Strípulaus Nik Kershaw og Todmobile kveiktu í Eldborgargestum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2016 22:15 Vísir/Eyþór Óhætt er að segja að áhorfendur á tónleikum Todmobile og 80’s stjörnunnar Nik Kershaw hafi fengið eitthvað fyrir peninginn og gott betur á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru afar vel sóttir og góð stemning í salnum frá fyrsta lagi. Eftirvæntingin hjá tónleikagestum leyndi sér ekki og voru þó nokkrir gestir sem leyfðu sér að syngja með lögunum og sveifla sér í sætunum. Fóru þar fremstar í flokki nokkrar konur á fremsta bekk sem voru svo sannarlega komnar til að skemmta sér. Allir helstu slagarar Todmobile fengu að hljóða, allt frá Tígurlaga Dal og Pöddulaginu yfir í Eldlagið og að sjálfsögðu Brúðkaupslagið þar sem Andrea og Eyþór Ingi stigu brúðkaupsdansinn eins og segir í laginu sem hver einasti Íslendingur hlýtur að kunna að meta. Eitt hljómborða Kjartans hljómboðsleikara var ekki að virka á sviðinu en hann lét það ekki slá sig útaf laginu. Hermaurinn var svo auðvitað á sínum stað sem ég ímynda mér að Andrea og Þorvaldur Bjarni gætu sungið aftur á bak ef því er að skipta. Eftir þéttan Todmobile pakka fyrir hlé og verðskuldaða pásu mætti sveitin aftur á svið og ljóst að styttist í uppáhald Eiðs bassaleikara, hinn 58 ára gamla Nik Kershaw, silfurref sem skartaði rándýrum strípum þegar hann var upp á sitt besta. Áður en hann steig á svið tók Todmobile lögin sem áhyggjufullir tónleikagestir voru farnir að efast um að yrðu tekin og því voru allir mettir af Todmobile þegar Kershaw var kynntur til leiks, strípulaus en grár og flottur í hárinu. Todmobile og Nik Kershaw! Vááá! A photo posted by Friðgeir Bergsteinsson (@fridgeirb) on Nov 11, 2016 at 3:04pm PST Kershaw tók öll sín helstu lög með Todmobile og lauk kvöldinu með uppklappslaginu og mögulega hans þekktasta lagi, I won’t Let The Sun Go Down On Me. Fólk söng með Kershaw sem gaf af sér á milli laga og ræddi við tónleikagesti. Kershaw og Todmobile smellpössuðu saman sem reyndar var alltaf líklegt miðað við útgáfu The Riddle sem Todmobile og Kershaw gerðu í aðdraganda tónleikanna.Tónleikarnir slógu vafalítið á einhver nostalgíuköst og voru vel til fundið framtak hjá Todmobile sem hafa áður haldið tónleika með erlendum poppstjörnum, þeim Jon Anderson úr Yes og Steve Hackett úr Genesis. Það var einmitt Hackett sem var milliliður sveitarinnar og Kershaw.Tónleikagestir virtust sáttir með þetta ýmist poppaða eða rokkaða kvöld í Eldborg en myndir frá tónleikunum má sjá hér að neðan. Þá var Greta Salóme formlega tekin inn í Todmobile fjölskylduna en segja má að hún með fiðluna sína leysi Eyþór Arnalds og sellóið af hólmi. Eyþór Árnason, ljósmyndari fréttastofu, var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Óhætt er að segja að áhorfendur á tónleikum Todmobile og 80’s stjörnunnar Nik Kershaw hafi fengið eitthvað fyrir peninginn og gott betur á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru afar vel sóttir og góð stemning í salnum frá fyrsta lagi. Eftirvæntingin hjá tónleikagestum leyndi sér ekki og voru þó nokkrir gestir sem leyfðu sér að syngja með lögunum og sveifla sér í sætunum. Fóru þar fremstar í flokki nokkrar konur á fremsta bekk sem voru svo sannarlega komnar til að skemmta sér. Allir helstu slagarar Todmobile fengu að hljóða, allt frá Tígurlaga Dal og Pöddulaginu yfir í Eldlagið og að sjálfsögðu Brúðkaupslagið þar sem Andrea og Eyþór Ingi stigu brúðkaupsdansinn eins og segir í laginu sem hver einasti Íslendingur hlýtur að kunna að meta. Eitt hljómborða Kjartans hljómboðsleikara var ekki að virka á sviðinu en hann lét það ekki slá sig útaf laginu. Hermaurinn var svo auðvitað á sínum stað sem ég ímynda mér að Andrea og Þorvaldur Bjarni gætu sungið aftur á bak ef því er að skipta. Eftir þéttan Todmobile pakka fyrir hlé og verðskuldaða pásu mætti sveitin aftur á svið og ljóst að styttist í uppáhald Eiðs bassaleikara, hinn 58 ára gamla Nik Kershaw, silfurref sem skartaði rándýrum strípum þegar hann var upp á sitt besta. Áður en hann steig á svið tók Todmobile lögin sem áhyggjufullir tónleikagestir voru farnir að efast um að yrðu tekin og því voru allir mettir af Todmobile þegar Kershaw var kynntur til leiks, strípulaus en grár og flottur í hárinu. Todmobile og Nik Kershaw! Vááá! A photo posted by Friðgeir Bergsteinsson (@fridgeirb) on Nov 11, 2016 at 3:04pm PST Kershaw tók öll sín helstu lög með Todmobile og lauk kvöldinu með uppklappslaginu og mögulega hans þekktasta lagi, I won’t Let The Sun Go Down On Me. Fólk söng með Kershaw sem gaf af sér á milli laga og ræddi við tónleikagesti. Kershaw og Todmobile smellpössuðu saman sem reyndar var alltaf líklegt miðað við útgáfu The Riddle sem Todmobile og Kershaw gerðu í aðdraganda tónleikanna.Tónleikarnir slógu vafalítið á einhver nostalgíuköst og voru vel til fundið framtak hjá Todmobile sem hafa áður haldið tónleika með erlendum poppstjörnum, þeim Jon Anderson úr Yes og Steve Hackett úr Genesis. Það var einmitt Hackett sem var milliliður sveitarinnar og Kershaw.Tónleikagestir virtust sáttir með þetta ýmist poppaða eða rokkaða kvöld í Eldborg en myndir frá tónleikunum má sjá hér að neðan. Þá var Greta Salóme formlega tekin inn í Todmobile fjölskylduna en segja má að hún með fiðluna sína leysi Eyþór Arnalds og sellóið af hólmi. Eyþór Árnason, ljósmyndari fréttastofu, var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira