Hvert stefnir íslenski framhaldsskólinn? Steinn Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Í nýlegum pistli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, talar ráðherra um endurreisn framhaldsskólans. Endurreisnin er m.a. falin í því að fjárframlög til framhaldsskólanna muni aukast mjög á næstu árum eða allt til 2021 og verða með því hæsta sem gerist innan OECD. Undanfarin ár hafa íslenskir framhaldsskólar fengið töluvert lægra fjárframlag en meðaltal OECD og kom það skýrt fram í grein ráðherra. Þetta hefur m.a. leitt til þess að endurnýjun á búnaði hefur verið lítil sem engin sem hindrar skólastarf og þróun þess. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt í starfsnámi þar sem mikil endurnýjunarþörf hefur skapast. Það er því gleðiefni að framhaldsskólar muni fá fjárframlag sem hæfir rekstri hvers og eins á næstu árum en það eru enn orð á blaði sem vonandi rætast. Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í starfsemi framhaldsskólanna, t.d. innleiðing þriggja ára stúdentsbrauta, endurskoðun allra námsbrauta í starfsnámi og breyttar skilgreiningar á vinnutíma kennara (vinnumat). Allt hefur þetta í för með sér útgjaldaauka sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um erfiða rekstrarstöðu framhaldsskólanna og komið hefur fram að sumir skólar eiga ekki fyrir reikningum sem snerta daglegan rekstur. Það er ljóst að reiknilíkan framhaldsskólanna er orðið úrelt og rík þörf á endurskoðun þess strax. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá 2014 er ráðuneyti mennta- og menningarmála hvatt til þess að endurskoða reiknilíkanið og vinna hratt og vel þannig að tryggja megi að framhaldsskólarnir uppfylli hlutverk sitt. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri fjársýslunnar á rekstri framhaldsskólanna þá glímir u.þ.b. helmingur skólanna við rekstrarhalla. Ætla má að erfið rekstrarstaða sé fyrst og fremst tilkomin vegna eftirfarandi þátta: Reiknilíkanið gerir ekki ráð fyrir útgjaldaauka vegna breyttrar aldurssamsetningar kennara en kennarar sem eru 60 ára og eldri eru í dag tæplega fjórðungur kennara og njóta þeir um 25% afsláttar á vinnuframlagi kennsluþáttar. Reiknilíkan gerir ekki ráð fyrir að skólum sé bættur kostnaður vegna langtímaveikinda kennara. Jafnframt þarf að tryggja að launastika reiknilíkansins sé leiðrétt þannig að gert sé ráð fyrir raunlaunum og viðbótarlífeyrissparnaði sem nemur 2%. Það skortir gagnsæi á útreikningum reiknilíkansins þannig að óljóst er hversu mikið fjármagn er ætlað til ákveðinna rekstrarþátta. Framhaldsskólinn á Íslandi hefur alla burði til að verða í fremstu röð skóla í Evrópu. Til að ná slíku markmiði þurfa yfirvöld, starfsfólk skólanna, nemendur og samfélagið að standa vörð um hagsmuni skólanna og tryggja þeim fjármagn sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, talar ráðherra um endurreisn framhaldsskólans. Endurreisnin er m.a. falin í því að fjárframlög til framhaldsskólanna muni aukast mjög á næstu árum eða allt til 2021 og verða með því hæsta sem gerist innan OECD. Undanfarin ár hafa íslenskir framhaldsskólar fengið töluvert lægra fjárframlag en meðaltal OECD og kom það skýrt fram í grein ráðherra. Þetta hefur m.a. leitt til þess að endurnýjun á búnaði hefur verið lítil sem engin sem hindrar skólastarf og þróun þess. Ástandið hefur verið sérstaklega erfitt í starfsnámi þar sem mikil endurnýjunarþörf hefur skapast. Það er því gleðiefni að framhaldsskólar muni fá fjárframlag sem hæfir rekstri hvers og eins á næstu árum en það eru enn orð á blaði sem vonandi rætast. Það er ljóst að miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í starfsemi framhaldsskólanna, t.d. innleiðing þriggja ára stúdentsbrauta, endurskoðun allra námsbrauta í starfsnámi og breyttar skilgreiningar á vinnutíma kennara (vinnumat). Allt hefur þetta í för með sér útgjaldaauka sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um erfiða rekstrarstöðu framhaldsskólanna og komið hefur fram að sumir skólar eiga ekki fyrir reikningum sem snerta daglegan rekstur. Það er ljóst að reiknilíkan framhaldsskólanna er orðið úrelt og rík þörf á endurskoðun þess strax. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis frá 2014 er ráðuneyti mennta- og menningarmála hvatt til þess að endurskoða reiknilíkanið og vinna hratt og vel þannig að tryggja megi að framhaldsskólarnir uppfylli hlutverk sitt. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri fjársýslunnar á rekstri framhaldsskólanna þá glímir u.þ.b. helmingur skólanna við rekstrarhalla. Ætla má að erfið rekstrarstaða sé fyrst og fremst tilkomin vegna eftirfarandi þátta: Reiknilíkanið gerir ekki ráð fyrir útgjaldaauka vegna breyttrar aldurssamsetningar kennara en kennarar sem eru 60 ára og eldri eru í dag tæplega fjórðungur kennara og njóta þeir um 25% afsláttar á vinnuframlagi kennsluþáttar. Reiknilíkan gerir ekki ráð fyrir að skólum sé bættur kostnaður vegna langtímaveikinda kennara. Jafnframt þarf að tryggja að launastika reiknilíkansins sé leiðrétt þannig að gert sé ráð fyrir raunlaunum og viðbótarlífeyrissparnaði sem nemur 2%. Það skortir gagnsæi á útreikningum reiknilíkansins þannig að óljóst er hversu mikið fjármagn er ætlað til ákveðinna rekstrarþátta. Framhaldsskólinn á Íslandi hefur alla burði til að verða í fremstu röð skóla í Evrópu. Til að ná slíku markmiði þurfa yfirvöld, starfsfólk skólanna, nemendur og samfélagið að standa vörð um hagsmuni skólanna og tryggja þeim fjármagn sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun