Kvika og Virðing vilja saman í sterkan banka Hafliði Helgason skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku. Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira
Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Sjá meira