Kvika og Virðing vilja saman í sterkan banka Hafliði Helgason skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku. Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira