Vinna á appelsínuhúð með kaffikorgi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 11:00 Elva Björk Barkardóttir og Rakel Garðarsdóttir framleiða snyrtivörulínu úr náttúrulegum hráefnum. „Verandi er snyrtivörulína stofnuð út frá Vakandi, en það eru samtök sem berjast fyrir vitundarvakningu um sóun og þá helst matarsóun. Hugsjónin á bak við Verandi er að endurnýta hráefni sem myndi annars vera hent,“ segir Rakel Garðarsdóttir, spurð út í nýja snyrtivörulínu sem hún og Elva Björk Barkardóttur, lögfræðingur og ein af stofnendum Litlu gulu hænunnar, fyrirtæki sem framleiðir velferðarkjúkling, eru að koma með á markaðinn. Um er að ræða líkamsskrúbb sem búinn er til úr kaffi, sem tilvalið er að endurnýja. Oftar en ekki er kaffikorgnum hent beint í ruslið þar sem hann endar í landfyllingu, sem er að öllu leyti mjög óumhverfisvænt. „Fyrsta varan í snyrtivörulínunni Verandi er kaffiskrúbbur, þar sem við endurnýtum kaffikorg sem við fáum á kaffihúsum í Reykjavík, þurrkum hann og blöndum við olíur, þara og salt og er útkoman algjört dúndur,“ segir Rakel og bætir við að saltið sem þær fá sé íslenskt og ekki hægt að nýta til matar þar sem magnesíuminnihald þess er of hátt og því fullkomið í húðvörur. Rakel og Elva eru báðar mjög umhverfisvænar, og eru umhverfismál þeim ofarlega í huga þegar kemur að þróun snyrtivaranna. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur að allt það sem er í vörunum okkar geti skilað sér í gegnum niðurfallið aftur út í sjó án þess að skaða nokkuð, hvorki húð okkar né sjóinn. Mikið af vörum sem eru á markaði í dag er stútfullt af eiturefnum sem eru skaðleg heilsu okkar, húð og ekki síst umhverfinu eins og sjónum,“ segir Rakel og bendir á að margar nothæfar snyrtivörur megi finna í eldhúsinu á flestum heimilum og því alls ekki þörf fyrir allar þær kemísku vörur sem eru á markaðnum í dag. En hvernig datt ykkur í hug að nota kaffikorg?Elva Björk Barkardóttir og Rakel Garðarsdóttir.Þetta byrjaði allt þegar við Rakel sátum á kaffihúsi og vorum að velta því fyrir okkur hversu mikið af kaffikorg er hent eftir að vera nýttur í einn kaffibolla. Kaffi sem er flutt yfir hálfan hnöttinn. Eitt leiddi af öðru og við byrjuðum að upphugsa leiðir til þess að nýta korginn. Við fórum fljótlega að gera tilraunir í eldhúsi Matís, þar sem við þróuðum vöruna og ekki leiða löngu þar til við fundum hina fullkomnu blöndu fyrir líkamsskrúbb sem endurnærði húðina og gerði hana silkimjúka og ljómandi,“ segir Elva Björk „Kaffið er líka enn stútfullt af næringarefnum sem dekra við húðina, en það þykir einstaklega gott til að vekja húðina og vinna á kvillum eins og appelsínuhúð,“ bætir Rakel við. Sem stendur eru fleiri vörur frá Verandi á leið á markað bæði hérlendis og erlendis svo sem hárvörur eins og sjampó og næring, handsápur, andlitsmaski og fleira. „Við erum á fullu í þróun á nýjum vörum, og með okkur í teymi er grafíski hönnuðurinn Egill Þórðarson. Allar vörurnar verða byggðar á sama lögmáli þar sem við notum hreint íslenskt hráefni. Það er nefnilega í höndum okkar einstaklinganna að hjálpast að, að huga betur að umhverfi okkar og jörðinni,“ segir Rakel.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember. Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Verandi er snyrtivörulína stofnuð út frá Vakandi, en það eru samtök sem berjast fyrir vitundarvakningu um sóun og þá helst matarsóun. Hugsjónin á bak við Verandi er að endurnýta hráefni sem myndi annars vera hent,“ segir Rakel Garðarsdóttir, spurð út í nýja snyrtivörulínu sem hún og Elva Björk Barkardóttur, lögfræðingur og ein af stofnendum Litlu gulu hænunnar, fyrirtæki sem framleiðir velferðarkjúkling, eru að koma með á markaðinn. Um er að ræða líkamsskrúbb sem búinn er til úr kaffi, sem tilvalið er að endurnýja. Oftar en ekki er kaffikorgnum hent beint í ruslið þar sem hann endar í landfyllingu, sem er að öllu leyti mjög óumhverfisvænt. „Fyrsta varan í snyrtivörulínunni Verandi er kaffiskrúbbur, þar sem við endurnýtum kaffikorg sem við fáum á kaffihúsum í Reykjavík, þurrkum hann og blöndum við olíur, þara og salt og er útkoman algjört dúndur,“ segir Rakel og bætir við að saltið sem þær fá sé íslenskt og ekki hægt að nýta til matar þar sem magnesíuminnihald þess er of hátt og því fullkomið í húðvörur. Rakel og Elva eru báðar mjög umhverfisvænar, og eru umhverfismál þeim ofarlega í huga þegar kemur að þróun snyrtivaranna. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur að allt það sem er í vörunum okkar geti skilað sér í gegnum niðurfallið aftur út í sjó án þess að skaða nokkuð, hvorki húð okkar né sjóinn. Mikið af vörum sem eru á markaði í dag er stútfullt af eiturefnum sem eru skaðleg heilsu okkar, húð og ekki síst umhverfinu eins og sjónum,“ segir Rakel og bendir á að margar nothæfar snyrtivörur megi finna í eldhúsinu á flestum heimilum og því alls ekki þörf fyrir allar þær kemísku vörur sem eru á markaðnum í dag. En hvernig datt ykkur í hug að nota kaffikorg?Elva Björk Barkardóttir og Rakel Garðarsdóttir.Þetta byrjaði allt þegar við Rakel sátum á kaffihúsi og vorum að velta því fyrir okkur hversu mikið af kaffikorg er hent eftir að vera nýttur í einn kaffibolla. Kaffi sem er flutt yfir hálfan hnöttinn. Eitt leiddi af öðru og við byrjuðum að upphugsa leiðir til þess að nýta korginn. Við fórum fljótlega að gera tilraunir í eldhúsi Matís, þar sem við þróuðum vöruna og ekki leiða löngu þar til við fundum hina fullkomnu blöndu fyrir líkamsskrúbb sem endurnærði húðina og gerði hana silkimjúka og ljómandi,“ segir Elva Björk „Kaffið er líka enn stútfullt af næringarefnum sem dekra við húðina, en það þykir einstaklega gott til að vekja húðina og vinna á kvillum eins og appelsínuhúð,“ bætir Rakel við. Sem stendur eru fleiri vörur frá Verandi á leið á markað bæði hérlendis og erlendis svo sem hárvörur eins og sjampó og næring, handsápur, andlitsmaski og fleira. „Við erum á fullu í þróun á nýjum vörum, og með okkur í teymi er grafíski hönnuðurinn Egill Þórðarson. Allar vörurnar verða byggðar á sama lögmáli þar sem við notum hreint íslenskt hráefni. Það er nefnilega í höndum okkar einstaklinganna að hjálpast að, að huga betur að umhverfi okkar og jörðinni,“ segir Rakel.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember.
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira