Mamma mín vill valkost... eins og Björt framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 22. október 2016 07:00 Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Nichole Leigh Mosty Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar