Tengja tónlistina við náttúruna Benedikt Bóas skrifar 26. nóvember 2016 11:00 Soffía Kristín, Stefán og Steinunn Camilla munu sjá um sumartónleika við Mývatn sem hafa verið í gangi hjá sveitinni undanfarin 30 ár. Hópurinn ætlar að höfða til stærri hóps og dreifa hátíðinni yfir árið. Fréttablaðið/Stefán Ég finn að ferðamenn eru mikið að spyrja um íslenska tónlist en vita lítið hvar á að leita þannig það er spurning hvort við ættum ekki að færa þeim tónlistina,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson sem hefur tekið við Sumartónleikum við Mývatn sem hefur slegið taktinn í menningarlífi Mývetninga undanfarin 30 ár. Frænka Stefáns, Margrét Bóasdóttir, hefur séð um tónleikana en afhenti Stefáni kyndilinn og fékk hann þær Steinunni Camillu Stones og Soffíu Kristínu Jónsdóttur með sér. „Margrét hefur verið með þessa tónleikaröð í 30 ár og staðið sig einstaklega vel. Hún er búinn að standa í þessu ein sem er afrek því þetta er mikil vinna. Hún hefur einblínt á tónlist sem hún þekkir vel eins og klassíska tónlist en við ætlum að víkka þetta meira og það er engin tónlist sem er ekki velkomin.“ Stefán starfar sem leiðsögumaður í Mývatnssveit sem og að þenja raddböndin með rokksveitinni Dimmu. Hann er því nálægt ferðamönnum sem koma í sveitina og segir að tækifæri séu í því að færa ferðamönnum íslenska tónlist í sveitinni. „Við erum að þróa hugmyndina. Þetta verður fyrsta sumarið okkar en við viljum tengja tónlistina við náttúruna og gera hana jafn þekkta og náttúruna í sveitinni. Það er nóg um að vera í sveitinni en það er alltaf hægt að bæta á sig blómum. Svo þróum við þetta áfram hægt og rólega. En okkur langar að halda tónleika í Stórugjá eða við Jarðböðin eða á einhverri eyju út í vatni eða í raun hvar sem er. Við erum með ákveðnar pælingar og háleitar hugmyndir og ef ég á að vera hreinskilinn þá erum við bjartsýn á að þetta gæti orðið eitthvað stórt og skemmtilegt og sem fjölbreyttast. Það er alveg hægt að spila pönk í Dimmuborgum eða bara að Dimma spili í Dimmuborgunum –það er kannski hugmynd.“ Eðlilega ætlar Stefán að taka lagið á sinni eigin hátíð. „Já ekki spurning. Sem músíkant í allskonar þá kemur ekki annað til greina,“ segir hann og hlær. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Ég finn að ferðamenn eru mikið að spyrja um íslenska tónlist en vita lítið hvar á að leita þannig það er spurning hvort við ættum ekki að færa þeim tónlistina,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson sem hefur tekið við Sumartónleikum við Mývatn sem hefur slegið taktinn í menningarlífi Mývetninga undanfarin 30 ár. Frænka Stefáns, Margrét Bóasdóttir, hefur séð um tónleikana en afhenti Stefáni kyndilinn og fékk hann þær Steinunni Camillu Stones og Soffíu Kristínu Jónsdóttur með sér. „Margrét hefur verið með þessa tónleikaröð í 30 ár og staðið sig einstaklega vel. Hún er búinn að standa í þessu ein sem er afrek því þetta er mikil vinna. Hún hefur einblínt á tónlist sem hún þekkir vel eins og klassíska tónlist en við ætlum að víkka þetta meira og það er engin tónlist sem er ekki velkomin.“ Stefán starfar sem leiðsögumaður í Mývatnssveit sem og að þenja raddböndin með rokksveitinni Dimmu. Hann er því nálægt ferðamönnum sem koma í sveitina og segir að tækifæri séu í því að færa ferðamönnum íslenska tónlist í sveitinni. „Við erum að þróa hugmyndina. Þetta verður fyrsta sumarið okkar en við viljum tengja tónlistina við náttúruna og gera hana jafn þekkta og náttúruna í sveitinni. Það er nóg um að vera í sveitinni en það er alltaf hægt að bæta á sig blómum. Svo þróum við þetta áfram hægt og rólega. En okkur langar að halda tónleika í Stórugjá eða við Jarðböðin eða á einhverri eyju út í vatni eða í raun hvar sem er. Við erum með ákveðnar pælingar og háleitar hugmyndir og ef ég á að vera hreinskilinn þá erum við bjartsýn á að þetta gæti orðið eitthvað stórt og skemmtilegt og sem fjölbreyttast. Það er alveg hægt að spila pönk í Dimmuborgum eða bara að Dimma spili í Dimmuborgunum –það er kannski hugmynd.“ Eðlilega ætlar Stefán að taka lagið á sinni eigin hátíð. „Já ekki spurning. Sem músíkant í allskonar þá kemur ekki annað til greina,“ segir hann og hlær.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira