Fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið Bryndís Skúladóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Loftslagið hlýnar og betri umgengni við umhverfið eru verkefni sem við verðum að takast á hendur. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki, tilbúinn með lausnir og hugmyndir. Fyrirtækin í landinu eru í lykilstöðu til að bæta nýtingu auðlinda og minnka sóun með því að leggja metnað í að starfa í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag. Atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar sem hjálpa til við að ná markmiðum okkar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og áætlar í samstarfi við ESB og Noreg að ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hringrásarhagkerfið miðar að því að minnka sóun auðlinda og sett eru markmið um að færa efni í hringrás endurvinnslu í auknum mæli. Umhverfis- og loftslagsmál eru þverfagleg verkefni sem krefjast samvinnu fjölda aðila úr ólíkum áttum, jafnvel aðila sem ekki vinna annars saman. Með því að styrkja uppbyggingu fyrirtækja á þessu sviði er hægt að leggja stoðir undir sterka atvinnugrein sem fylgir grænni tækni. Breytingum fylgja ávallt ný tækifæri. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og Ísland getur gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Okkar forskot liggur í fjölbreyttum iðnaði sem byggst hefur upp vegna góðs aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það er mikilvægt að atvinnulífið verði virkjað enn frekar til að Ísland nái markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að vinna náið með atvinnulífinu að því að ná settum markmiðum. Orku- og umhverfismál skipta iðnaðinn í landinu miklu máli. Við viljum að þau stjórnvöld sem taka við að loknum þingkosningum virki hugvit og þekkingu fyrirtækja og einstaklinga til að að auka endurvinnslu úrgangsefna og vinna að nýtingu endurnýjanlegrar orku í samgöngum og skipum. Það er hagur okkar allra að umhverfismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagið hlýnar og betri umgengni við umhverfið eru verkefni sem við verðum að takast á hendur. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki, tilbúinn með lausnir og hugmyndir. Fyrirtækin í landinu eru í lykilstöðu til að bæta nýtingu auðlinda og minnka sóun með því að leggja metnað í að starfa í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag. Atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar sem hjálpa til við að ná markmiðum okkar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og áætlar í samstarfi við ESB og Noreg að ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Hringrásarhagkerfið miðar að því að minnka sóun auðlinda og sett eru markmið um að færa efni í hringrás endurvinnslu í auknum mæli. Umhverfis- og loftslagsmál eru þverfagleg verkefni sem krefjast samvinnu fjölda aðila úr ólíkum áttum, jafnvel aðila sem ekki vinna annars saman. Með því að styrkja uppbyggingu fyrirtækja á þessu sviði er hægt að leggja stoðir undir sterka atvinnugrein sem fylgir grænni tækni. Breytingum fylgja ávallt ný tækifæri. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og Ísland getur gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Okkar forskot liggur í fjölbreyttum iðnaði sem byggst hefur upp vegna góðs aðgengi að endurnýjanlegri orku. Það er mikilvægt að atvinnulífið verði virkjað enn frekar til að Ísland nái markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfa að vinna náið með atvinnulífinu að því að ná settum markmiðum. Orku- og umhverfismál skipta iðnaðinn í landinu miklu máli. Við viljum að þau stjórnvöld sem taka við að loknum þingkosningum virki hugvit og þekkingu fyrirtækja og einstaklinga til að að auka endurvinnslu úrgangsefna og vinna að nýtingu endurnýjanlegrar orku í samgöngum og skipum. Það er hagur okkar allra að umhverfismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar