Tíundi áratugurinn í hávegum hafður Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Fatboy Slim er alltaf hress og kátur þegar hann treður upp. Tilkynnt hefur verið um tvö stór nöfn sem munu spila á Sónarhátíðinni en það eru hiphop-goðsagnirnar í De La Soul og enski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Fatboy Slim.Fatboy Slim Fatboy Slim er listamannsnafn enska plötusnúðsins og pródúsentsins Normans Quentins Cook. Hann varð fyrst vinsæll á tíunda áratugnum þar sem hann átti nokkra risasmelli í heimi danstónlistar. Hann var hluti af big beat-æðinu en sú tónlistarstefna ruddi sér til rúms að miklu leyti vegna vinsælda Fatboy Slim. Big beat var elektrónísk danstónlist sem byggðist að miklu leyti á sama grunni og hiphop, notuð voru breakbeat – trommuhljómar klipptir úr ákveðnum lögum, mikið um sömpl í bland við hljóðgervla og fleira. Fleiri hljómsveitir sem eiga grunn sinn í big beat tónlistarstefnunni eru til dæmis The Chemical Brothers, Propellerheads og Íslandsvinirnir í The Prodigy. Flestir mun eftir smellunum The Rockafeller Skank með Fatboy Slim sem gerði allt brjálað rétt fyrir aldamót, en það var gríðarlega vinsælt og á eftir því kom hrina smella frá honum – Praise You, Right Here, Right Now, Weapon of Choice og Wonderful Night. Einnig vöktu myndböndin hans mikla athygli en þau voru yfirleitt sprenghlægileg og metnaðarfull – Praise You var leikstýrt af Spike Jonze og Roman Coppola en Spike Jonze lék sjálfur í myndbandinu. Weapon of Choice var samt líklega vinsælasta myndband Fatboy Slim en þar fór leikarinn Cristopher Walken á kostum en bæði þessi myndbönd gjörsamlega röðuðu inn verðlaunum. Síðustu ár hefur Norman Cook aðallega verið að koma fram sem plötusnúður, stundum sem Fatboy Slim og stundum undir öðrum nöfnum. Hann spilaði til dæmis í fulltrúadeild breska þingsins og var það í fyrsta sinn sem plötusnúður kom þar fram, í vor spilaði hann fyrir leikskólabörn í Brighton og árið 2012 spilaði hann á lokahátíð Ólympíuleikanna í London. Nú er röðin komin að Íslandi.Þeir Posdnuos, Dave og Maseo skipa hljómsveitina De La Soul sem átti frægðarsól sína á tíunda áratugnum og eru í dag í goða tölu í hiphop-heiminum.De La Soul Bandaríska rapphljómsveitin De La Soul var stofnuð á Long Island í New York-ríki árið 1987. Sveitin vakti strax athygli enda voru þeir með þeim fyrstu sem fóru að nýta sér sömpl úr djasstónlist og skrifuðu oft sérstaka texta fulla af húmor sem voru töluvert frábrugðnir því sem var vanalegt í hiphopinu á þeim tíma. Sveitin var meðlimur í Native Tongues hópnum með sveitunum A Tribe Called Quest og Jungle Brothers – en allar þessar hljómsveitir lögðu upp með að senda frá sér tónlist með jákvæðum boðskap, afrósentrískum textum og djassáhrifum. Fyrsta plata sveitarinnar, 3 Feet High and Rising, er oft nefnd í sömu andrá og plötur eins og Illmatic með Nas og 36 Chambers með Wu-Tang, en þær eru oftar en ekki sett ofarlega á lista hiphop-spekinga yfir bestu rappplötur allra tíma. Platan seldist best af öllum plötum sveitarinnar en næstu plötur sem komu á eftir hafa þó fengið mikið lof gagnrýnenda þó að þær hafi ekki selst nærri því jafn vel. Á plötunni De La Soul is Dead sem kom út árið 1991 var sveitin búin að þroskast töluvert og platan var að miklu leyti gagnrýni á hvert hljómur hiphop-tónlistar stefndi, en það var þeim gríðarlega jákvæðu Native Tongues-mönnum ekki að skapi. Buhloone Mindstate var síðan tilraunakenndasta plata sveitarinnar og hörðustu De La Soul aðdáendur eru flestir á þeirri skoðun að hún sé sú besta. Sveitin hélt áfram að gera tilraunir í textagerð en einnig má heyra miklar tilraunir með hljóðheiminn og oft einfaldur hljóðheimur hiphop-tónlistar var þaninn út. Næstu plötur De La Soul vöktu ekki sérstaklega mikil viðbrögð fyrir utan nokkrar smáskífur. Stakes Is High kom út 1996 og náði samnefnt lag, pródúserað af J Dilla heitnum, ágætis vinsældum. Art Official Intelligence: Mosaic Thump átti að vera fyrsta platan í þríleik, en það ævintýri endaði einungis með einni plötu í viðbót AOI: Bionix, en bak við þau mistök voru vandræði í samningum við plötufyrirtækið Tommy Boy. The Grind Date kom út árið 2004 en næsta plata kom ekki út fyrr en 2012 – það var platan Plug 1 & Plug 2 Present?… First Serve. Nú á þessu ári kom út platan and the Anonymous Nobody?… og fylgir sveitin þeirri plötu eftir með tónleikaferðalagi þar sem Ísland er eitt stoppið hjá þeim félögum. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um tvö stór nöfn sem munu spila á Sónarhátíðinni en það eru hiphop-goðsagnirnar í De La Soul og enski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Fatboy Slim.Fatboy Slim Fatboy Slim er listamannsnafn enska plötusnúðsins og pródúsentsins Normans Quentins Cook. Hann varð fyrst vinsæll á tíunda áratugnum þar sem hann átti nokkra risasmelli í heimi danstónlistar. Hann var hluti af big beat-æðinu en sú tónlistarstefna ruddi sér til rúms að miklu leyti vegna vinsælda Fatboy Slim. Big beat var elektrónísk danstónlist sem byggðist að miklu leyti á sama grunni og hiphop, notuð voru breakbeat – trommuhljómar klipptir úr ákveðnum lögum, mikið um sömpl í bland við hljóðgervla og fleira. Fleiri hljómsveitir sem eiga grunn sinn í big beat tónlistarstefnunni eru til dæmis The Chemical Brothers, Propellerheads og Íslandsvinirnir í The Prodigy. Flestir mun eftir smellunum The Rockafeller Skank með Fatboy Slim sem gerði allt brjálað rétt fyrir aldamót, en það var gríðarlega vinsælt og á eftir því kom hrina smella frá honum – Praise You, Right Here, Right Now, Weapon of Choice og Wonderful Night. Einnig vöktu myndböndin hans mikla athygli en þau voru yfirleitt sprenghlægileg og metnaðarfull – Praise You var leikstýrt af Spike Jonze og Roman Coppola en Spike Jonze lék sjálfur í myndbandinu. Weapon of Choice var samt líklega vinsælasta myndband Fatboy Slim en þar fór leikarinn Cristopher Walken á kostum en bæði þessi myndbönd gjörsamlega röðuðu inn verðlaunum. Síðustu ár hefur Norman Cook aðallega verið að koma fram sem plötusnúður, stundum sem Fatboy Slim og stundum undir öðrum nöfnum. Hann spilaði til dæmis í fulltrúadeild breska þingsins og var það í fyrsta sinn sem plötusnúður kom þar fram, í vor spilaði hann fyrir leikskólabörn í Brighton og árið 2012 spilaði hann á lokahátíð Ólympíuleikanna í London. Nú er röðin komin að Íslandi.Þeir Posdnuos, Dave og Maseo skipa hljómsveitina De La Soul sem átti frægðarsól sína á tíunda áratugnum og eru í dag í goða tölu í hiphop-heiminum.De La Soul Bandaríska rapphljómsveitin De La Soul var stofnuð á Long Island í New York-ríki árið 1987. Sveitin vakti strax athygli enda voru þeir með þeim fyrstu sem fóru að nýta sér sömpl úr djasstónlist og skrifuðu oft sérstaka texta fulla af húmor sem voru töluvert frábrugðnir því sem var vanalegt í hiphopinu á þeim tíma. Sveitin var meðlimur í Native Tongues hópnum með sveitunum A Tribe Called Quest og Jungle Brothers – en allar þessar hljómsveitir lögðu upp með að senda frá sér tónlist með jákvæðum boðskap, afrósentrískum textum og djassáhrifum. Fyrsta plata sveitarinnar, 3 Feet High and Rising, er oft nefnd í sömu andrá og plötur eins og Illmatic með Nas og 36 Chambers með Wu-Tang, en þær eru oftar en ekki sett ofarlega á lista hiphop-spekinga yfir bestu rappplötur allra tíma. Platan seldist best af öllum plötum sveitarinnar en næstu plötur sem komu á eftir hafa þó fengið mikið lof gagnrýnenda þó að þær hafi ekki selst nærri því jafn vel. Á plötunni De La Soul is Dead sem kom út árið 1991 var sveitin búin að þroskast töluvert og platan var að miklu leyti gagnrýni á hvert hljómur hiphop-tónlistar stefndi, en það var þeim gríðarlega jákvæðu Native Tongues-mönnum ekki að skapi. Buhloone Mindstate var síðan tilraunakenndasta plata sveitarinnar og hörðustu De La Soul aðdáendur eru flestir á þeirri skoðun að hún sé sú besta. Sveitin hélt áfram að gera tilraunir í textagerð en einnig má heyra miklar tilraunir með hljóðheiminn og oft einfaldur hljóðheimur hiphop-tónlistar var þaninn út. Næstu plötur De La Soul vöktu ekki sérstaklega mikil viðbrögð fyrir utan nokkrar smáskífur. Stakes Is High kom út 1996 og náði samnefnt lag, pródúserað af J Dilla heitnum, ágætis vinsældum. Art Official Intelligence: Mosaic Thump átti að vera fyrsta platan í þríleik, en það ævintýri endaði einungis með einni plötu í viðbót AOI: Bionix, en bak við þau mistök voru vandræði í samningum við plötufyrirtækið Tommy Boy. The Grind Date kom út árið 2004 en næsta plata kom ekki út fyrr en 2012 – það var platan Plug 1 & Plug 2 Present?… First Serve. Nú á þessu ári kom út platan and the Anonymous Nobody?… og fylgir sveitin þeirri plötu eftir með tónleikaferðalagi þar sem Ísland er eitt stoppið hjá þeim félögum.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira