Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2016 19:11 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er staddur hér á landi þessa dagana og Guðjón Guðmundsson settist niður með honum í dag. Gaupi fór um víðan völl með þýska landsliðsþjálfaranum í dag og spurði hann meðal annars út framhaldið hjá þýska landsliðinu en hann er samningsbundinn Þjóðverjum til ársins 2020. „Það er klásúla í samningnum að við myndum setjast niður á þessum tímapunkti. Það er því í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér næstu 2-3 árin. Það er erfitt að segja. Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ segir Dagur en það kæmi eflaust mörgum á óvart ef hann stigi frá borði miðað við hversu vel hefur gengið hjá honum. Dagur segir að þjálfaratíminn hjá þýska landsliðinu hafi ekki bara verið dans á rósum. „Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi. Ég held að það sé líka eitthvað sem ég hef alist upp við. Eitthvað sem ég er vanur að gera. Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið,“ segir Dagur en hefur hann þurft að setja upp grímu og fara inn í skelina? „Ég finn að maður verður svolítið þreyttur á sjálfum sér. Maður er alltaf að svara í einhverjum frösum og það er ekki gaman. Það er erfitt að komast út úr því. Ég hef verið leiðinlegur en það er meira inn á við. Inn í handknattleikssambandið. Einhver svona pólitík sem er þreytandi. Það hefur alltaf blundað í mér smá frekjuhundur þannig að ég tek þá slagi einn á einn. Alltaf minna samt. Ég er aðeins að róast með árunum í því.“ Sjá má innslag Gaupa í heild sinni hér að ofan. Dagur verður einnig í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í fyrramálið. Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er staddur hér á landi þessa dagana og Guðjón Guðmundsson settist niður með honum í dag. Gaupi fór um víðan völl með þýska landsliðsþjálfaranum í dag og spurði hann meðal annars út framhaldið hjá þýska landsliðinu en hann er samningsbundinn Þjóðverjum til ársins 2020. „Það er klásúla í samningnum að við myndum setjast niður á þessum tímapunkti. Það er því í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér næstu 2-3 árin. Það er erfitt að segja. Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ segir Dagur en það kæmi eflaust mörgum á óvart ef hann stigi frá borði miðað við hversu vel hefur gengið hjá honum. Dagur segir að þjálfaratíminn hjá þýska landsliðinu hafi ekki bara verið dans á rósum. „Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi. Ég held að það sé líka eitthvað sem ég hef alist upp við. Eitthvað sem ég er vanur að gera. Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið,“ segir Dagur en hefur hann þurft að setja upp grímu og fara inn í skelina? „Ég finn að maður verður svolítið þreyttur á sjálfum sér. Maður er alltaf að svara í einhverjum frösum og það er ekki gaman. Það er erfitt að komast út úr því. Ég hef verið leiðinlegur en það er meira inn á við. Inn í handknattleikssambandið. Einhver svona pólitík sem er þreytandi. Það hefur alltaf blundað í mér smá frekjuhundur þannig að ég tek þá slagi einn á einn. Alltaf minna samt. Ég er aðeins að róast með árunum í því.“ Sjá má innslag Gaupa í heild sinni hér að ofan. Dagur verður einnig í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í fyrramálið.
Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira