Lífið

Strákarnir í FM95BLÖ „eyða“ milljón á dag: Borgaði Rikka G 150 þúsund fyrir að slá hann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki G fékk að kenna á því.
Rikki G fékk að kenna á því.
„Djöfull var þetta gaman, líklega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Egill Einarsson, einkaþjálfari og útvarpsmaður, sem fékk það verkefni að eyða einni milljón á Snapchat-reikningi FM95BLÖ í gær.

Um er að ræða keppni á vegum smáforritsins Kass en Egill, Steindi Jr. og Auðunn Blöndal fá einn dag á mann. Sá sem gerir skemmtilegustu söguna á Snapchat vinnur 100.000 sem fara til góðgerðamála.

Egill fór hreinlega á kostum í gær en hann skellti sér í fegrunarmeðferð, fékk sér nóg af fæðubótarefnum, borgaði Rikka G 150.000 krónur fyrir að slá hann utan undir, og lét hann hella yfir sig kampavíni ofan í pottinum í Sporthúsinu.

Fyrsti dagurinn fór því vel af stað en líklega hefur Egill í raun ekki fengið heila milljón til að eyða í gær, myndbandið því meira til gamans gert.

Hér að neðan má sjá söguna sem birtist á Snapchat-reikningi FM95BLÖ (fm95blo).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×