Fjölskyldurnar bak við hrollvekjuna Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. nóvember 2016 11:00 Í efri röðinni eru þau Magnús, Berglind og Bjartmar og í neðri röðinni eru Elvar, Kolbrún Una og Vivian Mynd/Alvin Zoug Hryllingsmyndin Mara er nú á lokametrunum í tökum og stefna aðstandendur hennar að því að frumsýna myndina erlendis í lok september á næsta ári og vonast til að hægt verði að sýna hana hér á landi á svipuðum tíma. „Við eigum eftir einhverjar senur sem við þurfum að taka upp í Nashville og eitthvað smá í viðbót, voðalega lítið. Þetta er lítið í blaðsíðum en ferðalagið er langt,“ segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðspurður hvernig gangi í tökum. Það má segja að Mara sé fjölskylduframleiðsla en leikstjóri myndarinnar, Elvar Gunnarsson, og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdóttir, eru hjón, auk þess sem sjö ára dóttir þeirra leikur líka lítið hlutverk í myndinni. Magnús Ómarsson er einn framleiðenda Möru og er auk þess hljóðmaður og leikur sjálft skrímslið og Berglind Bjartmarsdóttir sem sér um búninga og leikmuni. Berglind og Magnús eru par og Bjartmar, þriggja mánaða sonur þeirra, leikur stóra rullu í myndinni. „Það er mjög auðvelt að vinna með fjölskyldunni. Það myndast miklu þéttari stemming yfir öllum; fjölskyldustemmingin smitast út í hópinn og við verðum í raun öll að einni stórri fjölskyldu. Það eru hérna tvær fjölskyldur sem er alveg stór partur af tökuliðinu. Bjartmar leikur nú frekar stórt hlutverk, hann var þriggja mánaða þegar hann var í tökum. Það var nú mesta barnaævintýrið að leikstýra ungbarni. Það var nú frekar einfalt að leikstýra honum og kortleggja svona sirka hvernig honum liði í hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú bara að skipuleggja daginn svolítið út frá því hvenær hann væri vakandi og hvenær hann væri sofandi. Kolbrún Una, hún var í einn dag og er í einni senu. Samt alveg stórri og veigamikilli senu en ekki eins mikið og Bjartmar en hann kemur fram í svona tuttugu prósentum myndarinnar.“ Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan föður sem umbreytist í vitfirrt illmenni. Með aðalhlutverk í Möru fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Hryllingsmyndin Mara er nú á lokametrunum í tökum og stefna aðstandendur hennar að því að frumsýna myndina erlendis í lok september á næsta ári og vonast til að hægt verði að sýna hana hér á landi á svipuðum tíma. „Við eigum eftir einhverjar senur sem við þurfum að taka upp í Nashville og eitthvað smá í viðbót, voðalega lítið. Þetta er lítið í blaðsíðum en ferðalagið er langt,“ segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðspurður hvernig gangi í tökum. Það má segja að Mara sé fjölskylduframleiðsla en leikstjóri myndarinnar, Elvar Gunnarsson, og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdóttir, eru hjón, auk þess sem sjö ára dóttir þeirra leikur líka lítið hlutverk í myndinni. Magnús Ómarsson er einn framleiðenda Möru og er auk þess hljóðmaður og leikur sjálft skrímslið og Berglind Bjartmarsdóttir sem sér um búninga og leikmuni. Berglind og Magnús eru par og Bjartmar, þriggja mánaða sonur þeirra, leikur stóra rullu í myndinni. „Það er mjög auðvelt að vinna með fjölskyldunni. Það myndast miklu þéttari stemming yfir öllum; fjölskyldustemmingin smitast út í hópinn og við verðum í raun öll að einni stórri fjölskyldu. Það eru hérna tvær fjölskyldur sem er alveg stór partur af tökuliðinu. Bjartmar leikur nú frekar stórt hlutverk, hann var þriggja mánaða þegar hann var í tökum. Það var nú mesta barnaævintýrið að leikstýra ungbarni. Það var nú frekar einfalt að leikstýra honum og kortleggja svona sirka hvernig honum liði í hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú bara að skipuleggja daginn svolítið út frá því hvenær hann væri vakandi og hvenær hann væri sofandi. Kolbrún Una, hún var í einn dag og er í einni senu. Samt alveg stórri og veigamikilli senu en ekki eins mikið og Bjartmar en hann kemur fram í svona tuttugu prósentum myndarinnar.“ Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan föður sem umbreytist í vitfirrt illmenni. Með aðalhlutverk í Möru fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira