Eignarréttarleg staða aflaheimilda og frjálst framsal verði fest betur í sessi Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2016 10:09 Ásgeir Jónsson dósent. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að mikilvægustu endurbætur sem ráðast þurfi í á kvótakerfinu sé að festa eignarréttarlega stöðu aflaheimilda betur í sessi og frjálst framsal þeirra. Þetta kemur fram í nýjum pistli Ásgeirs á heimasíðu fjármálafyrirtækisins Virðingar. Ásgeir segir að þetta verði gert í fyrsta lagi með því að losa um tengsl kvóta og skipa þannig að hvaða aðili sem er geti keypt og átt kvóta veðsett hann og leigt hann. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum,“ segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða sem er eiginleg stefnuyfirlýsing löggjafans. Sú staðreynd að veiðiheimildir eru ekki eignarréttindi sér svo stað víða í löggjöfinni. Þannig er óheimilt að veðsetja aflaheimildir beint samkvæmt lögum um samningsveð. Þær verða að vera bundnar við skip. Þessu vill Ásgeir breyta eins og að framan greinir. Í öðru lagi vill Ásgeir að eignarréttur verði tryggður með einhvers konar þjóðfélagssáttmála sem jafnframt feli það í sér að eigendur hans greiði auðlindagjald. Það skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort sem það gerist með einhvers konar uppboðum, nýtingarsamningum eða öðrum leiðum heldur að almenn sátt náist um málið. Í þessu sambandi má rifja upp að upp úr slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar því litlu flokkarnir tveir héldu fram kröfu um sérstaka uppboðsleið í sjávarútvegi. Flokkarnir vilja að 3 til 4 prósent aflahlutdeilda fari á markað árlega og samhliða því verði veiðigjaldakerfið lagt af. Ekki var áhugi fyrir slíku innan raða Sjálfstæðisflokksins og meðal annars af þeirri ástæðu var viðræðunum slitið. Ef marka má Ásgeir Jónsson dósent er það bara ein leið af þremur til þess að ríkið fái auðlindagjald fyrir notkun fyrirtækja á fiskveiðiauðlindinni innan 200 mílna efnahagslögsögunnar og er því ekki aðalatriði þegar framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins er annars vegar.Grein Ásgeirs. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að mikilvægustu endurbætur sem ráðast þurfi í á kvótakerfinu sé að festa eignarréttarlega stöðu aflaheimilda betur í sessi og frjálst framsal þeirra. Þetta kemur fram í nýjum pistli Ásgeirs á heimasíðu fjármálafyrirtækisins Virðingar. Ásgeir segir að þetta verði gert í fyrsta lagi með því að losa um tengsl kvóta og skipa þannig að hvaða aðili sem er geti keypt og átt kvóta veðsett hann og leigt hann. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum,“ segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða sem er eiginleg stefnuyfirlýsing löggjafans. Sú staðreynd að veiðiheimildir eru ekki eignarréttindi sér svo stað víða í löggjöfinni. Þannig er óheimilt að veðsetja aflaheimildir beint samkvæmt lögum um samningsveð. Þær verða að vera bundnar við skip. Þessu vill Ásgeir breyta eins og að framan greinir. Í öðru lagi vill Ásgeir að eignarréttur verði tryggður með einhvers konar þjóðfélagssáttmála sem jafnframt feli það í sér að eigendur hans greiði auðlindagjald. Það skipti í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort sem það gerist með einhvers konar uppboðum, nýtingarsamningum eða öðrum leiðum heldur að almenn sátt náist um málið. Í þessu sambandi má rifja upp að upp úr slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar því litlu flokkarnir tveir héldu fram kröfu um sérstaka uppboðsleið í sjávarútvegi. Flokkarnir vilja að 3 til 4 prósent aflahlutdeilda fari á markað árlega og samhliða því verði veiðigjaldakerfið lagt af. Ekki var áhugi fyrir slíku innan raða Sjálfstæðisflokksins og meðal annars af þeirri ástæðu var viðræðunum slitið. Ef marka má Ásgeir Jónsson dósent er það bara ein leið af þremur til þess að ríkið fái auðlindagjald fyrir notkun fyrirtækja á fiskveiðiauðlindinni innan 200 mílna efnahagslögsögunnar og er því ekki aðalatriði þegar framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins er annars vegar.Grein Ásgeirs.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira