verður dælt niður í jarðhitakerfið aftur og þannig endurnýtt,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra Rarik. Vilja dreifa álaginu Bláa Lónið hf. vinni nú að metnaðarfullri uppbyggingu í ferðaþjónustu víða um land þar sem sjálfbærni, virðing fyrir náttúrunni og ávinningur fyrir nærsamfélagið séu lykilþættir. Félagið vilji stuðla að uppbyggingu ferðamannastaða utan hefðbundinna viðkomustaða og eiga þannig þátt í því að styðja við greinina í heild sinni sem og jafna álag og aðgengi um allt land. Markmiðið sé ætíð að hafa jákvæð áhrif með verkefnum félagsins á nærsamfélagið á hverjum stað og eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við hagaðila. „Það er okkur afar mikilvægt að fara vel með þau svæði sem við njótum þess heiðurs að fá að byggja upp. Við horfum ávallt til framtíðar og leggjum mikið kapp á að horfa á heildaráhrif hverrar framkvæmdar, hvort sem þau áhrif eru umhverfisleg, samfélagsleg, rekstrarleg eða annað. Verkefnum er aðeins hleypt af stokkunum að vel athuguðu máli og þau gildi eiga við um uppbygginguna við Hoffellsjökul. Það er heiður að njóta trausts til að taka við svæðinu af Þrúðmari og Ingibjörgu og við leggjum mikla áherslu á að varðveita það góða starf sem hjónin hafa unnið,“ er haft eftir Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf.. Þá er haft eftir Sigurjóni Andréssyni, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar að sveitarfélagið fagni metnaðarfullum áformum við Hoffell. „Þétt og gott samtal milli Bláa lónsins hf. og sveitarfélagsins hefur verið til eftirbreytni og baðlónið sem þarna mun rísa nærri stórbrotnum skriðjökli verður einstakt á heimsvísu. Ferðaþjónusta er mikilvæg lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar og við hlökkum til samstarfsins.“
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira