Hvert stefnir íslenski framhaldsskólinn? Steinn Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Í nýlegum pistli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, talar ráðherra um endurreisn framhaldsskólans. Endurreisnin er m.a. falin í því að fjárframlög til framhaldsskólanna muni aukast mjög á næstu árum eða allt til 2021 og verða með því hæsta sem gerist innan OECD. Undanfarin ár hafa íslenskir framhaldsskólar fengið töluvert lægra fjárframlag en meðaltal OECD og kom það skýrt fram í grein ráðherra. Þetta hefur m.a. leitt til þess að endurnýjun á búnaði hefur verið lítil sem engin sem hindrar skólastarf og þróun þess. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt í starfsnámi þar sem mikil endurnýjunarþörf hefur skapast. Það er því gleðiefni að framhaldsskólar muni fá fjárframlag sem hæfir rekstri hvers og eins á næstu árum en það eru enn orð á blaði sem vonandi rætast. Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í starfsemi framhaldsskólanna, t.d. innleiðing þriggja ára stúdentsbrauta, endurskoðun allra námsbrauta í starfsnámi og breyttar skilgreiningar á vinnutíma kennara (vinnumat). Allt hefur þetta í för með sér útgjaldaauka sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um erfiða rekstrarstöðu framhaldsskólanna og komið hefur fram að sumir skólar eiga ekki fyrir reikningum sem snerta daglegan rekstur. Það er ljóst að reiknilíkan framhaldsskólanna er orðið úrelt og rík þörf á endurskoðun þess strax. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá 2014 er ráðuneyti mennta- og menningarmála hvatt til þess að endurskoða reiknilíkanið og vinna hratt og vel þannig að tryggja megi að framhaldsskólarnir uppfylli hlutverk sitt. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri fjársýslunnar á rekstri framhaldsskólanna þá glímir u.þ.b. helmingur skólanna við rekstrarhalla. Ætla má að erfið rekstrarstaða sé fyrst og fremst tilkomin vegna eftirfarandi þátta: Reiknilíkanið gerir ekki ráð fyrir útgjaldaauka vegna breyttrar aldurssamsetningar kennara en kennarar sem eru 60 ára og eldri eru í dag tæplega fjórðungur kennara og njóta þeir um 25% afsláttar á vinnuframlagi kennsluþáttar. Reiknilíkan gerir ekki ráð fyrir að skólum sé bættur kostnaður vegna langtímaveikinda kennara. Jafnframt þarf að tryggja að launastika reiknilíkansins sé leiðrétt þannig að gert sé ráð fyrir raunlaunum og viðbótarlífeyrissparnaði sem nemur 2%. Það skortir gagnsæi á útreikningum reiknilíkansins þannig að óljóst er hversu mikið fjármagn er ætlað til ákveðinna rekstrarþátta. Framhaldsskólinn á Íslandi hefur alla burði til að verða í fremstu röð skóla í Evrópu. Til að ná slíku markmiði þurfa yfirvöld, starfsfólk skólanna, nemendur og samfélagið að standa vörð um hagsmuni skólanna og tryggja þeim fjármagn sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, talar ráðherra um endurreisn framhaldsskólans. Endurreisnin er m.a. falin í því að fjárframlög til framhaldsskólanna muni aukast mjög á næstu árum eða allt til 2021 og verða með því hæsta sem gerist innan OECD. Undanfarin ár hafa íslenskir framhaldsskólar fengið töluvert lægra fjárframlag en meðaltal OECD og kom það skýrt fram í grein ráðherra. Þetta hefur m.a. leitt til þess að endurnýjun á búnaði hefur verið lítil sem engin sem hindrar skólastarf og þróun þess. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt í starfsnámi þar sem mikil endurnýjunarþörf hefur skapast. Það er því gleðiefni að framhaldsskólar muni fá fjárframlag sem hæfir rekstri hvers og eins á næstu árum en það eru enn orð á blaði sem vonandi rætast. Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í starfsemi framhaldsskólanna, t.d. innleiðing þriggja ára stúdentsbrauta, endurskoðun allra námsbrauta í starfsnámi og breyttar skilgreiningar á vinnutíma kennara (vinnumat). Allt hefur þetta í för með sér útgjaldaauka sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um erfiða rekstrarstöðu framhaldsskólanna og komið hefur fram að sumir skólar eiga ekki fyrir reikningum sem snerta daglegan rekstur. Það er ljóst að reiknilíkan framhaldsskólanna er orðið úrelt og rík þörf á endurskoðun þess strax. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá 2014 er ráðuneyti mennta- og menningarmála hvatt til þess að endurskoða reiknilíkanið og vinna hratt og vel þannig að tryggja megi að framhaldsskólarnir uppfylli hlutverk sitt. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri fjársýslunnar á rekstri framhaldsskólanna þá glímir u.þ.b. helmingur skólanna við rekstrarhalla. Ætla má að erfið rekstrarstaða sé fyrst og fremst tilkomin vegna eftirfarandi þátta: Reiknilíkanið gerir ekki ráð fyrir útgjaldaauka vegna breyttrar aldurssamsetningar kennara en kennarar sem eru 60 ára og eldri eru í dag tæplega fjórðungur kennara og njóta þeir um 25% afsláttar á vinnuframlagi kennsluþáttar. Reiknilíkan gerir ekki ráð fyrir að skólum sé bættur kostnaður vegna langtímaveikinda kennara. Jafnframt þarf að tryggja að launastika reiknilíkansins sé leiðrétt þannig að gert sé ráð fyrir raunlaunum og viðbótarlífeyrissparnaði sem nemur 2%. Það skortir gagnsæi á útreikningum reiknilíkansins þannig að óljóst er hversu mikið fjármagn er ætlað til ákveðinna rekstrarþátta. Framhaldsskólinn á Íslandi hefur alla burði til að verða í fremstu röð skóla í Evrópu. Til að ná slíku markmiði þurfa yfirvöld, starfsfólk skólanna, nemendur og samfélagið að standa vörð um hagsmuni skólanna og tryggja þeim fjármagn sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun