Hvert stefnir íslenski framhaldsskólinn? Steinn Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Í nýlegum pistli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, talar ráðherra um endurreisn framhaldsskólans. Endurreisnin er m.a. falin í því að fjárframlög til framhaldsskólanna muni aukast mjög á næstu árum eða allt til 2021 og verða með því hæsta sem gerist innan OECD. Undanfarin ár hafa íslenskir framhaldsskólar fengið töluvert lægra fjárframlag en meðaltal OECD og kom það skýrt fram í grein ráðherra. Þetta hefur m.a. leitt til þess að endurnýjun á búnaði hefur verið lítil sem engin sem hindrar skólastarf og þróun þess. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt í starfsnámi þar sem mikil endurnýjunarþörf hefur skapast. Það er því gleðiefni að framhaldsskólar muni fá fjárframlag sem hæfir rekstri hvers og eins á næstu árum en það eru enn orð á blaði sem vonandi rætast. Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í starfsemi framhaldsskólanna, t.d. innleiðing þriggja ára stúdentsbrauta, endurskoðun allra námsbrauta í starfsnámi og breyttar skilgreiningar á vinnutíma kennara (vinnumat). Allt hefur þetta í för með sér útgjaldaauka sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um erfiða rekstrarstöðu framhaldsskólanna og komið hefur fram að sumir skólar eiga ekki fyrir reikningum sem snerta daglegan rekstur. Það er ljóst að reiknilíkan framhaldsskólanna er orðið úrelt og rík þörf á endurskoðun þess strax. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá 2014 er ráðuneyti mennta- og menningarmála hvatt til þess að endurskoða reiknilíkanið og vinna hratt og vel þannig að tryggja megi að framhaldsskólarnir uppfylli hlutverk sitt. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri fjársýslunnar á rekstri framhaldsskólanna þá glímir u.þ.b. helmingur skólanna við rekstrarhalla. Ætla má að erfið rekstrarstaða sé fyrst og fremst tilkomin vegna eftirfarandi þátta: Reiknilíkanið gerir ekki ráð fyrir útgjaldaauka vegna breyttrar aldurssamsetningar kennara en kennarar sem eru 60 ára og eldri eru í dag tæplega fjórðungur kennara og njóta þeir um 25% afsláttar á vinnuframlagi kennsluþáttar. Reiknilíkan gerir ekki ráð fyrir að skólum sé bættur kostnaður vegna langtímaveikinda kennara. Jafnframt þarf að tryggja að launastika reiknilíkansins sé leiðrétt þannig að gert sé ráð fyrir raunlaunum og viðbótarlífeyrissparnaði sem nemur 2%. Það skortir gagnsæi á útreikningum reiknilíkansins þannig að óljóst er hversu mikið fjármagn er ætlað til ákveðinna rekstrarþátta. Framhaldsskólinn á Íslandi hefur alla burði til að verða í fremstu röð skóla í Evrópu. Til að ná slíku markmiði þurfa yfirvöld, starfsfólk skólanna, nemendur og samfélagið að standa vörð um hagsmuni skólanna og tryggja þeim fjármagn sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, talar ráðherra um endurreisn framhaldsskólans. Endurreisnin er m.a. falin í því að fjárframlög til framhaldsskólanna muni aukast mjög á næstu árum eða allt til 2021 og verða með því hæsta sem gerist innan OECD. Undanfarin ár hafa íslenskir framhaldsskólar fengið töluvert lægra fjárframlag en meðaltal OECD og kom það skýrt fram í grein ráðherra. Þetta hefur m.a. leitt til þess að endurnýjun á búnaði hefur verið lítil sem engin sem hindrar skólastarf og þróun þess. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt í starfsnámi þar sem mikil endurnýjunarþörf hefur skapast. Það er því gleðiefni að framhaldsskólar muni fá fjárframlag sem hæfir rekstri hvers og eins á næstu árum en það eru enn orð á blaði sem vonandi rætast. Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í starfsemi framhaldsskólanna, t.d. innleiðing þriggja ára stúdentsbrauta, endurskoðun allra námsbrauta í starfsnámi og breyttar skilgreiningar á vinnutíma kennara (vinnumat). Allt hefur þetta í för með sér útgjaldaauka sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um erfiða rekstrarstöðu framhaldsskólanna og komið hefur fram að sumir skólar eiga ekki fyrir reikningum sem snerta daglegan rekstur. Það er ljóst að reiknilíkan framhaldsskólanna er orðið úrelt og rík þörf á endurskoðun þess strax. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá 2014 er ráðuneyti mennta- og menningarmála hvatt til þess að endurskoða reiknilíkanið og vinna hratt og vel þannig að tryggja megi að framhaldsskólarnir uppfylli hlutverk sitt. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri fjársýslunnar á rekstri framhaldsskólanna þá glímir u.þ.b. helmingur skólanna við rekstrarhalla. Ætla má að erfið rekstrarstaða sé fyrst og fremst tilkomin vegna eftirfarandi þátta: Reiknilíkanið gerir ekki ráð fyrir útgjaldaauka vegna breyttrar aldurssamsetningar kennara en kennarar sem eru 60 ára og eldri eru í dag tæplega fjórðungur kennara og njóta þeir um 25% afsláttar á vinnuframlagi kennsluþáttar. Reiknilíkan gerir ekki ráð fyrir að skólum sé bættur kostnaður vegna langtímaveikinda kennara. Jafnframt þarf að tryggja að launastika reiknilíkansins sé leiðrétt þannig að gert sé ráð fyrir raunlaunum og viðbótarlífeyrissparnaði sem nemur 2%. Það skortir gagnsæi á útreikningum reiknilíkansins þannig að óljóst er hversu mikið fjármagn er ætlað til ákveðinna rekstrarþátta. Framhaldsskólinn á Íslandi hefur alla burði til að verða í fremstu röð skóla í Evrópu. Til að ná slíku markmiði þurfa yfirvöld, starfsfólk skólanna, nemendur og samfélagið að standa vörð um hagsmuni skólanna og tryggja þeim fjármagn sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar