Fjölskyldurnar bak við hrollvekjuna Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. nóvember 2016 11:00 Í efri röðinni eru þau Magnús, Berglind og Bjartmar og í neðri röðinni eru Elvar, Kolbrún Una og Vivian Mynd/Alvin Zoug Hryllingsmyndin Mara er nú á lokametrunum í tökum og stefna aðstandendur hennar að því að frumsýna myndina erlendis í lok september á næsta ári og vonast til að hægt verði að sýna hana hér á landi á svipuðum tíma. „Við eigum eftir einhverjar senur sem við þurfum að taka upp í Nashville og eitthvað smá í viðbót, voðalega lítið. Þetta er lítið í blaðsíðum en ferðalagið er langt,“ segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðspurður hvernig gangi í tökum. Það má segja að Mara sé fjölskylduframleiðsla en leikstjóri myndarinnar, Elvar Gunnarsson, og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdóttir, eru hjón, auk þess sem sjö ára dóttir þeirra leikur líka lítið hlutverk í myndinni. Magnús Ómarsson er einn framleiðenda Möru og er auk þess hljóðmaður og leikur sjálft skrímslið og Berglind Bjartmarsdóttir sem sér um búninga og leikmuni. Berglind og Magnús eru par og Bjartmar, þriggja mánaða sonur þeirra, leikur stóra rullu í myndinni. „Það er mjög auðvelt að vinna með fjölskyldunni. Það myndast miklu þéttari stemming yfir öllum; fjölskyldustemmingin smitast út í hópinn og við verðum í raun öll að einni stórri fjölskyldu. Það eru hérna tvær fjölskyldur sem er alveg stór partur af tökuliðinu. Bjartmar leikur nú frekar stórt hlutverk, hann var þriggja mánaða þegar hann var í tökum. Það var nú mesta barnaævintýrið að leikstýra ungbarni. Það var nú frekar einfalt að leikstýra honum og kortleggja svona sirka hvernig honum liði í hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú bara að skipuleggja daginn svolítið út frá því hvenær hann væri vakandi og hvenær hann væri sofandi. Kolbrún Una, hún var í einn dag og er í einni senu. Samt alveg stórri og veigamikilli senu en ekki eins mikið og Bjartmar en hann kemur fram í svona tuttugu prósentum myndarinnar.“ Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan föður sem umbreytist í vitfirrt illmenni. Með aðalhlutverk í Möru fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Hryllingsmyndin Mara er nú á lokametrunum í tökum og stefna aðstandendur hennar að því að frumsýna myndina erlendis í lok september á næsta ári og vonast til að hægt verði að sýna hana hér á landi á svipuðum tíma. „Við eigum eftir einhverjar senur sem við þurfum að taka upp í Nashville og eitthvað smá í viðbót, voðalega lítið. Þetta er lítið í blaðsíðum en ferðalagið er langt,“ segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, aðspurður hvernig gangi í tökum. Það má segja að Mara sé fjölskylduframleiðsla en leikstjóri myndarinnar, Elvar Gunnarsson, og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdóttir, eru hjón, auk þess sem sjö ára dóttir þeirra leikur líka lítið hlutverk í myndinni. Magnús Ómarsson er einn framleiðenda Möru og er auk þess hljóðmaður og leikur sjálft skrímslið og Berglind Bjartmarsdóttir sem sér um búninga og leikmuni. Berglind og Magnús eru par og Bjartmar, þriggja mánaða sonur þeirra, leikur stóra rullu í myndinni. „Það er mjög auðvelt að vinna með fjölskyldunni. Það myndast miklu þéttari stemming yfir öllum; fjölskyldustemmingin smitast út í hópinn og við verðum í raun öll að einni stórri fjölskyldu. Það eru hérna tvær fjölskyldur sem er alveg stór partur af tökuliðinu. Bjartmar leikur nú frekar stórt hlutverk, hann var þriggja mánaða þegar hann var í tökum. Það var nú mesta barnaævintýrið að leikstýra ungbarni. Það var nú frekar einfalt að leikstýra honum og kortleggja svona sirka hvernig honum liði í hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú bara að skipuleggja daginn svolítið út frá því hvenær hann væri vakandi og hvenær hann væri sofandi. Kolbrún Una, hún var í einn dag og er í einni senu. Samt alveg stórri og veigamikilli senu en ekki eins mikið og Bjartmar en hann kemur fram í svona tuttugu prósentum myndarinnar.“ Mara er í grunninn þroskasaga sem fjallar um par sem eignast sitt fyrsta barn og ábyrgðina sem því fylgir. Þroskasaga sem inniheldur konu sem verpir eggi, fornan vætt sem býr undir kjallaragólfinu og saklausan föður sem umbreytist í vitfirrt illmenni. Með aðalhlutverk í Möru fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir íslenskir stórleikarar við sögu, s.s. Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira