Slökkviliðið fær einstaka sinnum beiðni frá borgurum um að ná köttum niður af húsþökum en yfirleitt komast kettirnir niður af eigin rammleik.
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar slökkviliðið kom niður úr krananum með köttinn og var eigandinn hálf bugaður. Knúsaði hvern einasta slökkviliðsmann og þakkaði fyrir björgunina.
Kisinn tók vel á móti slökkviliðsmönnunum og virtist njóta ferðarinnar niður samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Reykjavíkur.
Kettir klifra oft hærra en hugrekkið leyfir og sat kisi fastur á syllu undir þakskeggi hússins og gat enga björg sér veitt. Hann var því ánægður að sjá slökkviliðshetjurnar bjóða fram arminn og far niður í faðm eiganda síns.

