Lok lok og hjáleið frá Bankastræti Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 21. október 2016 07:00 Búið er að loka Laugaveginum frá Bankastræti að Skólavörðustíg og þurfa ökumenn að fara um hjáleið vísir/gva Búið er að loka Laugaveginum frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Skólavörðustíg vegna framkvæmda við fyrirhugað verslunarrými á baklóð Laugavegs 4-6. Risastór byggingakrani og steypubílar munu hafa til 30. nóvember til að klára steypuvinnuna, þá verður kraninn fjarlægður hvort sem verkið er búið eða ekki.Gunnar Guðjónsson formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.vísir/gvaLokunin er gerð vegna öryggissjónarmiða en bílar og gangandi vegfarendur þvældust hverjir fyrir öðrum vegna umfangs hins stóra byggingakrana. Lokunin var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bókaði að mikilvægt væri að tímasetningar stæðust vegna jólaverslunarinnar. Þeir kaupmenn sem Fréttablaðið ræddi við í nágrenni framkvæmdanna voru uggandi yfir hávaðanum og látunum sem fylgja framkvæmdunum en mannsins mál heyrist varla fyrir hávaða. Enginn vildi þó tjá sig en þeir voru hissa þegar dagsetningin 30. nóvember var nefnd. Samkvæmt kynningarskilti um framkvæmdirnar kemur fram að húsið sem mun rísa eigi að sameina nútímalega hönnun og karakter gömlu húsanna með smekklegum hætti.Umfang framkvæmdanna sést hér vel. Bílar áttu í erfiðleikum með að komast framhjá.vísir/gvaReykjavíkurborg keypti lóðina á 580 milljónir árið 2008 en seldi á 365 milljónir 2014. Kaupin voru gerð í tengslum við samstarfsyfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar myndaður var nýr meirihluti í borgarstjórn og Ólafur F. varð borgarstjóri. Gunnar Guðjónsson, gleraugnakaupmaður í Gleraugnamiðstöðinni og formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir að lokunin hafi farið öfugt ofan í rekstraraðila.Gamla húsið sem stóð við Laugaveg 4-6 stendur nú út á Granda. vísir/GVA„Eftir að kraninn stóri fór út á miðja götu þá kom kvörtun og framkvæmdirnar voru metnar þannig að þær væru hættulegar og þá þarf að loka fyrir bíla. Þá verður eðlilega allt brjálað meðal rekstraraðila,“ segir hann. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokunin hafi verið samþykkt vegna öryggismála vegfarenda. „Við erum almennt ekki hrifin af gatnalokunum á þessum tíma árs. Við lögðum fram bókun þar sem við áteljum þessi vinnubrögð. Kraninn verður tekinn niður 30. nóvember og ég fékk yfirlýsingu þess efnis að ef þetta verður ekki búið verði kraninn tekinn niður, jafnvel á kostnað verktakans. Það er algjört lykilatriði í mínum huga að kaupmenn nái jólaversluninni, hún er þeim mjög mikilvæg.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuFramkvæmdirnar eru komnar vel af stað en þeir hafa til 30. nóvember til að klára verkið.vísir/GVA Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Búið er að loka Laugaveginum frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Skólavörðustíg vegna framkvæmda við fyrirhugað verslunarrými á baklóð Laugavegs 4-6. Risastór byggingakrani og steypubílar munu hafa til 30. nóvember til að klára steypuvinnuna, þá verður kraninn fjarlægður hvort sem verkið er búið eða ekki.Gunnar Guðjónsson formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.vísir/gvaLokunin er gerð vegna öryggissjónarmiða en bílar og gangandi vegfarendur þvældust hverjir fyrir öðrum vegna umfangs hins stóra byggingakrana. Lokunin var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bókaði að mikilvægt væri að tímasetningar stæðust vegna jólaverslunarinnar. Þeir kaupmenn sem Fréttablaðið ræddi við í nágrenni framkvæmdanna voru uggandi yfir hávaðanum og látunum sem fylgja framkvæmdunum en mannsins mál heyrist varla fyrir hávaða. Enginn vildi þó tjá sig en þeir voru hissa þegar dagsetningin 30. nóvember var nefnd. Samkvæmt kynningarskilti um framkvæmdirnar kemur fram að húsið sem mun rísa eigi að sameina nútímalega hönnun og karakter gömlu húsanna með smekklegum hætti.Umfang framkvæmdanna sést hér vel. Bílar áttu í erfiðleikum með að komast framhjá.vísir/gvaReykjavíkurborg keypti lóðina á 580 milljónir árið 2008 en seldi á 365 milljónir 2014. Kaupin voru gerð í tengslum við samstarfsyfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar myndaður var nýr meirihluti í borgarstjórn og Ólafur F. varð borgarstjóri. Gunnar Guðjónsson, gleraugnakaupmaður í Gleraugnamiðstöðinni og formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, segir að lokunin hafi farið öfugt ofan í rekstraraðila.Gamla húsið sem stóð við Laugaveg 4-6 stendur nú út á Granda. vísir/GVA„Eftir að kraninn stóri fór út á miðja götu þá kom kvörtun og framkvæmdirnar voru metnar þannig að þær væru hættulegar og þá þarf að loka fyrir bíla. Þá verður eðlilega allt brjálað meðal rekstraraðila,“ segir hann. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að lokunin hafi verið samþykkt vegna öryggismála vegfarenda. „Við erum almennt ekki hrifin af gatnalokunum á þessum tíma árs. Við lögðum fram bókun þar sem við áteljum þessi vinnubrögð. Kraninn verður tekinn niður 30. nóvember og ég fékk yfirlýsingu þess efnis að ef þetta verður ekki búið verði kraninn tekinn niður, jafnvel á kostnað verktakans. Það er algjört lykilatriði í mínum huga að kaupmenn nái jólaversluninni, hún er þeim mjög mikilvæg.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuFramkvæmdirnar eru komnar vel af stað en þeir hafa til 30. nóvember til að klára verkið.vísir/GVA
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira