"Computer says no“ Ólafur Rúnarsson skrifar 18. nóvember 2016 00:00 Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa tónlistarskólakennarar verið samningslausir í meira en ár og ekkert bólar á því að nýr samningur sé á næsta leiti. Eftir fimm vikna verkfall árið 2014 var skrifað undir samning til eins árs, einhvers konar vopnahléssamning, og áttu viðræður að halda áfram samkvæmt viðræðuplani. Ekkert hefur því miður miðað í þessum viðræðum við sveitarfélögin.Hampa okkur á tyllidögum En við hverja erum við tónlistarskólakennarar að semja? Eru það ekki hinir kjörnu fulltrúar sem við kjósum á fjögurra ára fresti? Þeir sömu og hampa okkur á tyllidögum þegar við mætum á viðburði með söngvarann, lúðrasveitina, kammersveitina o.s.frv. í okkar samfélögum. Eða erum við að semja við óhagganlegt „kerfi embættismanna“, lesist Samband íslenskra sveitarfélaga? Er það ekki hentugt fyrir hina kjörnu fulltrúa að vísa ábyrgðinni yfir á eitthvert samband sem tekur að sér að vera vondi kallinn og snúa sér svo að þeim sem kusu þá og segjast hafa skilning á kröfum þeirra? Til hvers var þá verið að færa þessi málefni yfir í nærsamfélagið á sveitarstjórnarstigi? Eru hinir kjörnu fulltrúar okkar ekki kosnir til þess að útdeila og forgangsraða í þágu nærsamfélagsins?Ekkert sem þeir geta gert Á þessu ári hafa bæði Bretar og Bandaríkjamenn kosið að hafna hinu andlitslausa embættismannakerfi. Brexit og kosning DonaldsTrump er kall á breytingar og lýsir þreytu á kerfi sem fríar kjörna fulltrúa ábyrgð. Svörin sem við fáum frá hinum kjörnu fulltrúum eru á þá leið að það sé ekkert sem þeir geti gert. Erum við að stefna í sömu átt, er þetta framtíðin? Ætla hinir kjörnu fulltrúar okkar að skýla sér á bak við frasann „computer says no“?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar